Innflutningur Evrópusambandsins á fljótandi jarðgasi frá Rússlandi jókst verulega á fyrri helmingi ársins, þrátt fyrir stríðsrekstur landsins í Úkraínu.
Samkvæmt hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, var á fyrstu sex mánuðum ársins keypt jarðgas fyrir 640 milljarða króna frá Rússlandi.
Þetta var aukning um næstum 30 prósent frá sama tímabili í fyrra.
Evrópusambandið hefur sett viðskiptabann á rússneska olíu og kol, en hefur undanskilið fljótandi jarðgas þar sem nokkur aðildarríki eru háð innflutningi frá Rússlandi.
Bandaríkin selja Evrópusambandinu mest allra af gasi eða um 45 prósent af heildarnotkuninni. Verðmæti þeirra viðskipta á fyrri hluta ársins nam um 2 þúsund milljörðum króna.
©NTB
Með áskrift getur þú lesið greinina - Tilboð: Áskrift í 1 ár fyrir 19.500 kr. - fullt verð 25.440 kr.
Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 1 ár á fullu verði en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]
Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.
Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér: