Seðlabanki Svíþjóðar tilkynnti nú í morgun að stýrivextir yrðu óbreyttir í 2 prósentum. Almennt var búist við að niðurstaðan yrði þessi.
Á síðasta fundi í júní voru stýrivextir lækkaðir um 0,25 prósentustig.
Sænski seðlabankastjórinn telur enn vera líkur á frekari lækkun á þessu ári. Ársverðbólga mælist nú 3 prósent í Svíþjóð og hækkaði um 0,2 prósntustig milli júní og júlí.