Samfélagsmiðlar

Aðdráttarafl ljósvitans á klettaströndinni

Vitinn vinsæli í Peggy´s Cove - MYND: ÓJ

Um 160 hefðbundnir vitar gamallar eru við sæbarða strönd Nova Scotia og þekktastur þeirra er sá í fiskimannaþorpinu Peggy’s Cove. Þar búa víst aðeins um 40 manns en gestagangur er mikill eiginlega alla daga ársins. Um 700 þúsund ferðamenn koma til Peggy´s Cove árlega, að stórum hluta eru það skipafarþegar. Flestir sem starfa í Peggy´s Cove búa annars staðar.

Vertíðinni lokið og humarbáturinn Hafnarþokan bundinn við bryggju – MYND: ÓJ

Vitinn var byggður árið 1915 þarna á hrjóstugri klettaströndinni. Í vondum veðrum gengur sjórinn yfir hann og mörg slys hafa orðið þegar fólk hefur hætt sér af hvítum klettunum og farið of nærri öldunni. Það þykir spennandi að vera þarna þegar sjórinn gusast yfir klettana en það getur verið lífshættulegt eins og dæmin sanna. Vitinn í Peggy´s Cove er talinn mest ljósmyndaða mannvirki Kanada og ekkert lát er á vinsældunum.

Útjaðar þorpsins, ströndin og skógurinn í fjarska – MYND: ÓJ

Um klukkustundar akstur er frá Halifax í þetta þorp sem minnir dálítið á íslenskt sjávarþorp. Enn er stunduð útgerð frá Peggy´s Cove, einkum veiði á humri í gildrur, sem nú standa þurrar uppi á landi af því að vertíðinni er lokið. Hún stendur frá lokum nóvember til loka maí. Það fer enginn langa leið í Nova Scotia án þess að rekast á veitingastaði í öllum gæðaflokkum sem selja humar og humarkjöt í margskonar búningi – skelfisk og annað sjávarfang. Peggy´s Cove er þar auðvitað engin undantekning. 

Vinsældir vitans hvítmálaða og fiskiþorpsins friðsæla og myndræna tóku auðvitað sinn toll: Álagið á litlu svæði var of mikið á náttúru staðarins og ekki var með góðu móti hægt að tryggja öryggi gesta, sem príla þarna um allt og fara sumir of nærri sjónum og öldunni sem getur verið grimm ef þannig viðrar.

Þegar skrúfað var fyrir ferðamannakranann á Covid-19-árunum notuðu stjórnvöld í Nova Scotia, með stuðningi alríkisstjórnar Kanada, tækifærið og gerðu umfangsmiklar úrbætur á þessum vinsæla ferðamannastað. Reistur var aðgengilegur útsýnispallur, lagðir nýir stígar og salernisaðstaða bætt, auk þess sem öryggisgæsla var aukin og vakt höfð á meðan gestagangur er mestur 

Tíðindamaður FF7 var þarna á ferð á rólegum júnídegi. Skipafarþegarnir voru ekki komnir. En brátt birtast skemmtiferðaskipin í Halifax og öðrum höfnum í Nova Scotia og þá verður fjölmennt við fallega vitann sem beindi fiskimönnum að þröngri innsiglingunni á klettaströndinni. Nú sogar hann til sín fólk sem kemur til þess eins að sjá það sem löngu er orðið frægt af þúsundum og aftur þúsundum ljósmynda. En fólk vill ná sinni eigin mynd. 

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …