Ferðamannastraumurinn hefur því aukist í ár og það sama má segja um notkun erlendra greiðslukorta hér á landi. Fyrstu sjö mánuði ársins nam erlenda kortaveltan 208,5 milljörðum króna. Það er viðbót um 7 prósent, eða nærri 14 milljörðum króna, frá sama tíma í fyrra samkvæmt tölum Seðlabankans.
Eins og sjá má hér fyrir neðan þá hefur erlenda kortaveltan aukist alla mánuði ársins nema í mars en skýringin á því liggur helst í þeirri staðreynd að páskarnir voru yfir mánaðamótin mars-apríl í fyrra en aðeins í seinni mánuðinum í ár.
Áður var hægt að skoða kortanotkun eftir þjóðernum og atvinnugreinum en birting þeirra talna fór út af sporinu í heimsfaraldrinum eins og FF7 vakti fyrst máls á. Í dag er það því aðeins Seðlabankinn sem birtir tölur um kortanotkun en þá eingöngu heildartölurnar.
Með áskrift getur þú lesið greinina - Tilboð: Áskrift í 1 ár fyrir 19.500 kr. - fullt verð 25.440 kr.
Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 1 ár á fullu verði en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]
Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.
Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér: