Það er margt líkt með norrænu flugfélögunum Play og Norse Atlantic. Bæði fóru í loftið í heimsfaraldrinum og hafa síðan þá tapað tugum milljarða króna. Hjá báðum hefur áætlunarflug verið skorið niður síðustu mánuði og í staðinn lögð áhersla á að framleigja þoturnar, sem fengust á góðum kjörum í Covid, til annarra flugfélaga.
Play og Norse Atlantic eiga það líka sameiginlegt að hafa nú í ágúst fengið samþykki fyrir útgáfu tveggja ára skuldabréfa.
Hluthafar þess íslenska gáfu samþykki sitt síðastliðinn föstudag fyrir einu skuldabréfi upp á 2,4 milljarða og öðru upp á 450 milljónir króna. Bera bréfin 17,5 prósenta vexti.
Fyrr í dag var röðin komin að hluthöfum Norse Atlantic að taka afstöðu til skuldabréfaútgáfu upp á 30 milljónir dollara eða um 3,7 milljarða króna. Upphæðina á að nota til að gera upp óhagstætt lán eins og FF7 fór yfir í vikunni. Hluthafar samþykktu þessi viðskipti og í tilkynningu frá norska flugfélaginu kemur fram að vextirnir verði 8,5 prósent eða helmingi lægri en í tilviki Play.
Norse Atlantic upplýsir jafnframt að stofnandi félagsins og stærsti hluthafi, Bjørn Tore Larsen, leggi til 8,85 milljónir dollara af heildarupphæð skuldabréfanna og næststærsti hluthafinn kemur með 5 milljónir dollara.
Play gaf það út fyrr í sumar að „stærstu eigendur félagsins og nýir íslenskir fjárfestar“ ætli að taka þátt í skuldabréfaútgáfunni en ekki verður upplýst nánar um þátttökuna samkvæmt svörum frá flugfélaginu. Líkt og FF7 hefur áður farið yfir þá ætluðu tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafa Play ekki að taka þátt.
Með áskrift getur þú lesið greinina - Tilboð: Áskrift í 1 ár fyrir 19.500 kr. - fullt verð 25.440 kr.
Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 1 ár á fullu verði en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]
Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.
Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér: