Fólki fækkaði í Japan um meira en 900 þúsund árið 2024, samkvæmt nýjum opinberum tölum. Þetta er mesta fækkun síðan mælingar hófust árið 1968.
Nánar tiltekið þá fækkaði Japönum um 908.574, eða 0,75 prósent, samkvæmt tölum innanríkisráðuneytisins, og töldust Japanar vera rúmlega 120,6 milljónir. Þetta er 16. árið í röð sem fólksfækkun á sér stað í landinu.
Fjöldi fæðinga í Japan fór undir 700 þúsund í fyrsta skipti síðan skráningar hófust árið 1899. Árið 2024 fæddust 686.061 börn, sem er 41.227 færri en árið áður.
Á sama tíma fjölgar erlendum íbúum. Þann 1. janúar 2025 voru tæplega 3,7 milljónir útlendinga í Japan, sem er næstum þrjú prósent af heildaríbúafjölda landsins, sem er rúmlega 124,3 milljónir manna.
Fækkun íbúa leiðir einnig til þess að heilu sveitirnar leggjast í eyði. Fjöldi yfirgefinna húsa hefur aukist í næstum fjórar milljónir á síðustu tveimur áratugum.
Með áskrift getur þú lesið greinina - Sumartilboð: 3 mánaða áskrift með 50% afslætti
Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 3 mánuði á fullu verði (2.650 kr. á mánuði) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]
Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.
Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér: