Ferðamannastraumurinn frá Sviss skilaði sér ekki inn á hótelin

Tveir helstu mælikvarðar á gang mála í ferðaþjónustu hér á landi eru því síður en svo alltaf samstíga. Hér er eitt dæmi af mörgum um það.

Hverjar þjóðar eru ferðamennirnir sem hingað koma? MYND: ÓJ

Það voru rúmlega helmingi fleiri Svisslendingar sem flugu héðan í júlí síðastliðnum samkvæmt mati rannsóknarfyrirtækisins Maskínu sem er með það verkefni frá Ferðamálastofu að flokka brottfararfarþega á Keflavíkurflugvelli eftir þjóðernum.

Fulltrúar Maskínu standa í 130 klukkustundir í mánuði við öryggishliðin á Keflavíkurflugvelli og biðja farþega um að sýna vegabréf svo hægt sé skrá þjóðerni þeirra. Þessi gögn eru svo nýtt til að áætla fjölda farþega eftir þjóðernum og sem fyrr segir var það niðurstaðan í júlí að það hefðu 54 prósent fleiri Svisslendingar flogið úr landi í síðasta mánuði en á sama tíma í fyrra. Þar með hafði verið sett met í fjölda svissneskra túrista á Íslandi í júlí.

Nýjar gistináttatölur Hagstofunnar sýna hins vegar að í síðasta mánuði fjölgaði gistinóttum Svisslendinga á íslenskum hótelum um aðeins þrjá af hundraði eins og sjá má hér fyrir neðan. Þessi mikli ferðamannastraumur skilaði sér því ekki inn á hótelin en Hagstofan gefur ekki upp þjóðerni gesta sem velur aðra gistikosti en hótel.

Reyndar hafa viðskipti Svisslendinga við íslensk hótel verið mjög stöðug í júlímánuði síðustu ár því gistinæturnar eru álíka margar ár frá ári. Aftur á móti sýna talningar Ferðamálastofu miklar sveiflur í fjölda Svisslendinga á leið úr landi. Í júlí 2023 voru til að mynda taldir óvenju fáir með svissneskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli en þrátt fyrir það tóku hóteleigendur ekki eftir niðursveiflu í komum Svisslendinga, gistinæturnar voru álíka margar og áður.

Þessir tveir mælikvarðar á gang mála í ferðaþjónustunni, stærstu útflutningsgrein landsins, gefa því ekki alltaf sömu mynd af stöðunni.

Með áskrift getur þú lesið greinina - Tilboð: 2 mánuðir fyrir 1

Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 2 mánuði á fullu verði (2.650 kr.) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]

Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.

 

Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér:

 

Nýtt efni
Play

Hluti af starfsfólki Play hefur nú fyrir mánaðamót fengið uppsagnarbréf. Aðspurður um stöðuna þá bendir Birgir Olgeirsson talsmaður flugfélagsins á að það hafi verið gefið út að frá og með komandi vetri verði félagið með fjórar þotur á Íslandi og sex verði í leiguverkefnum í Evrópu. „Við þessa breytingu mun fjöldi starfa í áhöfnum á …

Í áratugi hefur TV4 verið vinsælasta einkarekna sjónvarpsstöðin í Svíþjóð en stöðin hefur notað sama dreifikerfi og ríkisrásirnar og verið í opinni dagskrá. Reksturinn byggði því lengst af á auglýsingasölu en með tilkomu netsins náði fyrirtækið inn áskriftartekjum í gegnum app sem kallast TV4 Play. Útsendingar frá vinsælum íþróttaviðburðum hafa til að mynda verið takmarkaðar …

Það voru rúmlega helmingi fleiri Svisslendingar sem flugu héðan í júlí síðastliðnum samkvæmt mati rannsóknarfyrirtækisins Maskínu sem er með það verkefni frá Ferðamálastofu að flokka brottfararfarþega á Keflavíkurflugvelli eftir þjóðernum. Fulltrúar Maskínu standa í 130 klukkustundir í mánuði við öryggishliðin á Keflavíkurflugvelli og biðja farþega um að sýna vegabréf svo hægt sé skrá þjóðerni þeirra. …

Verulega hefur dregið úr væntingum danskra ráðamanna til afkomu Novo Nordisk og hefur hagvaxtarspá stjórnvalda fyrir árið 2025 verið lækkuð úr 3 prósentum niður í 1,4 prósent. Þrátt fyrir lækkunina er búist við auknum kaupmætti og minni verðbólgu að því fremur í frétt TV2. Danska ríkisstjórnin kynnir fjárlagafrumvarp sitt fyrir árið 2026 nú í morgunsárið. …

Þó að ársverðbólga hafi lækkað nú í ágúst niður í 3,8 prósent, þvert á spár, þá er verðbólgudraugurinn ekki unninn samkvæmt mati greiningadeildar Arion banka á stöðunni eftir birtingu verðlagsmælinga Hagstofunnar nú í morgun. „Áfram er útlit fyrir að draugurinn klifri yfir vikmarkamúrinn (4%) á næstu mánuðum og dansi á honum fram á næsta ár. …

Ársverðbólga mælist nú 3,8 prósent sem er lækkun um 0,2 prósentustig frá mælingunni í júlí. Greinendur áttu frekar von á hækkun á milli mánaða. Sem fyrr skrifast verðbólgan að mestu á húsnæðisliðinn sem hækkað hefur um 6,4 prósent síðastliðna 12 mánuði. Ef þessi liður er tekinn út fyrir sviga þá mælist ársverðbólga 2,8 prósent að …

Yfir vetrarmánuðina eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna á Íslandi og vanalega eru þeir fleiri hér í febrúar en samanlagt yfir sumarmánuðina þrjá. Vetrarferðir Breta eru því mikilvægur hluti þess að halda íslenskri ferðaþjónustu gangandi allt árið um kring. Breskum túristum hér á landi fækkaði síðastliðinn vetur samkvæmt mati Ferðamálastofu og tölur flugmálayfirvalda í Bretlandi …

Tekjur tæknifyrirtækisins Nvidia námu 46,7 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi sem er mikið stökk frá 30 milljarða veltunni á sama tímabili í fyrra. Greinendur áttu reyndar von á verulegri hækkun því spár þeirra gerðu að jafnaði ráð fyrir tekjum upp á 46,2 milljarða dala. Spá fyrirtækisins sjálfs hljóðaði upp á 45 milljarða dala í tekjur. …