Samfélagsmiðlar

Háflóð skipafarþega í Þingvallaþjóðgarð í ágúst

Starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum verður fjölgað í sumar til að takast á við mikið álag af komum ferðamanna. Flestir koma þeir í einu með rútum frá hafnarbakka í Reykjavík þar sem skemmtiferðaskipin leggjast að. Álag á náttúru hefur þó ekki vaxið með fjölgun gesta - nema á salerni þjóðgarðsins.

Í þjóðgarðinum á Þingvöllum 14. ágúst 2023 - MYND: ÓJ

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar eru liðnir.

Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður, fór yfir þetta vítt og breitt í erindi sem hann flutti á ársfundi náttúruverndarnefnda á dögunum, þar sem rædd voru áhrif aukinnar umferðar skemmtiferðaskipa.

Einar brá upp þessari heimagerðu mynd á fundinum um aukna umferð skemmtiferðaskipa til að lýsa þeirri tilfinningu sem bærðist með starfsfólki þegar gestakomur væru flestar

Þjóðgarðsvörðurinn lýsti því að á nánast hverjum degi yfir háönnina kæmu farþegar úr mörgum skipum á dag. Hann sagði að það hefði slegið sig við athugun á væntanlegum skipakomum í sumar að nokkrum sinnum yrðu sex skip í höfn í Reykjavík í einu.

„Þessi þróun heldur áfram að mörg skip leggi að í Reykjavík á sama tíma,“ sagði Einar og benti á að hér dreifðust skipakomur á færri daga en víða í heiminum: „Okkur þykir stundum eins og menn leggi skipunum að bryggju hér hjá okkur,“ sagði þjóðgarðsvörðurinn og vakti sérstaklega athygli á þeim erli sem yrði í þjóðgarðinum um miðjan ágúst. En í hverjum sumarmánuðinum rölta 150 til 200 þúsund manns niður Almannagjá, flestir í júlí.

Einar horfir yfir þjóðgarðinn af Hakinu – MYND: ÓJ

Samkvæmt áætlun Faxaflóahafna koma til Reykjavíkur á tveggja vikna tímabili, 6.- 19. ágúst, alls 58 skemmtiferðaskip. Á tveimur daganna á þessum tíma koma sex skip hvorn dag en fimm á öðrum þremur.

Boðaðar komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur 6.- 19. ágúst í sumar – MYND: Faxaflóahafnir

Þjóðgarðsvörðurinn og starfsfólk hans mega búast við örtröð þessa daga enda verður starfsfólki þjóðgarðsins fjölgað í sumar, um 20 manns eiga að stýra umferð bíla og fólks, fræða gesti og upplýsa. Hluta af þrifum hefur verið útvistað til að annað starfsfólk geti betur sinnt umferðarstjórninni. 

Erlent ferðafólk á Þingvöllum í ágústblíðu – MYND: ÓJ

Einn mælikvarði álagsins á Þingvöllum eru salernisferðir þjóðgarðsgesta. „Ferðamenn sem koma til okkar eru að stíga fæti á íslenska jörð í fyrsta sinn. Oftast er það sem menn helst þrá eftir 50 mínútna rútuferð frá Reykjavík er að komast á salerni,“ segir Einar.

Salerni í Þingvallaþjóðgarði eru 50 og ferðir á þau eru 4-6 þúsund á dag á sumrin. Þegar skipafarþegar eru margir myndast ævinlega biðraðir við 25 salerni sem eru uppi á Hakinu.

Miklar kröfur eru gerðar til fráveitumála í þjóðgarðinum og er ekið með allt skolp til Reykjavíkur – út fyrir vatnasvið Þingvallavatns. En áhrifin eru víðtækari auðvitað. Mikið punktaálag af skipafarþegum hefur áhrif á upplifun gesta og það er líka öryggismál að taka á móti jafn miklum fjölda og gert er á Þingvöllum. 

Álag mælt í salernisferðum í Þingvallaþjóðgarði – MYND: Einar Á.E. Sæmundsenjóðgarðurinn á Þingvöllum

Þó engin efist um álagið og kostnaðinn sem fylgir þessum vaxandi fjölda ferðafólks á Þingvöllum þá segir þjóðgarðsvörður: „Álag á náttúru hefur ekki aukist í hlutfalli við fjölgun ferðamanna af því að stýring á öllum leiðum sem ferðamenn fara um er mjög einbeitt eftir girtum gönguleiðum. Það er varla að fólk fari út af þeim.“

Upplifun er annað. Mælingar sýna hinsvegar að almennt eru gestir mjög sáttir við komuna í Þingvallaþjóðgarð, samkvæmt rannsókn Jónu Kolbrúnar Sigurjónsdóttur, sem skrifaði meistaraprófsritgerð um álagsmat á þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Það eru líklega helst Íslendingar sem horfa tregafullir um öxl og minnast þess að hafa einu sinni átt þennan stað nánast einir.

Gestir eru almennt ánægðir með upplifun í Almannagjá – MYND: Jóna Kolbrún Sigurjónsdóttir/Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Nýtt efni

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …

Hann er önnum kafinn við að búa til smjördeig fyrir bökurnar þegar símaviðtalið hefst en er með hendurnar frjálsar og spjallar á meðan. Smjördeigið á leið yfir botninn með fyllingunni - MYND: © Arctic Pies „Við vorum þrír Ástralir sem stofnuðum þetta fyrirtæki saman og tengdum í gegnum þessa sömu matarupplifun. Það er pínu flókið …