„Þetta er mikilvægur og stefnumarkandi samningur sem við styðjum heilshugar. Fjöldi geira, þar á meðal bílageirinn, lyfjageirinn, framleiðsla örgjörva og timburs, munu njóta góðs af honum,“ segir Maros Sefcovic, viðskiptastjóri ESB, við kynningu á samningnum fyrr í dag.
15 prósenta tollur á innflutning evrópskra bíla til Bandaríkjanna gildir afturvirkt frá 1. ágúst samkvæmt samkomulaginu. Tollurinn hefur verið 27,5 prósent síðustu mánuði.
Til að tryggja lægri toll hefur ESB þurft að gera nokkrar málamiðlanir, eins og að veita undanþágu frá tollum á allar bandarískar iðnaðarvörur og eins verður liðkað fyrir innflutning á bandarískum sjávar- og landbúnaðarafurðum.
Sefcovic segir það miður að ekki hafi tekist að fá vín og brennt áfengi inn í þennan rammasamning og gefur í skyn að samningaviðræðurnar fram undan verði varla auðveldar.
Samkomulagið sem kynnt var í dag byggir á þeim samningi sem ESB og Bandaríkin náðu í lok júlí um vöruskipti landanna.
Með áskrift getur þú lesið greinina - Tilboð: Áskrift í 1 ár fyrir 19.500 kr. - fullt verð 25.440 kr.
Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 1 ár á fullu verði en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]
Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.
Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér: