Hluturinn í Icelandair kostar í dag rétt um 1 krónu sem er sama verð og borga þurfti fyrir hlutabréf í flugfélaginu í útboðinu sem efnt var til haustið 2020 þegar heimsfaraldurinn hafði lamað samgöngur á milli landa. Gengið í dag er á pari við það sem var fyrir 12 mánuðum síðan en síðastliðið sumar fór það enn þá neðar eða í 84 aura á hlut.
Hjá Íslandsjóðum er líklega ekki reiknað með að þessi staða komi aftur upp í sumar því sjóðastýringarfyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, hefur síðustu 2 vikur keypt nærri 100 milljónir hluta í Icelandair.
Í lok apríl voru Íslandssjóðir skráðir fyrir 397 milljónum hluta í flugfélaginu en nú eru þeir 497 milljónir talsins sem jafngildir 1,21 prósenti af útgefnu hlutafé. Hluturinn hefur því stækkað um fjórðung.
Sjóðir á vegum Íslandssjóða eru auk þess meðal allra stærstu hluthafa Play með samtals um tíu prósenta hlut.
Líkt og Íslandssjóðir þá hefur Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi byggingafyrirtækisins ÞG Verk, nýtt fyrri hluta maímánaðar í að fjárfesta í Icelandair eða fyrir nærri 20 milljónir króna. Þorvaldur á nú 0,92 prósenta hlut í Icelandair.
Með áskrift getur þú lesið greinina - Tilboð: 1 mánuður á 1.500 krónur
Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 1 mánuð á fullu verði (2.650 kr. á mánuði) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]
Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.
Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér: