Fá helmingi lægri vexti

Boeing Dreamliner þota á vegum Norse Atlantic. Hluthafar félagsins gáfu samþykki fyrir útgáfu skuldabréfa upp á 3,7 milljarða króna í dag. MYND: NORSE ATLANTIC

Það er margt líkt með norrænu flugfélögunum Play og Norse Atlantic. Bæði fóru í loftið í heimsfaraldrinum og hafa síðan þá tapað tugum milljarða króna. Hjá báðum hefur áætlunarflug verið skorið niður síðustu mánuði og í staðinn lögð áhersla á að framleigja þoturnar, sem fengust á góðum kjörum í Covid, til annarra flugfélaga.

Play og Norse Atlantic eiga það líka sameiginlegt að hafa nú í ágúst fengið samþykki fyrir útgáfu tveggja ára skuldabréfa.

Hluthafar þess íslenska gáfu samþykki sitt síðastliðinn föstudag fyrir einu skuldabréfi upp á 2,4 milljarða og öðru upp á 450 milljónir króna. Bera bréfin 17,5 prósenta vexti.

Fyrr í dag var röðin komin að hluthöfum Norse Atlantic að taka afstöðu til skuldabréfaútgáfu upp á 30 milljónir dollara eða um 3,7 milljarða króna. Upphæðina á að nota til að gera upp óhagstætt lán eins og FF7 fór yfir í vikunni. Hluthafar samþykktu þessi viðskipti og í tilkynningu frá norska flugfélaginu kemur fram að vextirnir verði 8,5 prósent eða helmingi lægri en í tilviki Play.

Norse Atlantic upplýsir jafnframt að stofnandi félagsins og stærsti hluthafi, Bjørn Tore Larsen, leggi til 8,85 milljónir dollara af heildarupphæð skuldabréfanna og næststærsti hluthafinn kemur með 5 milljónir dollara.

Play gaf það út fyrr í sumar að „stærstu eigendur félagsins og nýir íslenskir fjárfestar“ ætli að taka þátt í skuldabréfaútgáfunni en ekki verður upplýst nánar um þátttökuna samkvæmt svörum frá flugfélaginu. Líkt og FF7 hefur áður farið yfir þá ætluðu tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafa Play ekki að taka þátt

Með áskrift getur þú lesið greinina - Tilboð: Áskrift í 1 ár fyrir 19.500 kr. - fullt verð 25.440 kr.

Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 1 ár á fullu verði en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]

Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.

 

Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér:

 

Nýtt efni
Efsti hluti Kauphallar

Rekstrartekjur skráðu fasteignafélaganna fjögurra Eikar, Heima, Kaldalóns og Reita námu samtals um 25 milljörðum króna á fyrri helmingi árs 2025 samkvæmt nýbirtum uppgjörum. Það er 9,5% aukning frá sama tímabili í fyrra. Hlutfallslega var tekjuaukningin mest hjá Kaldalóni eða 23,7%. Reitir bættu við sig 833 milljónum króna í tekjur sem jafngildir 10,5% aukningu. Eik fasteignafélag …

Sérstakar opinberar álögur á súkkulaði, sælgæti og kaffi í Danmörku verða felldar niður á næstunni. Frá þessu greinir Troels Lund Poulsen, formaður Venstre og varnarmálaráðherra Danmerkur, nú í morgunsárið.  Kaffigjaldið sem sett var á árið 1930 sem eins konar skattur á munaðarvöru heyrir brátt sögunni til en hann nemur 6,39 dönskum krónum á hálft kíló …

Það er margt líkt með norrænu flugfélögunum Play og Norse Atlantic. Bæði fóru í loftið í heimsfaraldrinum og hafa síðan þá tapað tugum milljarða króna. Hjá báðum hefur áætlunarflug verið skorið niður síðustu mánuði og í staðinn lögð áhersla á að framleigja þoturnar, sem fengust á góðum kjörum í Covid, til annarra flugfélaga. Play og …

„Þetta er mikilvægur og stefnumarkandi samningur sem við styðjum heilshugar. Fjöldi geira, þar á meðal bílageirinn, lyfjageirinn, framleiðsla örgjörva og timburs, munu njóta góðs af honum,“ segir Maros Sefcovic, viðskiptastjóri ESB, við kynningu á samningnum fyrr í dag. 15 prósenta tollur á innflutning evrópskra bíla til Bandaríkjanna gildir afturvirkt frá 1. ágúst samkvæmt samkomulaginu. Tollurinn …

Í Noregi er DNB-bankinn sá stærsti og heildareignir hans eru um átta sinnum meiri en alls íslenska bankakerfisins. Kjerstin Braathen er bankastjóri DNB og í aðdraganda kosninga til norska þingsins biður hún norska stjórnmálamenn um að setja ekki sambandið við Evrópu í hættu. Vísar hún meðal annars til þess að Framfaraflokkurinn tali um að endursemja …

Ungverska flugfélagið Wizz Air hefur lengi verið umsvifamikið á Keflavíkurflugvelli en hefur dregið mikið úr Íslandsflugi síðustu misseri. Nú í byrjun mánaðar hóf félagið á ný flug til Ísrael, eftir tveggja mánaða hlé, þrátt fyrir kröfur víða um viðskiptaþvinganir gagnvart landinu í ljósi þjóðernishreinsunar á Gaza og hernaðar á svæðinu. Stjórnendur Wizz Air ætla ekki að …

Það kom ráðamönnum víða um heim í opna skjöldu þegar lokaútgáfa af tollaáformum Donald Trump Bandaríkjaforseta var birt um síðustu mánaðamót. Hér á landi var búist við að Ísland yrði í neðsta þrepi og íslenskur útflutningur til Bandaríkjanna yrði þá tollaður um 10 prósent. Í aðdraganda ákvörðunarinnar hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra meðal annars bent …

Peningastefnunefnd Seðlabankans birti fyrir stuttu ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,50 prósentum eins og almennt var búist við. Allir nefndarmenn studdu þessa ákvörðun. Meginvextir hér á landi eru mun hærri en í nágrannalöndunum og á evrusvæðinu. Það sama á við um verðbólgu þótt þar sé munurinn minni eins og sjá má hér …