Fleiri flugferðir en áður og hlutdeild Icelandair hækkar

Icelandair hóf flug til Nashville í Bandaríkjunum í apríl. MYND: BNA AIRPORT

Umferðin um Keflavíkurflugvöll jókst um nærri 13 prósent í nýliðnum apríl og voru áætlunarferðirnar til og frá flugvellinum um 4.200 og hafa þær aldrei áður verið svo margar í apríl samkvæmt ferðagögnum FF7. Þetta met skrifast að mestu á Icelandair því félagið fjölgaði ferðum sínum um 19 prósent í apríl samkvæmt talningu FF7.

Sú viðbót skrifast á tvennt. Í fyrsta lagi þá staðreynd að páskarnir voru í apríl að þessu sinni en undir lok mars í fyrra en eftirspurn eftir flugi eykst vanalega í kringum þessa frídaga. Í öðru lagi skrifast aukningin hjá Icelandair í apríl á fjölgun flugferða seinni hluta morguns og eins í kringum kvöldmatarleytið. Þessir brottfarartímar teljast til svokallaðs tengibanka númer 2 og þar er vísað til þess að farþegar sem ætla alla leið yfir Norður-Atlantshafið fái fleiri valkosti á flugi með Icelandair en þegar félagið takmarkar Ameríkuflugið við seinni hluta dags.

Til marks um þetta flugu þotur Icelandair 47 ferðir til Seattle í apríl en aðeins eina ferð á dag í apríl í fyrra. Ferðunum til Parísar, Amsterdam og Frankfurt var einnig fjölgað svo dæmi séu tekin. Einnig hóf flugfélagið áætlunarflug til bandarísku borgarinnar Nashville um miðjan mánuðinn.

Umsvif Play voru á pari við apríl í fyrra og erlendu félögin bættu litlu við á milli ára. Þar með jókst hlutdeild Icelandair á Keflavíkurflugvelli töluvert, úr 55 prósentum í 59 prósent.

Hlutdeild Play lækkaði úr 21 prósenti niður í 19 prósent. Vægi erlendu flugfélaganna var 22 prósent, tveimur prósentustigum lægra en í apríl í fyrra.

UPPFÆRT: Greinin var uppfærð með því að setja inn talningu FF7 á fjölda áætlunarferða á vegum Icelandair í apríl.

Með áskrift getur þú lesið greinina - Tilboð: 1 mánuður á 1.500 krónur

Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 1 mánuð á fullu verði (2.650 kr. á mánuði) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]

Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.

 

Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér:

 

Nýtt efni

Þau Evrópusambandsríki sem láta sig dreyma um að geta keypt aftur ódýrt rússneskt gas þegar stríðinu í Úkraínu lýkur ættu að hugsa sig tvisvar um, segir forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen: „Þeir tímar þegar Evrópa var háð rússneskri orku ættu að vera að baki. Það væru söguleg mistök að opna aftur fyrir rússneskt …

Gengi hlutabréfa í Alvotech hefur lækkað um 17 prósent frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti tollaáætlun sína þann 2. apríl sl. Lyf bera þó engan toll en Bandaríkjaforseti hefur viðrað þann möguleika að fella niður þessa undanþágu. Ef af því verður þá mun það hafa „hverfandi áhrif“ á tekjur Alvotech af sölu lyfja í …

Danska orkufyrirtækið Ørsted hefur ákveðið að hætta við áform um öflun vindorku á bresku hafsvæði, svonefnt Hornsea 4-verkefni. Fyrirhugað var að framleiða 2,4 GW af vindorku út af strönd Yorkshire en nú hefur verið hætt við það vegna mikils kostnaðar og hættu á töfum, segir Teknisk Ukeblad í Noregi. Vitnað er í fréttatilkynningu um að …

Í næstu viku er fyrirhugað að Donald Trump Bandaríkjaforseti fari í fyrstu opinberu heimsókn sína til Miðausturlanda á kjörtímabilinu og komi m.a. við í Sádi-Arabíu, Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þessi ferð er ekki hvað síst farin til að ganga frá mikilvægum viðskiptasamningum við Arabaríkin auðugu um sölu á bandarískum flugvélum og herbúnaði.  Bloomberg-fréttastofan segist …

Bandarísk yfirvöld safna sífellt meiri upplýsingum um Grænland, samkvæmt fyrirmælum frá Tulsi Gabbard, yfirmanni leyniþjónustunnar, segja tveir nafnlausir heimildarmenn Wall Street Journal. Meðal annars vilji þau fá meiri vitneskju um sjálfstæðishreyfinguna Grænlendinga og hver viðhorf þeirra séu til bandarískrar auðlindanýtingar. Hið umfangsmikla bandaríska leyniþjónustukerfi hefur einnig fengið fyrirmæli um að bera kennsl á þá einstaklinga …

Stjórnendur fasteignafélagsins Reita gáfu það út nú í ársbyrjun að leigusamningar á tveimur af stærstu hótelbyggingum höfuðborgarinnar myndu renna út nú í haust og samið yrði við „annaðhvort við núverandi aðila eða aðra.“ Um er að ræða fasteignirnar sem hýsa starfsemi Nordica hótels við Suðurlandsbraut og Natura hótels við Reykjavíkurflugvöll, bæði eru rekin undir heiti …

Icelandair bauð upp á fjórðungi fleiri sæti í áætlunarflugi nú í apríl í samanburði við apríl í fyrra. Farþegum í millilandaflugi félagsins fjölgaði hlutfallslega meira eða um 26,5 prósent. Sætanýtingin var sú sama og í apríl í fyrra eða 81 prósent og meðalfargjaldið var líka á pari við það sem var í fyrra. Hafa ber …