„Við erum í raun að velta við öllum steinum á kostnaðarhliðinni og höfum fengið til liðs við okkur alþjóðlega ráðgjafa sem eru fremstir í flokki á þessu sviði og hafa unnið með flugfélögum um allan heim, stórum sem smáum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í ræðu sinni á ársfundi flugfélagsins í byrjun mars.
Ráðgjafafyrirtækið sem vísað er til heitir McKinsey&Company en það opnaði sitt fyrsta útibú hér á landi í lok síðasta árs og réði til starfa þáverandi framkvæmdastjóra Olís, Frosta Ólafsson.
Nú heyrist af fyrstu uppsögnunum á skrifstofum Icelandair sem rekja má til þessa átaks því ákveðið hefur verið að leggja niður hönnunardeild flugfélagsins. Sú deild er með leyfi til bæði hönnunar og breytinga á flugvélum og hefur sinnt þess háttar verkefnum innan fyrirtækisins.
„Breytingin er í takt við áherslur okkar um að auka skilvirkni í rekstrinum og einblína á kjarnastarfsemina sem er flugrekstur. Framvegis verður leitað til sérhæfðra hönnunarstofa varðandi þau verkefni sem hönnunardeild hefur hingað til sinnt,“ útskýrir Ásdís Pétursdóttir, talskona Icelandair, í svari við fyrirspurn FF7 um fyrrnefndar uppsagnir.
Í dag eru 9 starfsmenn í hönnunardeildinni og flestir með verkfræðimenntun.
Með áskrift getur þú lesið greinina - Sumartilboð: 3 mánaða áskrift með 50% afslætti
Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 3 mánuði á fullu verði (2.650 kr. á mánuði) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]
Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.
Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér: