„Fordæmalausar hamfarir“

Stærsti skógareldurinn sem geisað hefur í sumar logar nú nærri Durban-Corbieres í Suður-Frakklandi - MYND: AP/ Hernan Munoz

Stærstu gróðurreldarnir sem logað hafa í Frakklandi í sumar verða stöðugt umfangsmeiri og nálgast landamæri Spánar. Forsætisráðherra Frakklands, François Bayrou, segir eldana „fordæmalausar hamfarir“ og að þessir atburðir tengist hnattrænum loftslagsbreytingum og þurrkum.

Forsætisráðherrann er staddur í Occitaine-héraðinu, en það hefur orðið fyrir áhrifum af eldunum sem þekja yfir 160 ferkílómetra svæði, samkvæmt franska blaðinu Le Monde. 2.150 slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum þeirra.

Einn er látinn og tilkynnt hefur verið um 13 slasaða, þar af 11 slökkviliðsmenn, samkvæmt upplýsingum yfirvalda. Þessir eldar eru taldir þeir umfangsmestu í Frakklandi í 80 ár.

Breytingar á veðri hafa aukið trú slökkviliðsmanna á að það takist að hemja gróðureldana.

Þessi mynd frá Almannavörnum Frakklands sýnir slökkviliðsmenn berjast við gróðurelda nærri landamærunum að Spáni – MYND: AP/Securite Civile

©NTB

Nýtt efni

Verðmæti innflutnings og útflutnings í viðskiptum Þjóðverja og Bandaríkjamanna nam 125 milljörðum evra á fyrri helmingi ársins 2025 á sama tíma og viðskiptin við Kínverja fóru í 122,8 milljarða, samkvæmt útreikningum Reuters.  Í átta ár í röð hafði Kína verið helsta viðskiptaland Þjóðverja eða fram til ársins í fyrra þegar Bandaríkin veltu því úr þeim …

Í tilkynningu Turkish Airlines til kauphallar í morgun vegna áforma um að gera bindandi tilboð í minnihluta í Air Europa segir að fjárfestingin hafi verið metin í samræmi við langtímamarkmið fyrirtækisins um að styrkja sinn hag. Tyrkneska þjóðarflugfélagið er með höfuðstöðvar í Istanbúl og flýgur til fleiri staða utan heimalands en nokkurt annað flugfélag. Það …

Ný hitamet eru slegin, miklir gróðureldar og háskaleg flóð - allt hefur þetta einkennt sumarið 2025. Strax í maí mældist hiti yfir 50 gráðum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þann 1. ágúst náði hitinn 51,8 gráðum, sem er rétt undir hitameti landsins. „Öfgakenndar breytingar á hitastigi og áköf úrkoma eru tíðari,“ segir Sonia Seneviratne við fréttastofuna …

Play tapaði rétt tæpum 2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýju uppgjöri en á sama tímabili í fyrra nam tapið 1,4 milljörðum. Stjórnendur Play vöruðu fjárfesta við auknum taprekstri þann 21. júlí sl. og sögðu lakari afkomu að mestu skrifast á þætti sem „félagið hefur ekki áhrif á.“ Var þar vísað til hækkunar krónunnar, …

Kauphöll séð frá Suðurlandsbraut

Það fóru fram nærri ellefu þúsund viðskipti á íslenska hlutabréfamarkaðnum í júlí sem er veruleg viðbót frá sama mánuði í fyrra og veltan jókst um 20 milljarða króna milli ára.  Fjöldi viðskipta rúmlega tvöfaldast Greinarhöfundur hefur 20 ára reynslu á fjármálamarkaði, bæði sem sérfræðingur í eignastýringu og verðbréfamiðlari hjá Arion banka, og er nú einn …

Á þessum tíma í fyrra nýtti Play 10 þotur í áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli en núna eru þær sjö. Frá og með haustinu fækkar þeim niður í fjórar og því má segja að niðurskurðurinn í Íslandsflugi Play sé að hálfu kominn til framkvæmda. Félagið leggur nú aukna áherslu á framleigu á þotum í gegnum maltneskt dótturfélag. …

Þotur Icelandair fljúga allt að þrjár ferðir á dag til Seattle en þar hefur félagið verið í nánu samstarfi við Alaska Airlines nær óslitið frá árinu 2008 þegar íslenska félagið hóf flug til bandarísku borgarinnar. Í Seattle er Alaska Airlines umsvifamesta flugfélagið og hingað til hafa umsvif þess takmarkast við ferðir innan Norður-Ameríku. Farþegar félagsins …

Tollaálögur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á innflutning frá Evrópulöndum og tugum annarra um allan heim hafa tekið gildi. Þessir nýju og umdeildu tollar hafa áhrif á innflutning frá um 70 löndum, þar á meðal 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins, Noregi og Íslandi. Um leið og ESB sætti sig við 15 prósenta tollinn var lofað umtalsverðum evrópskum fjárfestingum í …