Nvidia fór fram úr væntingum en hlutabréfin lækka

Forstjóri Nvidia og stofnandi Jensen Huang. MYND: AP Photo/Julia Demaree Nikhinson

Tekjur tæknifyrirtækisins Nvidia námu 46,7 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi sem er mikið stökk frá 30 milljarða veltunni á sama tímabili í fyrra.

Greinendur áttu reyndar von á verulegri hækkun því spár þeirra gerðu að jafnaði ráð fyrir tekjum upp á 46,2 milljarða dala. Spá fyrirtækisins sjálfs hljóðaði upp á 45 milljarða dala í tekjur.

Hlutabréf í Nvidia lækkuðu um rúm þrjú prósent í viðskiptum eftir lokun Wall Street í kjölfar birtingu uppgjörsins. Fyrr um daginn höfðu bréfin lækkað lítillega. 

Skýringin á þessari þróun liggur mögulega í væntingum fjárfesta um óvænt jákvæð tíðindi af gangi mála hjá Nvidia.

Nvidia er í dag verðmætasta fyrirtæki heims en markaðsvirði þess er nú 4.400 milljarða dala og hefur það hækkað um 31 prósent það sem af er ári.

©NTB

Nýtt efni
Play

Hluti af starfsfólki Play hefur nú fyrir mánaðamót fengið uppsagnarbréf. Aðspurður um stöðuna þá bendir Birgir Olgeirsson talsmaður flugfélagsins á að það hafi verið gefið út að frá og með komandi vetri verði félagið með fjórar þotur á Íslandi og sex verði í leiguverkefnum í Evrópu. „Við þessa breytingu mun fjöldi starfa í áhöfnum á …

Í áratugi hefur TV4 verið vinsælasta einkarekna sjónvarpsstöðin í Svíþjóð en stöðin hefur notað sama dreifikerfi og ríkisrásirnar og verið í opinni dagskrá. Reksturinn byggði því lengst af á auglýsingasölu en með tilkomu netsins náði fyrirtækið inn áskriftartekjum í gegnum app sem kallast TV4 Play. Útsendingar frá vinsælum íþróttaviðburðum hafa til að mynda verið takmarkaðar …

Það voru rúmlega helmingi fleiri Svisslendingar sem flugu héðan í júlí síðastliðnum samkvæmt mati rannsóknarfyrirtækisins Maskínu sem er með það verkefni frá Ferðamálastofu að flokka brottfararfarþega á Keflavíkurflugvelli eftir þjóðernum. Fulltrúar Maskínu standa í 130 klukkustundir í mánuði við öryggishliðin á Keflavíkurflugvelli og biðja farþega um að sýna vegabréf svo hægt sé skrá þjóðerni þeirra. …

Verulega hefur dregið úr væntingum danskra ráðamanna til afkomu Novo Nordisk og hefur hagvaxtarspá stjórnvalda fyrir árið 2025 verið lækkuð úr 3 prósentum niður í 1,4 prósent. Þrátt fyrir lækkunina er búist við auknum kaupmætti og minni verðbólgu að því fremur í frétt TV2. Danska ríkisstjórnin kynnir fjárlagafrumvarp sitt fyrir árið 2026 nú í morgunsárið. …

Þó að ársverðbólga hafi lækkað nú í ágúst niður í 3,8 prósent, þvert á spár, þá er verðbólgudraugurinn ekki unninn samkvæmt mati greiningadeildar Arion banka á stöðunni eftir birtingu verðlagsmælinga Hagstofunnar nú í morgun. „Áfram er útlit fyrir að draugurinn klifri yfir vikmarkamúrinn (4%) á næstu mánuðum og dansi á honum fram á næsta ár. …

Ársverðbólga mælist nú 3,8 prósent sem er lækkun um 0,2 prósentustig frá mælingunni í júlí. Greinendur áttu frekar von á hækkun á milli mánaða. Sem fyrr skrifast verðbólgan að mestu á húsnæðisliðinn sem hækkað hefur um 6,4 prósent síðastliðna 12 mánuði. Ef þessi liður er tekinn út fyrir sviga þá mælist ársverðbólga 2,8 prósent að …

Yfir vetrarmánuðina eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna á Íslandi og vanalega eru þeir fleiri hér í febrúar en samanlagt yfir sumarmánuðina þrjá. Vetrarferðir Breta eru því mikilvægur hluti þess að halda íslenskri ferðaþjónustu gangandi allt árið um kring. Breskum túristum hér á landi fækkaði síðastliðinn vetur samkvæmt mati Ferðamálastofu og tölur flugmálayfirvalda í Bretlandi …

Tekjur tæknifyrirtækisins Nvidia námu 46,7 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi sem er mikið stökk frá 30 milljarða veltunni á sama tímabili í fyrra. Greinendur áttu reyndar von á verulegri hækkun því spár þeirra gerðu að jafnaði ráð fyrir tekjum upp á 46,2 milljarða dala. Spá fyrirtækisins sjálfs hljóðaði upp á 45 milljarða dala í tekjur. …