Flestir nýir tollar Bandaríkjanna á innfluttar vörur tóku gildi í dag, 7. ágúst. Í nokkrum tilvikum taka tollar gildi síðar, aðrir annaðhvort hækka eða lækka.
* 50 prósent: Brasilía og Indland. Brasilía fær 40 prósenta toll sem bætist ofan á 10 prósenta tollinn sem lagður var á í apríl. Indland fær 25 prósenta toll sem hækkar í 50 prósent 27. augúst.
* 41 prósent: Sýrland.
* 40 prósent: Laos og Myanmar.
* 39 prósent: Sviss.
* 35 prósent: Kanada. Tollaálögurnar tóku gildi strax 1. ágúst. Þá fá Írak og Serbía 35 prósenta toll.
* 30 prósent: Bosnía-Hersegóvína, Suður-Afríka, Alsír, Líbýa – og að óbreyttu Kína, ásamt Mexíkó, alla vega tímabundið. Hlé á tollastríði Kína og Bandaríkjanna stendur til 12. ágúst. Ef samningar nást ekki hefur Trump hótað að svara með 100 prósenta tolli.
* 25 prósent: Kasakhstan, Túnis, Brunei og Moldóva.
* 20 prósent: Sri Lanka, Víetnam og Tævan.
* 19 prósent: Kambódía, Bangladesh, Tæland, Indónesía, Filippseyjar, Malasía og Pakistan.
* 15 prósent: Afghanistan, Evrópusambandið, Ghana, Ísland, Japan, Jórdanía, Noregur, Tyrkland, Venesúela, Úganda, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea og fleiri.
* 10 prósent: Bretland og Ástralía.
