Icelandair segir upp verkfræðingum

Munurinn á rekstrarkostnaði Icelandair og Play hefur löngum verið gerður að umtalsefni í fjárfestakynningum þess síðarnefnda. Nú er unnið að því minnka þetta bil á milli keppinautanna með aðstoð ráðgjafafyrirtækisins McKinsey.

MYND: ÓJ

„Við erum í raun að velta við öllum steinum á kostnaðarhliðinni og höfum fengið til liðs við okkur alþjóðlega ráðgjafa sem eru fremstir í flokki á þessu sviði og hafa unnið með flugfélögum um allan heim, stórum sem smáum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í ræðu sinni á ársfundi flugfélagsins í byrjun mars.

Ráðgjafafyrirtækið sem vísað er til heitir McKins­ey&Company en það opnaði sitt fyrsta útibú hér á landi í lok síðasta árs og réði til starfa þáverandi framkvæmdastjóra Olís, Frosta Ólafsson.

Nú heyrist af fyrstu uppsögnunum á skrifstofum Icelandair sem rekja má til þessa átaks því ákveðið hefur verið að leggja niður hönnunardeild flugfélagsins. Sú deild er með leyfi til bæði hönnunar og breytinga á flugvélum og hefur sinnt þess háttar verkefnum innan fyrirtækisins.

„Breytingin er í takt við áherslur okkar um að auka skilvirkni í rekstrinum og einblína á kjarnastarfsemina sem er flugrekstur. Framvegis verður leitað til sérhæfðra hönnunarstofa varðandi þau verkefni sem hönnunardeild hefur hingað til sinnt,“ útskýrir Ásdís Pétursdóttir, talskona Icelandair, í svari við fyrirspurn FF7 um fyrrnefndar uppsagnir.

Í dag eru 9 starfsmenn í hönnunardeildinni og flestir með verkfræðimenntun.

Með áskrift getur þú lesið greinina - Sumartilboð: 3 mánaða áskrift með 50% afslætti

Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 3 mánuði á fullu verði (2.650 kr. á mánuði) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]

Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.

 

Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér:

 

Nýtt efni

Áfram aukast umsvif eignarhaldsfélagsins JAE á gistimarkaðnum á Suðurlandi því nú hefur félagið keypt Hótel South Coast sem er nýlegt 74 herbergja hótel í miðbæ Selfoss.  Þar með hefur JAE yfir að ráða meira en 300 hótelherbergjum á Suðurlandi því félagið á einnig Hótel Selfoss og Hótel Vestmannaeyjar. Á Suðurlandi eru nú 2.761 hótelherbergi samkvæmt tölum …

Það er óvenjuheitt víða í Evrópu þessa dagana og mælar sýna allt að 44 gráðu hita. Ástandið er ekki bundið við Miðjarðarhafið því nú stefnir í fjórðu hitabylgju sumarsins á Bretlandi. Í Þýskalandi er líka merkilega heitt og til marks um það hefur orðið mikil aukning í innflutningi og framleiðslu á loftræstikerfum þar í landi. …

Þrátt fyrir að áætlunarferðunum til og frá Keflavíkurflugvelli hafi fækkað í nýliðnum júlí jókst ferðamannastraumurinn og hefur hann líklega aldrei verið meiri í þessum sjöunda mánuði ársins. Ný talning Ferðamálastofu segir að erlendir brottfararfarþegar á Keflavíkurflugvelli hafi verið 302 þúsund í nýliðnum mánuði. Aldrei áður hefur fjöldinn farið yfir þrjú hundruð þúsund í einum mánuði …

Yfir 10 þúsund hótel í Evrópu hafa sameinast um málsókn gegn bókunarfyrirtækinu Booking.com og krefjast bóta vegna tjóns sem þau hafa orðið fyrir vegna skilyrða sem meinuðu þeim að bjóða „besta verð“ á eigin heimasíðum. Evrópudómstóllinn úrskurðaði í fyrra að þetta skilyrði bókunarrisans væri ólöglegt og nú í sumarbyrjun kynntu evrópsku hótel- og veitingahúsasamtökin HOTREC …

Íslendingar á leið til Evrópu hafa lengi þurft að vakna um miðja nótt til að ná flugi frá Keflavíkurflugvelli. Hjá bæði Play og Icelandair hefur morgunsárið nefnilega verið nýtt til að fljúga farþegum til Evrópu og þar á meðal þeim tengifarþegum sem nýlentir eru eftir flug frá Norður-Ameríku. Icelandair hefur hins vegar fjölgað flugferðunum seinni …

Túristar. Höfnin.

Nýting á hótelherbergjum hækkaði verulega í júní þegar um 8 af hverjum 10 hótelherbergjum voru að jafnaði í útleigu. Hlutfallið var mun lægra í júní í fyrra og leita mörg ár aftur í tímann til að finna álíka góða nýtingu á hótelherbergjum hér á landi samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þessi góða nýting á íslenskum hótelum um …

Það voru á boðstólum reglulegar ferðir til nærri 70 borga frá Keflavíkurflugvelli í júlí og oftast er flogið til Kaupmannahafnar. Í júlí voru áætlunarferðirnar þangað 207 sem er viðbót um tvær brottfarir frá júlí í fyrra samkvæmt ferðagögnum FF7. Icelandair fór 140 ferðir til dönsku höfuðborgarinnar sem er á pari við júlí í fyrra en …

Verðmæti innflutnings og útflutnings í viðskiptum Þjóðverja og Bandaríkjamanna nam 125 milljörðum evra á fyrri helmingi ársins 2025 á sama tíma og viðskiptin við Kínverja fóru í 122,8 milljarða, samkvæmt útreikningum Reuters.  Í átta ár í röð hafði Kína verið helsta viðskiptaland Þjóðverja eða fram til ársins í fyrra þegar Bandaríkin veltu því úr þeim …