Í Noregi er DNB-bankinn sá stærsti og heildareignir hans eru um átta sinnum meiri en alls íslenska bankakerfisins. Kjerstin Braathen er bankastjóri DNB og í aðdraganda kosninga til norska þingsins biður hún norska stjórnmálamenn um að setja ekki sambandið við Evrópu í hættu.
Vísar hún meðal annars til þess að Framfaraflokkurinn tali um að endursemja um EES og eins hafi ósamkomulag um tilskipanir ESB valdið því að stjórnarsamstarfi Verkamannaflokksins og Miðflokksins lauk fyrr á árinu. Kosningar til Stórþingsins fara fram þann 8. september nk.
„Ef við gætum óskað okkur einhvers frá þeirri ríkisstjórn sem verður mynduð eftir kosningar, þá væri það mjög skýr metnaður til þess að vera vinna náið með Evrópu í gegnum EES-samninginn. Að tryggja markaðsaðgang fyrir norsk fyrirtæki er eitt af mikilvægustu atriðunum eins og heimurinn lítur út núna, segir Braathen í viðtali við Dagens Næringsliv.
„Það er sjaldan skynsamlegt að standa einn og en síður nú,“ bætir hún við.
Norski bankastjórinn leggur einnig áherslu á að að norsk yfirvöld komi fyrr að borðinu þegar breytingar á tilskipunum eru til umræðu í Brussel. Nefnir hún sem dæmi nýjar reglur um eigið fé laxeldisfyrirtækja sem koma í veg fyrir að eldisleyfi sé hægt að nota sem tryggingu fyrir lánum og það muni gera fjármögnun fyrirtækjanna dýrari.
„Þetta er ekki mikilvægt fyrir mörg önnur Evrópulönd en þegar Noregur tekur ekki þátt í þessari umræðu nógu snemma þá gleymist svona,“ útskýrir Braathen.
Með áskrift getur þú lesið greinina - Tilboð: Áskrift í 1 ár fyrir 19.500 kr. - fullt verð 25.440 kr.
Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 1 ár á fullu verði en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]
Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.
Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér: