Tekjur tæknifyrirtækisins Nvidia námu 46,7 milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi sem er mikið stökk frá 30 milljarða veltunni á sama tímabili í fyrra.
Greinendur áttu reyndar von á verulegri hækkun því spár þeirra gerðu að jafnaði ráð fyrir tekjum upp á 46,2 milljarða dala. Spá fyrirtækisins sjálfs hljóðaði upp á 45 milljarða dala í tekjur.
Hlutabréf í Nvidia lækkuðu um rúm þrjú prósent í viðskiptum eftir lokun Wall Street í kjölfar birtingu uppgjörsins. Fyrr um daginn höfðu bréfin lækkað lítillega.
Skýringin á þessari þróun liggur mögulega í væntingum fjárfesta um óvænt jákvæð tíðindi af gangi mála hjá Nvidia.
Nvidia er í dag verðmætasta fyrirtæki heims en markaðsvirði þess er nú 4.400 milljarða dala og hefur það hækkað um 31 prósent það sem af er ári.
©NTB