Stærstu gróðurreldarnir sem logað hafa í Frakklandi í sumar verða stöðugt umfangsmeiri og nálgast landamæri Spánar. Forsætisráðherra Frakklands, François Bayrou, segir eldana „fordæmalausar hamfarir“ og að þessir atburðir tengist hnattrænum loftslagsbreytingum og þurrkum.
Forsætisráðherrann er staddur í Occitaine-héraðinu, en það hefur orðið fyrir áhrifum af eldunum sem þekja yfir 160 ferkílómetra svæði, samkvæmt franska blaðinu Le Monde. 2.150 slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum þeirra.
Einn er látinn og tilkynnt hefur verið um 13 slasaða, þar af 11 slökkviliðsmenn, samkvæmt upplýsingum yfirvalda. Þessir eldar eru taldir þeir umfangsmestu í Frakklandi í 80 ár.
Breytingar á veðri hafa aukið trú slökkviliðsmanna á að það takist að hemja gróðureldana.

©NTB