Samfélagsmiðlar

Háflóð skipafarþega í Þingvallaþjóðgarð í ágúst

Starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum verður fjölgað í sumar til að takast á við mikið álag af komum ferðamanna. Flestir koma þeir í einu með rútum frá hafnarbakka í Reykjavík þar sem skemmtiferðaskipin leggjast að. Álag á náttúru hefur þó ekki vaxið með fjölgun gesta - nema á salerni þjóðgarðsins.

Í þjóðgarðinum á Þingvöllum 14. ágúst 2023 - MYND: ÓJ

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar eru liðnir.

Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður, fór yfir þetta vítt og breitt í erindi sem hann flutti á ársfundi náttúruverndarnefnda á dögunum, þar sem rædd voru áhrif aukinnar umferðar skemmtiferðaskipa.

Einar brá upp þessari heimagerðu mynd á fundinum um aukna umferð skemmtiferðaskipa til að lýsa þeirri tilfinningu sem bærðist með starfsfólki þegar gestakomur væru flestar

Þjóðgarðsvörðurinn lýsti því að á nánast hverjum degi yfir háönnina kæmu farþegar úr mörgum skipum á dag. Hann sagði að það hefði slegið sig við athugun á væntanlegum skipakomum í sumar að nokkrum sinnum yrðu sex skip í höfn í Reykjavík í einu.

„Þessi þróun heldur áfram að mörg skip leggi að í Reykjavík á sama tíma,“ sagði Einar og benti á að hér dreifðust skipakomur á færri daga en víða í heiminum: „Okkur þykir stundum eins og menn leggi skipunum að bryggju hér hjá okkur,“ sagði þjóðgarðsvörðurinn og vakti sérstaklega athygli á þeim erli sem yrði í þjóðgarðinum um miðjan ágúst. En í hverjum sumarmánuðinum rölta 150 til 200 þúsund manns niður Almannagjá, flestir í júlí.

Einar horfir yfir þjóðgarðinn af Hakinu – MYND: ÓJ

Samkvæmt áætlun Faxaflóahafna koma til Reykjavíkur á tveggja vikna tímabili, 6.- 19. ágúst, alls 58 skemmtiferðaskip. Á tveimur daganna á þessum tíma koma sex skip hvorn dag en fimm á öðrum þremur.

Boðaðar komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur 6.- 19. ágúst í sumar – MYND: Faxaflóahafnir

Þjóðgarðsvörðurinn og starfsfólk hans mega búast við örtröð þessa daga enda verður starfsfólki þjóðgarðsins fjölgað í sumar, um 20 manns eiga að stýra umferð bíla og fólks, fræða gesti og upplýsa. Hluta af þrifum hefur verið útvistað til að annað starfsfólk geti betur sinnt umferðarstjórninni. 

Erlent ferðafólk á Þingvöllum í ágústblíðu – MYND: ÓJ

Einn mælikvarði álagsins á Þingvöllum eru salernisferðir þjóðgarðsgesta. „Ferðamenn sem koma til okkar eru að stíga fæti á íslenska jörð í fyrsta sinn. Oftast er það sem menn helst þrá eftir 50 mínútna rútuferð frá Reykjavík er að komast á salerni,“ segir Einar.

Salerni í Þingvallaþjóðgarði eru 50 og ferðir á þau eru 4-6 þúsund á dag á sumrin. Þegar skipafarþegar eru margir myndast ævinlega biðraðir við 25 salerni sem eru uppi á Hakinu.

Miklar kröfur eru gerðar til fráveitumála í þjóðgarðinum og er ekið með allt skolp til Reykjavíkur – út fyrir vatnasvið Þingvallavatns. En áhrifin eru víðtækari auðvitað. Mikið punktaálag af skipafarþegum hefur áhrif á upplifun gesta og það er líka öryggismál að taka á móti jafn miklum fjölda og gert er á Þingvöllum. 

Álag mælt í salernisferðum í Þingvallaþjóðgarði – MYND: Einar Á.E. Sæmundsenjóðgarðurinn á Þingvöllum

Þó engin efist um álagið og kostnaðinn sem fylgir þessum vaxandi fjölda ferðafólks á Þingvöllum þá segir þjóðgarðsvörður: „Álag á náttúru hefur ekki aukist í hlutfalli við fjölgun ferðamanna af því að stýring á öllum leiðum sem ferðamenn fara um er mjög einbeitt eftir girtum gönguleiðum. Það er varla að fólk fari út af þeim.“

Upplifun er annað. Mælingar sýna hinsvegar að almennt eru gestir mjög sáttir við komuna í Þingvallaþjóðgarð, samkvæmt rannsókn Jónu Kolbrúnar Sigurjónsdóttur, sem skrifaði meistaraprófsritgerð um álagsmat á þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Það eru líklega helst Íslendingar sem horfa tregafullir um öxl og minnast þess að hafa einu sinni átt þennan stað nánast einir.

Gestir eru almennt ánægðir með upplifun í Almannagjá – MYND: Jóna Kolbrún Sigurjónsdóttir/Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …