Herða á eftirlit með innflutningi á matvælum

Evrópusambandið ætlar að beita sér harðar gegn innflutningi á matvælum sem standast ekki kröfur þess um heilbrigði. Þetta kemur fram í nýrri stefnu sem kynnt var í dag. Framkvæmdastjórnin vill með þessu blíðka bændur sem lengi hafa verið ósáttir við frjálslynda innflutningsstefnu sambandsins.

Bændur lögðu um helgina dráttarvélum sínum fyrir framan landbúnaðarráðuneytið í Madríd á Spáni í mótmælaskyni gegn landbúnaðarstefnu ESB - MYND: NTB/AP/Paul White

„Það sem við kynnum í dag er leiðarvísir að því hvernig bregðast má við þrýstingnum sem bændur innan ESB finna fyrir. Ætlunin er að landbúnaðurinn verði sjálfbærari, meira aðlaðandi og arðbærari atvinnugrein,“ sagði landbúnaðarstjóri Evrópusambandsins, Christophe Hansen frá Lúxemborg, sem kynnti stefnuna ásamt Raffaele Fitto, varaforseta Framkvæmdastjórnarinnar.

Christophe Hansen í yfirheyrslum á Evrópuþinginu á síðasta ári vegna tilnefningar í Framkvæmdastjórn ESB – MYND: Evrópuþingið

Eitthvað varð að gera. Mótmælaaðgerðir bænda hafa verið tíðar við margar valdastofnanir Evrópusambandsins og aðildarlanda á síðustu árum. Óánægja með landbúnaðarstefnuna hefur haft mikil áhrif á fylgi flokka í Evrópuþingkosningum, stuðlað að vaxandi þjóðerniskennd og ýtt undir hugmyndir um meiri einangrunarstefnu. 

Nú vill ný forysta Evrópusambandsins að landbúnaðarstefna þess beinist meira að sjálfri matvælaframleiðslunni, einföldun regluverks og að því að bæta lífskjör í dreifbýli. 

„Bændur okkar standa frammi fyrir stöðugt vaxandi erfiðleikum vegna samkeppni á heimsvísu og loftslagsbreytinga,“ er haft eftir Ursula von der Leyen, forseta Framkvæmdastjórnar ESB, í tilkynningu. Hún hafði lofað því að kynna nýja landbúnaðarstefnu á fyrstu 100 starfsdögum nýrrar stjórnar hennar. Niðurstaðan er stefna sem unnin er í samráði við samtök bænda og á að vísa veginn næstu 15 árin. Þar er að finna margar tillögur um hvernig auka megi aðdráttarafl búskapar sem atvinnugreinar fyrir yngri kynslóðir og hvernig styrkja megi samkeppnisstöðu greinarinnar.

Ferskt grænmeti sótt á markaðinn í Frakklandi – MYND: ÓJ

Lagt er m.a. til að hert verði eftirlit með matvælum sem framleidd eru utan meginlands Evrópu, sérstaklega hvað varðar notkun eiturefna sem bönnuð eru innan ESB á grundvelli heilbrigðis- og umhverfissjónarmiða. En tekið er fram að metnaðarfullir staðlar ESB megi þó ekki vera samkeppnishindrandi. 

Þá vill Framkvæmdastjórn ESB að tryggja að bændur verði ekki þvingaðir til að selja framleiðslu sína á lægra verði en sem nemur framleiðslukostnaði.

©NTB/FF7

Nýtt efni

Síðastliðið ár var ekki gott fyrir hluthafa Sýnar og Play því markaðsvirði félaganna lækkaði umtalsvert. Það sem af er 2025 er staðan engu skárri. Gengi hlutabréfa í Sýn hefur fallið um 28 prósent frá áramótum og hjá Play nemur lækkunin 23 prósentum. Fyrirtækin tvö eru þau verðminnstu í Kauphöllinni, markaðsvirði Sýnar er rétt 5,3 milljarðar …

Vegna nálægðar skynja frændur okkar Norðmenn betur en við Íslendingar ógnina sem steðjar að Rússlandi Pútíns. Báðar þjóðir eru í NATO og eiga þess vegna að njóta þeirrar verndar sem aðildarþjóðir skuldbinda sig að veita samkvæmt 5. grein stofnsáttmálans um að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll.  En hernaðartilburðir í flóknum heimspólitískum …

Volkswagen-samsteypan bætist þar með í hóp þeirra framleiðslufyrirtækja sem hafa ákveðið að endurskoða staðsetningu framleiðslu sinnar í ljósi síharðnandi verndarstefnu bandarískra stjórnvalda. Í stað þess að flytja smíðaða Audi-bíla frá Evrópu til Bandaríkjanna, eins og nú er gert, er verið að skoða hvort framleiðsla á bílunum flytjist að hluta til í verksmiðju Volkswagen vestanhafs eða …

Undir lok sumarvertíðarinnar 2018 opnaði Exeter-hótelið við Tryggvagötu og var þá hluti af Keahótelunum. Hótelkeðjan leigði fasteignina af Tryggvagötu ehf. en félag í eigu hjónanna Ólafs Ólafssonar og Ingibjargar Kristjánsdóttur átti þá 60 prósenta hlut í því eignarhaldsfélagi á móti þeim Hjalta Gylfasyni og Jónasi Má Gunnarssyni. Þeir tveir eiga líka byggingafélagið Mannverk sem reisti …

Röð óhappa og slysa í flugi vestanhafs að undanförnu hefur dregið úr trausti almennings. Nú segja 64% Bandaríkjamanna að flug sé öruggur samgöngumáti, samkvæmt nýrri könnun, en hlutfallið var 71% í fyrra. Þá telja 2 af hverjum 10 að flugvélar séu að einhverju leyti háskalegar, 12% fleiri eru þessarar skoðunar nú en í fyrra. Þessi …

Ástralski utanríkisráðherrann Penny Wong hefur varað farþegaflugvélar á leið milli Ástralíu og Nýja-Sjálands við umfangsmiklum æfingum kínverskra herskipa á Tasmaníuhafi.  Ráðherrann endurómar viðvaranir ástralskra flugmálayfirvalda til flugfélaga um að vera á varðbergi þegar farið er um þetta stóra hafsvæði sem teygir sig suðaustur af Ástralíu í átt að Nýja-Sjálandi. Kínversk yfirvöld segja að heræfingarnar á …

Hlutabréf í Nissan hækkuðu í verði um 11% í morgun þegar óstaðfestar fregnir hermdu að japanski bílaframleiðandinn sæktist eftir því að að Tesla eignaðist hlut í fyrirtækinu. Það var Financial Times sem greindi fyrst frá því að hópur japanskra áhrifamanna, meðal annarra fyrrverandi forsætisráðherra, Yoshihide Suga, hygðist setja sig í samband við Tesla og kanna …

Sambandsþingkosningar verða haldnar í Þýskalandi næstkomandi sunnudag og síðasta skoðanakönnun gefur ekki til kynna að Olaf Scholz haldi kanslaraembættinu. Jafnaðarmannaflokkurinn mælist með aðeins 15% fylgi - minna en þjóðernislegi hægriöfgaflokkurinn Alternativ for Tyskland (AfD), sem nýtur ekki aðeins stuðnings Elons Musk, ráðgjafa Trumps forseta, heldur gagnrýndi J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, á Öryggisráðstefnunni í München hefðbundnu …