Hætta að sjónvarpa frítt

Segja má að farin sé önnur leið í Svíþjóð en hér á landi þegar kemur að rekstri einkarekinna sjónvarpsstöðva. Þess háttar rekstur þykir líka henta illa skráðum sænskum fjarskiptafélögum.

Fjarskiptafyrirtækið Telia seldi TV4 í byrjun árs til fjölmiðlafyrirtækisins Schibsted. Á myndinnir er Siv Juvik Tveitnes forstjóri Schibsted og Patrik Hofbauer forstjóri fjarskiptafyrirtækisins Telia. Mynd: Christofer Karlsson/Schibsted

Í áratugi hefur TV4 verið vinsælasta einkarekna sjónvarpsstöðin í Svíþjóð en stöðin hefur notað sama dreifikerfi og ríkisrásirnar og verið í opinni dagskrá. Reksturinn byggði því lengst af á auglýsingasölu en með tilkomu netsins náði fyrirtækið inn áskriftartekjum í gegnum app sem kallast TV4 Play.

Útsendingar frá vinsælum íþróttaviðburðum hafa til að mynda verið takmarkaðar við þessa netþjónustu.

Nú verður öll dagskrá TV4 flutt á netið og útsendingum í gegnum gamla dreifikerfið hætt. Frá þessu var greint í gær og tekur breytingin gildi um áramótin næstu. Dagar TV4 sem frímiðils eru því taldir en segja má að stjórnendur Sýnar hafi farið aðra leið. Þar á bæ var ákveðið að hætta að rukka fyrir aðgang að línulegri dagskrá Sýnar, áður Stöð 2, fyrr í sumar en áður hafði fyrirtækið gefist upp á að rukka fyrir sjónvarpsfréttir stöðvarinnar.

Selt með miklu tapi

Það var í byrjun þessa árs sem norska fjölmiðlafyrirtækið Schibsted keypti TV4 en fyrirtækið hefur lengi verið stórtækt á sænska fjölmiðlamarkaðnum og á til að mynda tvo af stærstu fréttamiðlum Svíþjóðar, Svenska dagbladet og Aftonbladet. Seljandinn var fjarskiptafyrirtækið Telia, fyrrum ríkissímafyrirtækið, sem keypti TV4 árið 2018 af fjölmiðlafyrirtækinu Bonnier fyrir 10 milljarða sænskra króna. Telia ávaxtaði hins vegar ekki fé sitt vel því aðeins fengust 6,5 milljarðar fyrir Telia við söluna til Schibsted.

Fyrrum forstjóri Telia hafði áður lýst því yfir að fjölmiðlarekstur ætti illa heima inni í fyrirtæki eins og Telia sem skráð væri á hlutabréfamarkað. Í því samhengi má geta að bæði Sýn og Síminn byggja sinn rekstur að töluverðu leyti á fjölmiðlum en þessi bæði eru skráð í Kauphöllina.

Skilja ríkið eftir með reikninginn

Ákvörðun TV4 um að hætta dreifingu í gegnum gamla dreifikerfið hefur sett pressu á sænsk stjórnvöld því stjórnendur ríkismiðlanna hafa gefið út í dag að þeir geti ekki einir staða straum af rekstri dreifikerfisins. Það er hins vegar ómögulegt að leggja það niður því ef netið klikkar þá er engin önnur leið til að koma fréttum til fólks en í gegnum loftnet.

Með áskrift getur þú lesið greinina - Tilboð: 2 mánuðir fyrir 1

Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 2 mánuði á fullu verði (2.650 kr.) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]

Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.

 

Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér:

 

Nýtt efni
Play

Hluti af starfsfólki Play hefur nú fyrir mánaðamót fengið uppsagnarbréf. Aðspurður um stöðuna þá bendir Birgir Olgeirsson talsmaður flugfélagsins á að það hafi verið gefið út að frá og með komandi vetri verði félagið með fjórar þotur á Íslandi og sex verði í leiguverkefnum í Evrópu. „Við þessa breytingu mun fjöldi starfa í áhöfnum á …

Í áratugi hefur TV4 verið vinsælasta einkarekna sjónvarpsstöðin í Svíþjóð en stöðin hefur notað sama dreifikerfi og ríkisrásirnar og verið í opinni dagskrá. Reksturinn byggði því lengst af á auglýsingasölu en með tilkomu netsins náði fyrirtækið inn áskriftartekjum í gegnum app sem kallast TV4 Play. Útsendingar frá vinsælum íþróttaviðburðum hafa til að mynda verið takmarkaðar …

Það voru rúmlega helmingi fleiri Svisslendingar sem flugu héðan í júlí síðastliðnum samkvæmt mati rannsóknarfyrirtækisins Maskínu sem er með það verkefni frá Ferðamálastofu að flokka brottfararfarþega á Keflavíkurflugvelli eftir þjóðernum. Fulltrúar Maskínu standa í 130 klukkustundir í mánuði við öryggishliðin á Keflavíkurflugvelli og biðja farþega um að sýna vegabréf svo hægt sé skrá þjóðerni þeirra. …

Verulega hefur dregið úr væntingum danskra ráðamanna til afkomu Novo Nordisk og hefur hagvaxtarspá stjórnvalda fyrir árið 2025 verið lækkuð úr 3 prósentum niður í 1,4 prósent. Þrátt fyrir lækkunina er búist við auknum kaupmætti og minni verðbólgu að því fremur í frétt TV2. Danska ríkisstjórnin kynnir fjárlagafrumvarp sitt fyrir árið 2026 nú í morgunsárið. …

Þó að ársverðbólga hafi lækkað nú í ágúst niður í 3,8 prósent, þvert á spár, þá er verðbólgudraugurinn ekki unninn samkvæmt mati greiningadeildar Arion banka á stöðunni eftir birtingu verðlagsmælinga Hagstofunnar nú í morgun. „Áfram er útlit fyrir að draugurinn klifri yfir vikmarkamúrinn (4%) á næstu mánuðum og dansi á honum fram á næsta ár. …

Ársverðbólga mælist nú 3,8 prósent sem er lækkun um 0,2 prósentustig frá mælingunni í júlí. Greinendur áttu frekar von á hækkun á milli mánaða. Sem fyrr skrifast verðbólgan að mestu á húsnæðisliðinn sem hækkað hefur um 6,4 prósent síðastliðna 12 mánuði. Ef þessi liður er tekinn út fyrir sviga þá mælist ársverðbólga 2,8 prósent að …

Yfir vetrarmánuðina eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna á Íslandi og vanalega eru þeir fleiri hér í febrúar en samanlagt yfir sumarmánuðina þrjá. Vetrarferðir Breta eru því mikilvægur hluti þess að halda íslenskri ferðaþjónustu gangandi allt árið um kring. Breskum túristum hér á landi fækkaði síðastliðinn vetur samkvæmt mati Ferðamálastofu og tölur flugmálayfirvalda í Bretlandi …

Tekjur tæknifyrirtækisins Nvidia námu 46,7 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi sem er mikið stökk frá 30 milljarða veltunni á sama tímabili í fyrra. Greinendur áttu reyndar von á verulegri hækkun því spár þeirra gerðu að jafnaði ráð fyrir tekjum upp á 46,2 milljarða dala. Spá fyrirtækisins sjálfs hljóðaði upp á 45 milljarða dala í tekjur. …