Ríkisstjórn Þýskalands hefur samþykkt að leggja fram lagafrumvarp sem miðar að því að setja meiri kraft í uppbyggingu jarðvarmaverkefna og er það liður í þeirri áætlun að hætta húsahitun með jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2045.
Áhugi á nýtingu jarðvarma hefur aukist verulega frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022, sem leiddi til mikillar hækkunar á orkuverði. Þetta varð sveitarfélögum og orkufyrirtækjum hvatning til að leita nýrra og vistvænni lausna í orkuframleiðslu. Vilji Þjóðverja til að draga úr losun frá byggingarframkvæmdum, þar sem hitun er veigamikill þáttur, hefur enn frekar ýtt undir fjárfestingar á þessu sviði.
Samkvæmt rannsókn Fraunhofer-stofnunarinnar frá árinu 2023 er aðgangur að nægilega miklu vatni á jarðhitasvæðum Þýskalands til að anna yfir fjórðungi af árlegri hitaþörf þjóðarinnar. Þróun í þessum efnum hefur þó lengi verið hæg vegna andstöðu heimamanna og flókinna reglugerðarhindrana.
Fyrirhuguð löggjöf miðar að því að einfalda regluverk vegna byggingar jarðorkuvera, varmadælna, varmageyma og hitaveitulagna, segir Reuters.
Heita vatnið fengi sömu stöðu í kerfinu og vind- og sólarorka.
Frumvarpið setur ströng tímamörk fyrir stjórnvöld til að samþykkja verkefni og slaka á takmörkunum vegna jarðvarmaleitar. Lagafrumvarpið fer nú til sambandsþingsins og sambandsráðs þýsku ríkjanna til lokasamþykktar.
Með áskrift getur þú lesið greinina - Sumartilboð: 3 mánaða áskrift með 50% afslætti
Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 3 mánuði á fullu verði (2.650 kr. á mánuði) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]
Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.
Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér: