Hafa stækkað hlutinn í Icelandair

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 28 prósent í ár. Hluturinn er þó fjórðungi dýrari í dag en þegar hann var ódýrastur sl. sumar. MYND: DENVER AIRPORT

Hluturinn í Icelandair kostar í dag rétt um 1 krónu sem er sama verð og borga þurfti fyrir hlutabréf í flugfélaginu í útboðinu sem efnt var til haustið 2020 þegar heimsfaraldurinn hafði lamað samgöngur á milli landa. Gengið í dag er á pari við það sem var fyrir 12 mánuðum síðan en síðastliðið sumar fór það enn þá neðar eða í 84 aura á hlut.

Hjá Íslandsjóðum er líklega ekki reiknað með að þessi staða komi aftur upp í sumar því sjóðastýringarfyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, hefur síðustu 2 vikur keypt nærri 100 milljónir hluta í Icelandair.

Í lok apríl voru Íslandssjóðir skráðir fyrir 397 milljónum hluta í flugfélaginu en nú eru þeir 497 milljónir talsins sem jafngildir 1,21 prósenti af útgefnu hlutafé. Hluturinn hefur því stækkað um fjórðung.

Sjóðir á vegum Íslandssjóða eru auk þess meðal allra stærstu hluthafa Play með samtals um tíu prósenta hlut.

Líkt og Íslandssjóðir þá hefur Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi byggingafyrirtækisins ÞG Verk, nýtt fyrri hluta maímánaðar í að fjárfesta í Icelandair eða fyrir nærri 20 milljónir króna. Þorvaldur á nú 0,92 prósenta hlut í Icelandair.

Með áskrift getur þú lesið greinina - Tilboð: 1 mánuður á 1.500 krónur

Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 1 mánuð á fullu verði (2.650 kr. á mánuði) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]

Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.

 

Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér:

 

Nýtt efni

Það eru 69 norræn fasteignafélög skráð á hlutabréfamarkað. Af þeim eru Reitir það verðmætasta í íslensku kauphöllinni og jafnframt það 11. verðmætasta á Norðurlöndum. Frá þessu var greint á afkomufundi Reita í gær. Þar sagði Guðni Aðalsteinsson, forstjóri fasteignafélagsins, að ekki væri eingöngu ætlunin að auka umsvif rekstursins heldur líka fá inn stærri og fleiri …

Óvenjuleg hlýindi á hálendinu undanfarið hafa leyst nánast allan snjó á neðra vatnasviði Blöndulóns. Allar líkur eru á að þessar vorleysingar nái að fylla Blöndulón og eitthvað vatn muni renna á yfirfalli þess. „Í vetur var einungis um 40% af forðanum í lóninu nýttur og því stóð lónið óvenjulega hátt í upphafi vorflóða. Ýmsar ástæður …

Bandarískir innflytjendur á húsgögnum, fatnaði, skótaui, leikföngum, byggingavörum, varahlutum í bíla - eiginlega á öllu milli himins og jarðar - keppast nú við að tryggja flutning frá Kína. Hver veit hvað gerist eftir að 90 daga tollatilslökuninni sem samþykkt var á dögunum lýkur?  Ástandinu í kínverskum útflutningshöfnum, eins og í Shenzhen í Guangdong-héraði, hefur verið …

Um þriðjungur útflutningstekna Grænlendinga er af ferðaþjónustu en þessir góðu grannar okkar Íslendinga vilja auka tekjurnar og umsvifin í greininni - í sátt og af virðingu við viðkvæm samfélög og náttúru. Þetta er meginstefið í áætluninni sem birt var í vikunni. Hún skýrir hvernig Visit Greenland ætlar með markvissum aðgerðum til verðmætasköpunar að tryggja að …

Um þriðjungur útgjalda Evrópusambandsins fyrir tímabilið 2021 til 2027 rennur til styrktar landbúnaði í aðildarríkjum og nú standa yfir samningar um hvernig hátta eigi styrkjum eftir að þessu tímabili lýkur. Meðal þess sem rætt er um þessar mundir er hvernig bregðast eigi við vatnsþurrð af völdum loftslagsbreytinga og sívaxandi notkunar í iðnrekstri margs konar.  Ein …

Moody´s bendir í rökstuðningi sínum á langvarandi aukningu ríkisskulda og hækkandi vaxtakostnað. Þessi niðurstaða er í mótsögn við þá ímynd sem Donald Trump forseti reynir að skapa af sterkum og blómstrandi efnahag. Moody's telur raunar ekki aðeins við núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum að sakast heldur einnig forvera hennar: „Nokkrar síðustu ríkisstjórnir og þing Bandaríkjanna hafa …

Kauphöllin

Seinnipartinn í gær lauk sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og í dag var góð stemning í Kauphöllinni. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,81 prósent sem var langt umfram það sem var raunin í hinum norrænu kauphöllunum. Í Noregi hækkaði aðalvísitalan um 1,19 prósent og í Danmörku fór vísitalan upp um 0,59 prósent þrátt fyrir að brottrekstur …

Síðustu 65 ár hafa eingöngu fjórir gegnt stöðu forstjóra hjá danska lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk. Aðeins einn þeirra hefur verið rekinn, sá er Lars Fruergaard Jørgensen sem fékk sparkið í morgun. „Já, satt best að segja. Það gerði það,“ sagði hinn 58 ára gamli Jørgensen í stuttu viðtali við danska viðskiptablaðið Børsen um brottreksturinn. Hann hefur …