Það voru rúmlega helmingi fleiri Svisslendingar sem flugu héðan í júlí síðastliðnum samkvæmt mati rannsóknarfyrirtækisins Maskínu sem er með það verkefni frá Ferðamálastofu að flokka brottfararfarþega á Keflavíkurflugvelli eftir þjóðernum.
Fulltrúar Maskínu standa í 130 klukkustundir í mánuði við öryggishliðin á Keflavíkurflugvelli og biðja farþega um að sýna vegabréf svo hægt sé skrá þjóðerni þeirra. Þessi gögn eru svo nýtt til að áætla fjölda farþega eftir þjóðernum og sem fyrr segir var það niðurstaðan í júlí að það hefðu 54 prósent fleiri Svisslendingar flogið úr landi í síðasta mánuði en á sama tíma í fyrra. Þar með hafði verið sett met í fjölda svissneskra túrista á Íslandi í júlí.
Nýjar gistináttatölur Hagstofunnar sýna hins vegar að í síðasta mánuði fjölgaði gistinóttum Svisslendinga á íslenskum hótelum um aðeins þrjá af hundraði eins og sjá má hér fyrir neðan. Þessi mikli ferðamannastraumur skilaði sér því ekki inn á hótelin en Hagstofan gefur ekki upp þjóðerni gesta sem velur aðra gistikosti en hótel.
Reyndar hafa viðskipti Svisslendinga við íslensk hótel verið mjög stöðug í júlímánuði síðustu ár því gistinæturnar eru álíka margar ár frá ári. Aftur á móti sýna talningar Ferðamálastofu miklar sveiflur í fjölda Svisslendinga á leið úr landi. Í júlí 2023 voru til að mynda taldir óvenju fáir með svissneskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli en þrátt fyrir það tóku hóteleigendur ekki eftir niðursveiflu í komum Svisslendinga, gistinæturnar voru álíka margar og áður.
Þessir tveir mælikvarðar á gang mála í ferðaþjónustunni, stærstu útflutningsgrein landsins, gefa því ekki alltaf sömu mynd af stöðunni.
Með áskrift getur þú lesið greinina - Tilboð: 2 mánuðir fyrir 1
Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 2 mánuði á fullu verði (2.650 kr.) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]
Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.
Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér: