Samfélagsmiðlar

Hótel á Sjallareitnum á Akureyri enn á dagskrá hjá Íslandshótelum

Horft úr Skógarböðunum til Akureyrar. Eftir fjögur ár verða Íslandshótel með rekstur beggja vegna Pollsins - MYND: ÓJ

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi.

Sjallinn – MYND: Facebook-síða Sjallans

Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar sem hinn fornfrægi skemmtistaður Sjálfstæðishúsið, eða Sjallinn, stendur. Fyrirtækið keypti Sjallann árið 2016 en þrjú ár voru þá liðin frá því að bæjaryfirvöld höfðu samþykkt að ný bygging yrði reist á lóðinni. Margsinnis hefur verið rætt að skortur á nýju og vönduðu hótelrými standi ferðaþjónustu á Akureyri og í nærsveitum fyrir þrifum.

Davíð Torfi Ólafsson

Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela – MYND: Íslandshótel

Eðlilegt var að spyrja hvort áformin við Skógarböðin breyttu hugmyndum Íslandshótela um að byggja hótel á Sjallareitnum?

„Íslandshótel munu opna hótel á Sjallareitnum en með tilkomu hótelsins við Skógarböðin þá mun hótelið á Sjallareitnum verða með annarskonar rekstrarform, sem kynnt verður síðar. Stefnt er að opnun hótelsins á Sjallareitnum um tveimur árum eftir opnun Skógarbaðahótelsins,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela.

Þetta þýðir að hótelið við Geislagötu á Akureyri verður opnað vorið 2028 – að fjórum árum liðnum. Davíð Torfi segir við FF7 að miðað við núverandi hönnun sé gert ráð fyrir að hótelið í miðbæ Akureyrar verði með 135 herbergi en segir að verið sé að endurskoða fyrri áætlanir. „Líklegt er að herbergin verði fleiri,“ segir Davíð Torfi.

Nýtt efni

Heimsferðir, Úrval Útsýn, Plúsferðir og Sumarferðir hafa gengið frá samningi við Neos flugfélagið um leiguflug til allra áfangastaða ferðaskrifstofanna í sumar og fram á næsta ár. Þetta ítalska flugfélagið hefur um árabil flogið farþegum ferðaskrifstofanna út í heim. Í tilkynningu segir að ný flugvél með þráðlausu neti verði nýtt í ferðirnar og flugtímarnir séu miðaðir …

Þeir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjáraukningu Play hafa nú fengið hluti sína afhenta og þar með ríflega tvöfaldaðist fjöldi útgefinna hluta í flugfélaginu við opnun Kauphallarinnar í morgun. Um leið fór markaðsvirði félagsins úr 3,9 milljörðum í 8,5 milljarða. Í hlutafjárútboðinu var hver hlutur seldur á 4,5 krónur og markaðsgengi gömlu bréfanna var það …

MYND: ÓJ

Í fyrra flugu 2,2 milljónir ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli og ný hagspá Landsbankans gerir ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna í ár og þeim fjölgi svo um 100 þúsund á næsta ári og aftur á því þarnæsta. Spá Ferðamálastofu er í nærri sama takti því samkvæmt henni verða ferðamennirnir í ár 2,4 milljónir í ár og 2,6 …

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …