Breytingar á framkvæmdastjórn Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og hefur síðustu ár keypt tvo vinsæla áfangastaði ferðafólks, Fjaðrárgljúfur og Kerið í Grímsnesi.
MYND: ARCTIC ADVENTURES

Davíð Arnar Runólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures. Hann tekur við stöðunni af Birtu Ísólfsdóttur sem er hætt störfum hjá fyrirtækinu.

Arctic Adventures er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og í framkvæmdastjórn þess sitja sex framkvæmdastjórar auk Ásgeirs Baldurs sem er forstjóri.

Sem framkvæmdastjóri áfangastaða þá mun Davíð Arnar hafa umsjón með uppbyggingu og rekstri Fjaðrárgljúfurs, Óbyggðasetursins, Kersins og Raufarhólshellis sem Arctic Adventures rekur ásamt Kynnisferðum.

„Davíð Arnar hefur víðtæka reynslu úr ferðaþjónustu. Hann hefur starfað sem leiðsögumaður, landvörður og rekstrarstjóri í ferðaþjónustu frá árinu 2016. Nú síðast starfaði Davíð sem framkvæmdastjóri Raufarhólshellis og mun hann halda því starfi áfram samhliða nýju starfi sínu hjá Artic Adventures,“ segir í tilkynningu.

Davíð Arnar Runólfsson. AÐSEND MYND

Davíð starfaði áður hjá CCP og Montana State University, en hann lauk BA-námi í ljósmyndun þaðan. Davíð er einnig með meistaragráðu í ljósmyndafræðum frá háskólanum í Gautaborg.

Nýtt efni

„Þetta eru stærstu fjárlög ESB frá upphafi. Þetta er nauðsynlegt í ljósi þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, á blaðamannafundi í Brussel fyrr í dag. Tillagan var svo lögð fram í Evrópuþinginu af Piotr Serafin, fjárlagastjóra ESB. Þar hélt hann því fram að framkvæmdastjórnin hefði komið …

Helmingshlutur Icelandair í Landsímareitnum við Austurvöll fylgdi ekki þegar flugfélagið seldi hótelkeðju sína og þær fasteignir „sem tilheyra hótelrekstrinum“ árið 2019. Á þessum tíma stóðu yfir framkvæmdir við byggingu á 125 herbergja hóteli við Austurvöll og höfðu Icelandairhótelin tekið fasteignina á leigu. Það er félagið Lindarvatn sem á hótelbygginguna, Icelandair Group á helminginn í því …

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mjög líklegt að tollar verði lagðir á lyfjavörur og þá jafnvel fyrir lok þessa mánaðar. Gjöld á hálfleiðara gætu einnig verið væntanleg að sögn forsetans. „Við munum byrja með lága tolla og gefa lyfjafyrirtækjum eitt ár eða svo til að byggja og svo munu tollarnir verða mjög háir,“ sagði forsetinn og …

„Fyrir lítil hagkerfi sem eru háð útflutningi eins og Ísland er þá geta tollahækkanir haft bein og óbein neikvæð áhrif á markaðsaðgang og samkeppnisstöðu. Ísland hefur fram til þessa verið í lægsta tollaþrepi Bandaríkjanna sem er 10% og vænta Samtök iðnaðarins að svo verði áfram,“ segir í svari samtakanna við fyrirspurn FF7 um viðbrögð við …

Davíð Arnar Runólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures. Hann tekur við stöðunni af Birtu Ísólfsdóttur sem er hætt störfum hjá fyrirtækinu. Arctic Adventures er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og í framkvæmdastjórn þess sitja sex framkvæmdastjórar auk Ásgeirs Baldurs sem er forstjóri. Sem framkvæmdastjóri áfangastaða þá mun Davíð Arnar hafa umsjón með uppbyggingu …

Það var Boeing Max 8-þota á vegum Icelandair sem skemmdist þegar landgangi var ekið á flugvél á Keflavíkurflugvelli á laugardagsmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair liggur ekki enn ljóst fyrir hversu langan tíma viðgerð tekur en flugfélagið er í samskiptum við flugvélaframleiðandann, Boeing, vegna málsins. Icelandair nýtir aðra flugvél til að sinna verkefnum Max-þotunnar meðan viðgerð …

Norska fyrirtækið Mowi er stærsti framleiðandi eldisfisks í heiminum og jafnframt er það meirihlutaeigandi Arctic Fish á Ísafirði. Nú í morgun greindu stjórnendur félagsins frá því að samsteypan hefði slátrað 133 þúsund tonnum á öðrum ársfjórðungi en áður var gert ráð fyrir 130 þúsund tonna framleiðslu. Þó að aukningin sé ekki mikil hlutfallslega þá tóku …

Evrópusambandið hyggst svara tollum Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að leggja álögur á bandarískan innflutning að verðmæti 72 milljarða evra. Frá þessu greindi viðskiptastjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Slóvakinn Maros Sefcovic, fyrr í dag. Stuðningur ríkir meðal allra aðildarríkja ESB um mótvægisaðgerðir ef til þess kemur að Bandaríkin leggi á 30 prósenta toll á innflutning frá löndunum 27. …