Norska fyrirtækið Mowi er stærsti framleiðandi eldisfisks í heiminum og jafnframt er það meirihlutaeigandi Arctic Fish á Ísafirði. Nú í morgun greindu stjórnendur félagsins frá því að samsteypan hefði slátrað 133 þúsund tonnum á öðrum ársfjórðungi en áður var gert ráð fyrir 130 þúsund tonna framleiðslu.
Þó að aukningin sé ekki mikil hlutfallslega þá tóku fjárfestar þessum tíðindum vel því í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni í Ósló hækkaði gengi bréfanna um fjögur prósent. Dregið hefur úr hækkuninni eftir því sem líður á morguninn.
Í fyrrnefndri tilkynningu er rakið hver rekstrarafkoman er hjá Mowi eftir löndum og þá miðað við framleidd kíló af eldislaxi. Í Noregi er afkoman best eða 1,9 evrur á kíló og þar á eftir koma Skotland og Chile. Í Kanada, Írlandi og Færeyjum er rekstrarafkoman einnig jákvæð.
Það er aðeins reksturinn hér á landi sem stendur ekki undir sér, hér var tap upp á 2,20 evrur á hvert kíló.
Í tilkynningunni segir að þetta skrifist á mjög litla framleiðslu á Íslandi, eða rétt tvö þúsund tonn á öðrum fjórðungi ársins. Það magn er í takt við væntingar en búist er við miklu meiri framleiðslu hjá Arctic Fish á seinni helmingi ársins eða um 9 þúsund tonnum. Á fyrri helmingi ársins slátraði Arctic Fish samtals 5 þúsund tonnum.
Með áskrift getur þú lesið greinina - Sumartilboð: 3 mánaða áskrift með 50% afslætti
Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 3 mánuði á fullu verði (2.650 kr. á mánuði) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]
Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.
Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér: