Samfélagsmiðlar

Flugferðir, raftæki og matvæli stóðu undir nærri helmingi losunarinnar

Langflestir starfsmanna Seðlabankans keyra til og frá vinnu. MYND: SEÐLABANKINN

Losun Seðlabanka Íslands nam 1117,9 tonnum koltvísýringsígilda (tCO₂í) á síðasta ári sem er fjórfalt meira en árið áður. Skýringin á þessari miklu viðbót liggur í nákvæmara grænu bókahaldi og auknum umsvifum.

„Einnig gætti áhrifa þess að viðskiptaferðir og staðvinna jukust aftur samhliða dvínandi áhrifum Covid-19 faraldursins,“ að því segir í nýrri sjálfbærniskýrslu bankans sem kom út í dag. Vinnuferðum starfsmanna fjölgaði nefnilega mjög á milli ára og næststærsti losunarþátturinn í starfsemi bankans í fyrra skrifast á flugferðir eða samtals 248,5 tCO₂í.

Aðkeyptar vörur og þjónusta var hins vegar stærsti losunarþáttur Seðlabanka Íslands árið 2023 og nam hann 685,8 tCO₂í. Þarna vega þyngst kaup á 17 tonnum af raftækjum sem losuðu 426,1 tCO₂ og 256,8 tCO₂ skrifast á innkaup á 46 tonnum af matvælum. Mest var losun vegna aðkeyptra mjólkurvara og eggja, þar á eftir vegna kjötvara og sjávarfangs.

Ferðir starfsfólks, til og frá vinnu, eru þriðji stærsti einstaki liðurinn í losunarbókhaldi Seðlabankans fyrir síðasta ár. Samtals losuðu þessar ferðir 87,6 tCO₂í en þær eru að megninu til farnar í einkabílum samkvæmt ferðavenjukönnun bankans. Tekið er fram í samantekt Seðlabankans að ferðavenjukönnunin í fyrra hafi verið nákvæmari en árið á undan.

Nýtt efni

Sumaráætlunin 2025 er sú umfangsmesta sem bandaríska flugfélagið United Airlines hefur kynnt til þessa. Flugfélagið býður upp á 800 daglegar ferðir til og frá 147 áfangastöðum utanlands, fleiri en nokkur keppinautanna bandarísku. United flýgur til fleiri áfangastaða en nokkurt annað bandarískt flugfélag - MYND: United Airlines Flugáætlunin hefst í maí 2025 og verður flogið frá …

Það sjást vaxandi merki um fyrirhyggju hjá þeim sem setja stefnuna á Evrópu á síðustu fjórum mánuðum ársins, frá september til ársloka, í könnun sem Evrópska ferðamálanefndin (ETC) og Eurail BV létu gera í fyrri hluta ágústmánaðar. Leitað var svara með viðtölum við mögulega ferðamenn, fólk á aldrinum 18 til 70 ára í Ástralíu, Brasilíu, …

Áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll dregst saman á fyrsta fjórðungi næsta árs samkvæmt ferðagögnum FF7. Munar mestu um niðurskurð í flugi hingað frá Bretlandi en einnig hefur minna framboð á vegum Play áhrif á stöðuna en félagið hefur dregið þó nokkuð úr flugi til Norður-Ameríku. Nærri helmingur þeirra ferðamanna sem hingað kom í byrjun þessa árs var …

Hér á landi mælist verðbólga nú 5,4 prósent en nýjar tölur frá Noregi sýna að þar hefur verðlag síðustu 12 mánuði hækkað um 3 prósent sem er viðbót um 0,4 prósentustig frá mælingunni í ágúst. Þessi uppsveifla var í kortunum þar sem lækkunin í ágúst skrifaðist helst á lægra hámarksverð í leikskólum. Greinendur sem tjáð …

Rafbílaeigendur þekkja þá óþægilegu tilfinningu sem gerir stundum vart við sig á ferðalögum: Dugar hleðslan? Jafnvel getur fyrirhyggjulítill ökumaður þurft að velta fyrir sér spurningunni: Hvað geri ég ef ég verð rafmagnslaus á heiðinni? Þessir þankar allir ættu að heyra sögunni til þegar hleðslustöðvum fjölgar - og ekki síst þegar það tekur skemmri tíma að …

Það eru núna sex ár liðin frá því að Wow Air gaf út skuldabréf fyrir 50 milljónir evra eða hátt í 8 milljarða króna. Á þessum tíma stóð félagið tæpt og það gekk erfiðlega fyrir verðbréfafyrirtækin Pareto og Arctica Finance að koma bréfunum út. Á endanum tók Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air og eini eigandi …

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt fram tillögu um að þau sem komi inn á eða yfirgefi Schengen-svæðið hafi rafrænt vegabréf og persónuskilríki svo hraða megi landamæraafgreiðslu. Tillagan felur í sér að sameiginlegt regluverk varðandi notkun rafrænna skilríkja og útgáfu á ferðasmáforriti Evrópusambandsins. Rafræn útgáfa á að fela í sér aðgang að gögnum sem örflaga á hefðbundnum …

Þó að Volkswagen-samstæðan gangi í gegnum töluverða erfiðleika vegna samdráttar í bílasölu og minnkandi markaðshlutar á uppgangstímum kínverskra framleiðenda, og íhugi að loka tveimur verksmiðjum sínum, er þýski risinn þó ekki af baki dottinn. Thomas Schäfer, forstjóri VW-bílaframleiðslunnar, situr í framkvæmdastjórn samstæðunnar Volkswagen AG og er lykilmaður þegar kemur að því að snúa vörn í …