Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian flutti nærri 2,6 milljónir farþega í júlí og hafa þeir aldrei verið fleiri í einum mánuði frá því heimsfaraldurinn hófst.
Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian flutti nærri 2,6 milljónir farþega í júlí og hafa þeir aldrei verið fleiri í einum mánuði frá því heimsfaraldurinn hófst.
Farþegafjöldi dótturfélagsins Widerøe var rúmlega 362 þúsund, sem er mesti fjöldi í júlímánuði í sögu félagsins. Samtals flugu því rúmlega 2,9 milljónir farþega með þessum tveimur flugfélögum, segir í fréttatilkynningu. Geir Karlsen, forstjóri Norwegian, er að vonum mjög ánægður með hvernig gekk í júlí:
„Norwegian hefur ekki flutt fleiri í einum mánuði síðan 2019, reksturinn var traustur í annasömum sumarmánuði þrátt fyrir mjög mikla umferð og ýmsar áskoranir í flugumferðarþjónustu í Evrópu. Það gekk líka vel hjá Widerøe í mánuðinum, farþegafjöldinn jókst um næstum 10 prósent miðað við sama mánuð í fyrra,“ segir Karlsen.
Sætanýting í Norwegian-vélum var 92,4 prósent, sem er lækkun um 0,2 prósentustig. Norwegian var að meðaltali með 90 flugvélar í rekstri í júlí.
©NTB
Með áskrift getur þú lesið greinina - Sumartilboð: 3 mánaða áskrift með 50% afslætti
Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 3 mánuði á fullu verði (2.650 kr. á mánuði) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]
Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.
Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér: