Nú liggur fyrir hvað leigusali Play borgar fyrir að binda enda á leigusamninga

Flugvélaleigur lækkuðu verðskrár sínar í heimsfaraldrinum. Þessi kjör bjóðast ekki í dag og dæmi er um að leigutakar skili vélum fyrir háar greiðslur.

Ein af Boeing Dreamliner þotum Norse Atlantic á Gardermoen-flugvelli. - MYND: NTB/Håkon Mosvold Larsen

Á Covid-árunum sáu sumir tækifæri í stofnum flugfélaga í ljósi þess að lokun landamæra hafði nærri því gert út af við flugrekstur víðast hvar í heiminum. Á þessum tíma buðu flugvélaleigur líka lægri leigu en áður og það munar um minna. Nýleg Airbus-þota, eins og þeir sem Play flýgur, er leigð út fyrir að lágmarki 55 til 65 milljónir á mánuði.

Þrjú norræn flugfélög fóru í loftið þegar heimsfaraldurinn var í rénun, Flyr og Norse í Noregi og hið íslenska Play. Það fyrstnefnda fór á hausinn strax í janúar 2023.

Hin tvö hafa verið rekin með miklu tapi allt frá stofnun og síðustu misseri hafa forsvarsmenn þeirra reynt að bæta reksturinn með því að leigja hluta af flotanum annað. Norse framleigir nú nokkrar þotur til indverska flugfélagsins Indigo og hið úkraínska Skyup hefur gert þriggja ára samning um leigu á fjórum af þeim tíu þotum sem Play er með.

Fyrsta þotan frá Play hefur verið skráð á Skyup og sú er í eigu flugvélaleigunnar AerCap. Þessi írska flugvélaleiga er sú stærsta í heimi og á stóran hluta af flugvélunum sem bæði Play og Norse nota í sinn rekstur. Munurinn er þó sá að Play leigir Airbus-mjóþotur frá AerCap en Norse er með Boeing-breiðþotur.

Stjórnendur norska flugfélagsins náðu samkomulagi við leigufyrirtækið um að skila þremur af 15 þotum fyrir lok leigutíma. Frá þessu var greint í fyrra en þá fengust ekki upplýsingar um hversu mikið AerCap borgaði fyrir að binda enda á leigusamninginn.

Sú upphæð birtist hins vegar í uppgjöri Norse sem birt var nú í morgun. Þar kemur fram að félagið hafi fengið 29 milljónir bandaríkjadollara fyrir skil á einni breiðþotu. Í íslenskum krónum talið jafngildir þetta 3,7 milljörðum. Sem fyrr segir er þetta greiðsla fyrir eina þotu en Norse á eftir að skila tveimur til viðbótar til AerCap.

Þessi innborgun frá flugvélaleigunni setur skiljanlega mark sitt á uppgjör Norse fyrir fyrsta fjórðung ársins. Þar er niðurstaðan tap, fyrir skatt, upp á 14,9 milljónir dollara eða 1,9 milljarða króna. Á sama tíma í fyrra var tapið fjórum sinnum hærra eða 62,8 milljónir dollara.

Ætla má að stjórnendur Play hafi frekar valið að skila ekki þotunum sínum heldur framleigja þær, með áhöfnum í gegnum nýtt maltneskt dótturfélag.

Með áskrift getur þú lesið greinina - Tilboð: 1 mánuður á 1.500 krónur

Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 1 mánuð á fullu verði (2.650 kr. á mánuði) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]

Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.

 

Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér:

 

Nýtt efni

Norska flugfélagið Norse Atlantic gerði upp fyrsta fjórðung ársins í gær og reyndist tapið þá nærri helmingi minna en á sama tíma í fyrra. Betri árangur skrifaðist að miklu leyti á samning um skil á þotum líkt og FF7 fór yfir. Þrátt fyrir bættan rekstur ákvað ítalska skipaveldið Scorpio Holdings að selja öll bréfin sín …

Á nýliðnum vetri flugu þotur Easyjet tvær ferðir í viku til Akureyrar frá London og jafnmargar ferðir frá Manchester. Samtals nýttu 4.490 farþegar sér þessar ferðir í mars samkvæmt nýjum tölum frá breskum flugmálayfirvöldum. Til samanburðar flugu 23.038 farþegar til og frá Akureyri í þessum mánuði. Fimmti hver sem fór um flugstöðina á Akureyri í …

Meðal viðskiptavina írsku flugvélaleigunnar og fjármögnunarfyrirtækisins SMBC er Icelandair, sem tók á móti nýrri A321neo LR-flugvél í Hamborg, þeirri fyrstu frá Airbus sem félagið tekur í notkun. Tvær bætast við á þessu ári og tvær á því næsta. Þessar vélar sem leigðar verða til Íslands eru hluti af löngum pöntunarlista SMBC hjá Airbus og Boeing. …

Efsti hluti Kauphallar

Ýmis met tengd viðskiptum í Kauphöllinni verða sennilega slegin í tengslum við eitt stærsta almenna hlutafjárútboð í sögu íslensks hlutabréfamarkaðar hingað til, útboð Íslandsbanka sem lauk í síðustu viku. Miðvikudagurinn 21. maí 2025 gæti þannig orðið sögulegur dagur því þá fóru fram hvorki meira né minna en 768 viðskipti með bréf Íslandsbanka. Það þyrfti að …

Bretland, Frakkland og Kanada hótuðu Ísrael í þessari viku markvissum refsiaðgerðum ef árásir á Palestínumenn yrðu ekki stöðvaðar og nauðsynleg neyðaraðstoð á Gaza leyfð. Bretar hafa hætt viðræðum við Ísrael um fríverslunarsamning og Frakkar saka Ísrael um skefjalaust ofbeldi og boða að þeir muni viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Þá hefur Kristrún Frostadóttir, ásamt sex öðrum forsætisráðherrum, …

Danski forsætisráðherrann benti á að mun fleiri hafi komið til landsins á meðan íhaldsstjórn Lars Løkke Rasmussen sat á frá 2015 til 2019. Nú leiðir hún en Lars Løkke gegnir embætti utanríkisráðherra í stjórn hennar. Alls fengu 860 manns hæli í Danmörku í fyrra. „Í fyrra var fjöldi þeirra sem fengu hæli í Danmörku sá …

Landsbankinn auglýsti nýverið til sölu fasteignir sínar við Austurstræti og Hafnarstræti í miðborg Reykjavíkur en í þessum húsum voru áður aðalskrifstofur bankans og útibú. Alls eru þetta nærri sex þúsund fermetrar sem verða seldir í einu lagi eftir að ljóst var að ekkert verður af kaupum íslenska ríkisins á hluta af eignunum en Landsbankinn flutti …

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að fyrirtæki með 250 til 750 starfsmenn og veltu allt að 150 milljónum evra, eða sem svarar um 21 milljarði íslenskra króna, falli undir nýjan flokk. Þetta á við um um það bil 38.000 fyrirtæki í sambandsríkjunum. Áður voru þessi fyrirtæki flokkuð í hópi með stærstu fyrirtækjunum. „Með því að draga …