„Vegna áhrifa bandarískra tolla og annarra þátta blasa við að rekstrartekjur minnka og hefur afkomuspáin verið lækkuð,“ segir í yfirlýsingu frá Toyota. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um 0,6 prósent í viðskiptum síðdegis í Tókýó. Tekjur Toyota jukust um 3,5 prósent frá apríl til júní, en nettótekjur minnkuðu um heil 36 prósent.
Nýju tollarnir tóku gildi í dag. Í júlí innleiddi Trump-stjórnin 25 prósenta toll á japanska bíla sem fluttir eru inn til Bandaríkjanna. Þó að þrýstingurinn á bílaiðnaðinn hafi minnkað nokkuð þegar samkomulag náðist um lækkun í 15 prósent í sama mánuði er óvíst hvenær lækkunin tekur gildi.
Þar sem 2,5 prósenta tollur var lagður fyrir á japanska bíla í Bandaríkjunum er tollurinn nú 27,5 prósent.
