Samfélagsmiðlar

Aðdráttarafl ljósvitans á klettaströndinni

Vitinn vinsæli í Peggy´s Cove - MYND: ÓJ

Um 160 hefðbundnir vitar gamallar eru við sæbarða strönd Nova Scotia og þekktastur þeirra er sá í fiskimannaþorpinu Peggy’s Cove. Þar búa víst aðeins um 40 manns en gestagangur er mikill eiginlega alla daga ársins. Um 700 þúsund ferðamenn koma til Peggy´s Cove árlega, að stórum hluta eru það skipafarþegar. Flestir sem starfa í Peggy´s Cove búa annars staðar.

Vertíðinni lokið og humarbáturinn Hafnarþokan bundinn við bryggju – MYND: ÓJ

Vitinn var byggður árið 1915 þarna á hrjóstugri klettaströndinni. Í vondum veðrum gengur sjórinn yfir hann og mörg slys hafa orðið þegar fólk hefur hætt sér af hvítum klettunum og farið of nærri öldunni. Það þykir spennandi að vera þarna þegar sjórinn gusast yfir klettana en það getur verið lífshættulegt eins og dæmin sanna. Vitinn í Peggy´s Cove er talinn mest ljósmyndaða mannvirki Kanada og ekkert lát er á vinsældunum.

Útjaðar þorpsins, ströndin og skógurinn í fjarska – MYND: ÓJ

Um klukkustundar akstur er frá Halifax í þetta þorp sem minnir dálítið á íslenskt sjávarþorp. Enn er stunduð útgerð frá Peggy´s Cove, einkum veiði á humri í gildrur, sem nú standa þurrar uppi á landi af því að vertíðinni er lokið. Hún stendur frá lokum nóvember til loka maí. Það fer enginn langa leið í Nova Scotia án þess að rekast á veitingastaði í öllum gæðaflokkum sem selja humar og humarkjöt í margskonar búningi – skelfisk og annað sjávarfang. Peggy´s Cove er þar auðvitað engin undantekning. 

Vinsældir vitans hvítmálaða og fiskiþorpsins friðsæla og myndræna tóku auðvitað sinn toll: Álagið á litlu svæði var of mikið á náttúru staðarins og ekki var með góðu móti hægt að tryggja öryggi gesta, sem príla þarna um allt og fara sumir of nærri sjónum og öldunni sem getur verið grimm ef þannig viðrar.

Þegar skrúfað var fyrir ferðamannakranann á Covid-19-árunum notuðu stjórnvöld í Nova Scotia, með stuðningi alríkisstjórnar Kanada, tækifærið og gerðu umfangsmiklar úrbætur á þessum vinsæla ferðamannastað. Reistur var aðgengilegur útsýnispallur, lagðir nýir stígar og salernisaðstaða bætt, auk þess sem öryggisgæsla var aukin og vakt höfð á meðan gestagangur er mestur 

Tíðindamaður FF7 var þarna á ferð á rólegum júnídegi. Skipafarþegarnir voru ekki komnir. En brátt birtast skemmtiferðaskipin í Halifax og öðrum höfnum í Nova Scotia og þá verður fjölmennt við fallega vitann sem beindi fiskimönnum að þröngri innsiglingunni á klettaströndinni. Nú sogar hann til sín fólk sem kemur til þess eins að sjá það sem löngu er orðið frægt af þúsundum og aftur þúsundum ljósmynda. En fólk vill ná sinni eigin mynd. 

Nýtt efni

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …

Kínversku bílaframleiðendurnir BYD og SAIC, sem er eigandi framleiðslufyrirtækis MG-rafbílana vinsælu, hafa ekki ákveðið enn hvort verð á rafbílum sem seldir verða í Evrópu eftir 4. júlí hækka í verði. Þá tekur gildi umtalsverð hækkun tolla á kínversku rafbílana. Samkvæmt heimildum Reuters verður engin verðbreyting ákveðin fyrir þann tíma. Evrópusambandið ákvað að tollur á MG-bílum …

Gengi hlutabréfa í Norwegian féll í gærdag eftir að greinendur norska bankans DNB færðu niður verðmat sitt á félaginu úr 19 norskum krónum á hlut niður í 17 kr. Hið nýja verðmat var engu að síður 30 prósent yfir markaðsgenginu, 14 norskar kr., en engu að síður féll gengið um tíu prósent í gær og …