Hætt við að hærri tollar á Evrópu yrðu neikvæðir fyrir Ísland 

„Hættan eykst á því að bandarískum stjórnvöldum finnist þau verða að standa við hótanir sínar eða viðræður fari út um þúfur,“ segir aðalhagfræðingur Kviku um stöðuna í tollastríði Bandaríkjaforseta við heimsbyggðina. Honum þykja viðbrögðin á mörkuðum, við síðasta leik forsetans, einkennast af fullmikilli værukærð.

Hafsteinn Hauksson er aðalhagfræðingur Kviku. MYND: KVIKA

Donald Trump forseti Bandaríkjanna boðaði í byrjun apríl 10 prósenta toll á innflutning frá Íslandi og tvöfalt hærri toll á aðildarlönd Evrópusambandsins. Nú hótar hann 30 prósenta tolli á ESB og hyggst hækka lægsta tollþrepið upp í „15 eða 20 prósent.“ Þessar hækkanir eiga að taka gildi þann 1. ágúst nk. nema samið verði um annað. 

Spurður út í nýjasta útspil Trump segir Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku, að svo virðist sem hótunin um 30 prósenta toll á ESB hafi komið evrópskum leiðtogum í opna skjöldu. 

„Markaðir hafa tekið þessari stigmögnun af mikilli ró,“ segir Hafsteinn og vísar til smávægilegra lækkana á hlutabréfavísitölum í Evrópu og Bandaríkjunum. Viðbrögðin séu því ekkert í líkingu við þær miklu lækkanir sem urðu í byrjun apríl þegar tollastríðið hófst.

„Það er í takti við TACO-kenninguna svokölluðu – „Trump Always Chickens Out“. Með öðrum orðum treysta fjárfestar því að bandarísk stjórnvöld falli frá verstu tollaáformunum þegar á hólminn er komið eftir ítrekaða frestun tolla á undanförnum mánuðum. 

Þess vegna er nú eiginlega á mörkunum að það borgi sig að elta ólar við þessar bréfaskriftir bandarískra stjórnvalda. Líklegast er hótuninni einkum ætlað að styrkja samningsstöðu Bandaríkjanna á lokaspretti viðræðnanna og tímamörkunum í byrjun ágúst ætlað að reka á eftir niðurstöðum,“ segir Hafsteinn.

Að standa við stóru orðin

Aðalhagfræðingur Kviku bendir þó á að þessi stigmögnun í tollastríðinu geti verið hættuspil.

„Hættan eykst á því að bandarískum stjórnvöldum finnist þau verða að standa við hótanir sínar eða viðræður fari út um þúfur en ESB hefur undirbúið gagnaðgerðir og hefndartolla. Mér finnst viðbrögðin á mörkuðum því einkennast af fullmikilli værukærð,“ útskýrir aðalhagfræðingur Kviku sem telur þó ólíklegt að enn frekari hækkun tolla myndi leiða til kreppu eða alvarlegs samdráttar í Evrópu. Sérstaklega í ljósi þess að Evrópusambandið er í óðaönn við að ráðast í aukna opinbera fjárfestingu í varnarmálum og innviðum og efla viðskipti innan sambandsins.

„Hærri tollar yrðu dragbítur á evrópskan útflutning og þar með hagvöxt, en 30 prósenta tollar eru enn hærri en alvarlegasta sviðsmynd Evrópska seðlabankans gerði ráð fyrir í hagspá sinni í júní. Líklega myndi árlegur hagvöxtur á næstu árum verða allt að hálfu prósenti minni en ella, en minni efnahagsumsvif myndu jafnframt draga úr verðbólguþrýstingi í álfunni.“

Ábyrgðarlaust að fagna tollabilinu

Sem fyrr segir er Ísland enn í lægsta tollaþrepinu hjá Trump en það hljóðar upp á 10 prósenta almennan toll. Hafsteinn segir að ef það haldist óbreytt á sama tíma og enn hærri tollar yrðu lagðir á innflutning frá ESB þá myndi hlutfallslega samkeppnisstaða íslenskra útflytjenda styrkjast.

„Ég held nú samt að það væri ábyrgðarlaust að fagna því eitthvað sérstaklega. Hættan er sú að nettóáhrif hærri tolla á Evrópu yrðu neikvæð fyrir íslenskt hagkerfi, enda er líklegt að hækkun tolla leiði af sér bakslag í eftirspurn og milliríkjaverslun á heimsvísu – og fyrir hagkerfi sem stendur undir 40% landsframleiðslu sinnar með útflutningi eru það aldrei góðar fréttir. 

Við höfum þegar séð vöruútflutning linast aðeins á öðrum ársfjórðungi og þótt ferðaþjónustan hafi enn sem komið er staðið þessar vendingar ótrúlega vel af sér þá felur tollaóvissan í sér aukna áhættu fyrir íslenskan útflutning,“ segir Hafsteinn um stöðu Íslands á sviði heimsviðskipta miðað við nýjustu yfirlýsingar Hvíta hússins.

Með áskrift getur þú lesið greinina - Sumartilboð: 3 mánaða áskrift með 50% afslætti

Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 3 mánuði á fullu verði (2.650 kr. á mánuði) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]

Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.

 

Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér:

 

Nýtt efni

„Þetta eru stærstu fjárlög ESB frá upphafi. Þetta er nauðsynlegt í ljósi þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, á blaðamannafundi í Brussel fyrr í dag. Tillagan var svo lögð fram í Evrópuþinginu af Piotr Serafin, fjárlagastjóra ESB. Þar hélt hann því fram að framkvæmdastjórnin hefði komið …

Helmingshlutur Icelandair í Landsímareitnum við Austurvöll fylgdi ekki þegar flugfélagið seldi hótelkeðju sína og þær fasteignir „sem tilheyra hótelrekstrinum“ árið 2019. Á þessum tíma stóðu yfir framkvæmdir við byggingu á 125 herbergja hóteli við Austurvöll og höfðu Icelandairhótelin tekið fasteignina á leigu. Það er félagið Lindarvatn sem á hótelbygginguna, Icelandair Group á helminginn í því …

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mjög líklegt að tollar verði lagðir á lyfjavörur og þá jafnvel fyrir lok þessa mánaðar. Gjöld á hálfleiðara gætu einnig verið væntanleg að sögn forsetans. „Við munum byrja með lága tolla og gefa lyfjafyrirtækjum eitt ár eða svo til að byggja og svo munu tollarnir verða mjög háir,“ sagði forsetinn og …

„Fyrir lítil hagkerfi sem eru háð útflutningi eins og Ísland er þá geta tollahækkanir haft bein og óbein neikvæð áhrif á markaðsaðgang og samkeppnisstöðu. Ísland hefur fram til þessa verið í lægsta tollaþrepi Bandaríkjanna sem er 10% og vænta Samtök iðnaðarins að svo verði áfram,“ segir í svari samtakanna við fyrirspurn FF7 um viðbrögð við …

Davíð Arnar Runólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures. Hann tekur við stöðunni af Birtu Ísólfsdóttur sem er hætt störfum hjá fyrirtækinu. Arctic Adventures er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og í framkvæmdastjórn þess sitja sex framkvæmdastjórar auk Ásgeirs Baldurs sem er forstjóri. Sem framkvæmdastjóri áfangastaða þá mun Davíð Arnar hafa umsjón með uppbyggingu …

Það var Boeing Max 8-þota á vegum Icelandair sem skemmdist þegar landgangi var ekið á flugvél á Keflavíkurflugvelli á laugardagsmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair liggur ekki enn ljóst fyrir hversu langan tíma viðgerð tekur en flugfélagið er í samskiptum við flugvélaframleiðandann, Boeing, vegna málsins. Icelandair nýtir aðra flugvél til að sinna verkefnum Max-þotunnar meðan viðgerð …

Norska fyrirtækið Mowi er stærsti framleiðandi eldisfisks í heiminum og jafnframt er það meirihlutaeigandi Arctic Fish á Ísafirði. Nú í morgun greindu stjórnendur félagsins frá því að samsteypan hefði slátrað 133 þúsund tonnum á öðrum ársfjórðungi en áður var gert ráð fyrir 130 þúsund tonna framleiðslu. Þó að aukningin sé ekki mikil hlutfallslega þá tóku …

Evrópusambandið hyggst svara tollum Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að leggja álögur á bandarískan innflutning að verðmæti 72 milljarða evra. Frá þessu greindi viðskiptastjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Slóvakinn Maros Sefcovic, fyrr í dag. Stuðningur ríkir meðal allra aðildarríkja ESB um mótvægisaðgerðir ef til þess kemur að Bandaríkin leggi á 30 prósenta toll á innflutning frá löndunum 27. …