Liðkað fyrir innflutningi á bandarísku sjávarfangi en evrópsk lyf tolluð

Evrópusambandið og Bandaríkin hafa kynnt nánari útfærslu á viðskiptasamningnum sem náðist fyrr í sumar. Nú verður tollurinn á evrópsk lyf og bíla 15 prósent. ESB afnemur á móti allar álögur á bandarískar iðnaðarvörur. Áður hafði Donald Trump Bandaríkjaforseti hótað að leggja allt að 250 prósenta toll á innflutning evrópskra lyfja.

Humarveiðar undan ströndum Maine í Bandaríkjunum. MYND: AP Photo/Robert F. Bukaty

„Þetta er mikilvægur og stefnumarkandi samningur sem við styðjum heilshugar. Fjöldi geira, þar á meðal bílageirinn, lyfjageirinn, framleiðsla örgjörva og timburs, munu njóta góðs af honum,“ segir Maros Sefcovic, viðskiptastjóri ESB, við kynningu á samningnum fyrr í dag.

15 prósenta tollur á innflutning evrópskra bíla til Bandaríkjanna gildir afturvirkt frá 1. ágúst samkvæmt samkomulaginu. Tollurinn hefur verið 27,5 prósent síðustu mánuði.

Til að tryggja lægri toll hefur ESB þurft að gera nokkrar málamiðlanir, eins og að veita undanþágu frá tollum á allar bandarískar iðnaðarvörur og eins verður liðkað fyrir innflutning á bandarískum sjávar- og landbúnaðarafurðum.

Sefcovic segir það miður að ekki hafi tekist að fá vín og brennt áfengi inn í þennan rammasamning og gefur í skyn að samningaviðræðurnar fram undan verði varla auðveldar. 

Samkomulagið sem kynnt var í dag byggir á þeim samningi sem ESB og Bandaríkin náðu í lok júlí um vöruskipti landanna. 

Með áskrift getur þú lesið greinina - Tilboð: Áskrift í 1 ár fyrir 19.500 kr. - fullt verð 25.440 kr.

Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 1 ár á fullu verði en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]

Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.

 

Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér:

 

Nýtt efni
Efsti hluti Kauphallar

Rekstrartekjur skráðu fasteignafélaganna fjögurra Eikar, Heima, Kaldalóns og Reita námu samtals um 25 milljörðum króna á fyrri helmingi árs 2025 samkvæmt nýbirtum uppgjörum. Það er 9,5% aukning frá sama tímabili í fyrra. Hlutfallslega var tekjuaukningin mest hjá Kaldalóni eða 23,7%. Reitir bættu við sig 833 milljónum króna í tekjur sem jafngildir 10,5% aukningu. Eik fasteignafélag …

Sérstakar opinberar álögur á súkkulaði, sælgæti og kaffi í Danmörku verða felldar niður á næstunni. Frá þessu greinir Troels Lund Poulsen, formaður Venstre og varnarmálaráðherra Danmerkur, nú í morgunsárið.  Kaffigjaldið sem sett var á árið 1930 sem eins konar skattur á munaðarvöru heyrir brátt sögunni til en hann nemur 6,39 dönskum krónum á hálft kíló …

Það er margt líkt með norrænu flugfélögunum Play og Norse Atlantic. Bæði fóru í loftið í heimsfaraldrinum og hafa síðan þá tapað tugum milljarða króna. Hjá báðum hefur áætlunarflug verið skorið niður síðustu mánuði og í staðinn lögð áhersla á að framleigja þoturnar, sem fengust á góðum kjörum í Covid, til annarra flugfélaga. Play og …

„Þetta er mikilvægur og stefnumarkandi samningur sem við styðjum heilshugar. Fjöldi geira, þar á meðal bílageirinn, lyfjageirinn, framleiðsla örgjörva og timburs, munu njóta góðs af honum,“ segir Maros Sefcovic, viðskiptastjóri ESB, við kynningu á samningnum fyrr í dag. 15 prósenta tollur á innflutning evrópskra bíla til Bandaríkjanna gildir afturvirkt frá 1. ágúst samkvæmt samkomulaginu. Tollurinn …

Í Noregi er DNB-bankinn sá stærsti og heildareignir hans eru um átta sinnum meiri en alls íslenska bankakerfisins. Kjerstin Braathen er bankastjóri DNB og í aðdraganda kosninga til norska þingsins biður hún norska stjórnmálamenn um að setja ekki sambandið við Evrópu í hættu. Vísar hún meðal annars til þess að Framfaraflokkurinn tali um að endursemja …

Ungverska flugfélagið Wizz Air hefur lengi verið umsvifamikið á Keflavíkurflugvelli en hefur dregið mikið úr Íslandsflugi síðustu misseri. Nú í byrjun mánaðar hóf félagið á ný flug til Ísrael, eftir tveggja mánaða hlé, þrátt fyrir kröfur víða um viðskiptaþvinganir gagnvart landinu í ljósi þjóðernishreinsunar á Gaza og hernaðar á svæðinu. Stjórnendur Wizz Air ætla ekki að …

Það kom ráðamönnum víða um heim í opna skjöldu þegar lokaútgáfa af tollaáformum Donald Trump Bandaríkjaforseta var birt um síðustu mánaðamót. Hér á landi var búist við að Ísland yrði í neðsta þrepi og íslenskur útflutningur til Bandaríkjanna yrði þá tollaður um 10 prósent. Í aðdraganda ákvörðunarinnar hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra meðal annars bent …

Peningastefnunefnd Seðlabankans birti fyrir stuttu ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,50 prósentum eins og almennt var búist við. Allir nefndarmenn studdu þessa ákvörðun. Meginvextir hér á landi eru mun hærri en í nágrannalöndunum og á evrusvæðinu. Það sama á við um verðbólgu þótt þar sé munurinn minni eins og sjá má hér …