Samfélagsmiðlar

Snæbjörn Arngrímsson

HöfundurSnæbjörn Arngrímsson
Snæbjörn Arngrímsson

Snæbjörn Arngrímsson

Snæbjörn Arngrímsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur í Kaupmannahöfn, var mikilvirkur bókaútgefandi - bæði á Íslandi og í Danmörku. Hann skrifar um bækur og alþjóðlegan bókaheim, ýmis menningarfyrirbæri - líka fótbolta.

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

Í leik Union Comercio gegn Allanza Lima í fyrstu deildinni í Perú vakti töluverða athygli þegar leikmanni númer 19 í liði Union Comerco var skipt inn á. Hingað til hefur þessi 22 ára gamli knattspyrnumaður ekki vakið neina sérstaka athygli í deildinni. Oftast situr hann á bekknum en í aðeins fimm leikum hefur hann komið …

Gert er ráð fyrir því að næstu daga tilkynni danska ríkisstjórnin ákvörðun sína um að leggja 360 kílómetra langa vetnisleiðslu frá bænum Lille Torup á Norður-Jótlandi og suður til Þýskalands, með viðkomu í bæjunum Viborg, Holstebro, Esbjerg, Vejen og  Fredrecia. Þetta þykja stórtíðindi fyrir dönsku þjóðina því vetnisleiðslan hefur lengi verið á teikniborðinu en ekki …

Ítalska eyjan Alicudi er afskekkt þó ekki sé nema um tveggja tíma siglingarleið frá meginlandinu til eyjarinnar sem er norður af Sikiley. Alicudi er 5,2 ferkílómetrar að stærð og lifa íbúarnir eitt hundrað og tuttugu á landbúnaði og fiskveiðum. Til eyjunnar eru engar beinar ferjusiglingar, þar eru ekki lagðir neinir akvegir (og því engir bílar og sjá asnar …

Það eru ekki margir sem þekkja enska smábæinn Thetford en hann er norðaustur af Cambridge. Í þessum litla bæ eru enn starfandi bókabúðir. Árið 1997 prentaði enska bókaforlagið Bloomsbury barna- og unglingabók eftir unga konu í 500 eintökum. Forlagið hafði þegar tryggt sér 300 bóka sölu til bókasafna víðsvegar um England. Þau 200 eintök sem …

Þökk sé danska lyfjarisanum Novo Nordisk að nú er ein öflugasta gervigreindar-ofurtölva heims á leið til Danmerkur. Novo Nordisk sjóðurinn hefur lagt 600 milljónir danskra króna í verkefnið og Fjárfestingarsjóður útflutningsráðs Danmerkur, eða danska ríkið, hefur lagt fram 100 milljónir. Þessir tveir aðilar hafa sameinast um að ganga til liðs við tæknirisann NVIDIA um að …

Öll þau nándarhöft sem lögð voru á íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 verða afnumin þegar ólympíuleikarnir í París hefjast í sumar. Í Tókýó var farið fram á það við afreksfólkið sem tók þátt í leikunum að það forðaðist alla óþarfa nánd og snertingu til að koma í veg fyrir Covid-smit.  Ólympíuleikarnir og Ólympíumót …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Kødbyen eða Kjötbærinn er hverfi á Vesterbro í Kaupmannahöfn sem áratugum saman var miðstöð kjötiðnaðarins í borginni. Uppbygging í þessum bæjarhluta hófst í kringum 1930 en upp úr aldamótunum 2000 varð borgarstjórn Kaupmannahafnar ljóst að byggingarnar í Kjötbænum gætu kannski verið áhugaverðar fyrir aðra en slátrara. Margar eru byggingarnar friðaðar því þær eru sögulega mikilvægar …

Saarbrücken er 180.000 manna bær, höfuðstaður Saarlands í Þýskalandi og liggur rétt við landamæri Frakklands. Í þessari borg, eins og flestum öðrum þýskum borgum, er starfrækt knattspyrnufélag og í Saarbrücken heitir félagið því upplagða nafni FC Saarbrücken. Leikur liðið í þriðju deild þýsku knattspyrnunnar. Liðið hefur allt frá stofnun, árið 1903, lengstum lifað tíðindalitlu lífi …

Hvað varð um Graham Potter? spyrja margir fótboltaunnendur nú þegar liðið er næstum eitt ár síðan þessi listhneigði fótboltaþjálfari stjórnaði fótboltaliði frá hliðarlínunni. Chelsea var síðasti áfangastaður Potters en þaðan var hann rekinn þann 2. apríl árið 2023 eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Potter mætti til Chelsea fullur af bjartsýni eftir glæsislegan þjálfaraferil í …

Í vikunni féll sýknudómur í Hollandi í réttarhöldum yfir þremur Belgum, svokölluðum loftslagsaktívístum, sem reyna með ýmsum aðferðum að vekja athygli á hversu skaðleg brennsla jarðeldsneytis er fyrir náttúruna. Vakti niðurstaða dómaranna töluverða athygli og jafnvel undrun.Þann 27. október í fyrra límdi tríóið sig fast við málverk hollenska listamannsins Johannes Vermeer, Stúlkan með perlueyrnalokkana og kastaði …

Árið 2020 fóru að berast fréttir af því að undarlegar þriggja metra háar málmsúlur hefðu fundist á mjög afskekktum stöðum víðsvegar um heim. Ein slík súla fannst í Rúmeníu, önnur á Isle of Wight og sú þriðja í Tyrklandi. Í nóvember árið 2020 fannst svo enn ein málmsúla langt úti í Utah-eyðimörkinni. Hún var þriggja …

Komdu í áskrift

Með áskrift að FF7 færðu aðgang að öllum þeim frásögnum og fréttum sem við skrifum. Áskrifendur fá einnig reglulega sent fréttabréf.

Nú þegar áskrifandi? Mín síða