Ársverðbólga mælist nú 3,8 prósent sem er lækkun um 0,2 prósentustig frá mælingunni í júlí. Greinendur áttu frekar von á hækkun á milli mánaða. Sem fyrr skrifast verðbólgan að mestu á húsnæðisliðinn sem hækkað hefur um 6,4 prósent síðastliðna 12 mánuði. Ef þessi liður er tekinn út fyrir sviga þá mælist ársverðbólga 2,8 prósent að því er fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar.
Sú undirvísitala sem sveiflast einna mest milli mánaða er sú sem mælir verð á flugi til og frá Íslandi. Þessi vísitala lækkaði sem fyrr á milli júlí og ágúst eða um 12 prósent sem er meira en síðustu ár því þá hefur lækkunin numið 7 til 9 prósentum milli þessara tveggja mánaða.
Vísitalan fyrir flugfargjöld til útlanda er núna á svipuðum stað og í fyrra en töluvert undir því sem var árið 2016 en leita þarf svo langt aftur til að finna ár þar sem bæði íslensku alþjóðaflugfélögin voru rekin með hagnaði.
Með áskrift getur þú lesið greinina - Tilboð: 2 mánuðir fyrir 1
Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 2 mánuði á fullu verði (2.650 kr.) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]
Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.
Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér: