Þjóðverjar vilja hraða nýtingu jarðvarma

Jarðvarmaverkefni Eavor-jarðhitafyrirtækisins í Geretsried sunnan við München í Bæjaralandi - MYND: Eavor

Ríkisstjórn Þýskalands hefur samþykkt að leggja fram lagafrumvarp sem miðar að því að setja meiri kraft í uppbyggingu jarðvarmaverkefna og er það liður í þeirri áætlun að hætta húsahitun með jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2045.

Áhugi á nýtingu jarðvarma hefur aukist verulega frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022, sem leiddi til mikillar hækkunar á orkuverði. Þetta varð sveitarfélögum og orkufyrirtækjum hvatning til að leita nýrra og vistvænni lausna í orkuframleiðslu. Vilji Þjóðverja til að draga úr losun frá byggingarframkvæmdum, þar sem hitun er veigamikill þáttur, hefur enn frekar ýtt undir fjárfestingar á þessu sviði.

Samkvæmt rannsókn Fraunhofer-stofnunarinnar frá árinu 2023 er aðgangur að nægilega miklu vatni á jarðhitasvæðum Þýskalands til að anna yfir fjórðungi af árlegri hitaþörf þjóðarinnar. Þróun í þessum efnum hefur þó lengi verið hæg vegna andstöðu heimamanna og flókinna reglugerðarhindrana.

Fyrirhuguð löggjöf miðar að því að einfalda regluverk vegna byggingar jarðorkuvera, varmadælna, varmageyma og hitaveitulagna, segir Reuters.

Heita vatnið fengi sömu stöðu í kerfinu og vind- og sólarorka.

Frumvarpið setur ströng tímamörk fyrir stjórnvöld til að samþykkja verkefni og slaka á takmörkunum vegna jarðvarmaleitar. Lagafrumvarpið fer nú til sambandsþingsins og sambandsráðs þýsku ríkjanna til lokasamþykktar.

Með áskrift getur þú lesið greinina - Sumartilboð: 3 mánaða áskrift með 50% afslætti

Smelltu hér til að bóka tilboðið. Áskriftin endurnýjast eftir 3 mánuði á fullu verði (2.650 kr. á mánuði) en alltaf er hægt að segja upp áður en nýtt tímabil hefst. Tilboðið gildir eingöngu fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið með áskrift áður - beiðnir um fyrirtækjaaðgang má senda til [email protected]

Smelltu hér til að kanna aðrar áskriftarleiðir.

 

Ef þú ert áskrifandi þá getur þú skráð þig inn hér:

 

Nýtt efni

Verðmæti innflutnings og útflutnings í viðskiptum Þjóðverja og Bandaríkjamanna nam 125 milljörðum evra á fyrri helmingi ársins 2025 á sama tíma og viðskiptin við Kínverja fóru í 122,8 milljarða, samkvæmt útreikningum Reuters.  Í átta ár í röð hafði Kína verið helsta viðskiptaland Þjóðverja eða fram til ársins í fyrra þegar Bandaríkin veltu því úr þeim …

Í tilkynningu Turkish Airlines til kauphallar í morgun vegna áforma um að gera bindandi tilboð í minnihluta í Air Europa segir að fjárfestingin hafi verið metin í samræmi við langtímamarkmið fyrirtækisins um að styrkja sinn hag. Tyrkneska þjóðarflugfélagið er með höfuðstöðvar í Istanbúl og flýgur til fleiri staða utan heimalands en nokkurt annað flugfélag. Það …

Ný hitamet eru slegin, miklir gróðureldar og háskaleg flóð - allt hefur þetta einkennt sumarið 2025. Strax í maí mældist hiti yfir 50 gráðum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þann 1. ágúst náði hitinn 51,8 gráðum, sem er rétt undir hitameti landsins. „Öfgakenndar breytingar á hitastigi og áköf úrkoma eru tíðari,“ segir Sonia Seneviratne við fréttastofuna …

Play tapaði rétt tæpum 2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýju uppgjöri en á sama tímabili í fyrra nam tapið 1,4 milljörðum. Stjórnendur Play vöruðu fjárfesta við auknum taprekstri þann 21. júlí sl. og sögðu lakari afkomu að mestu skrifast á þætti sem „félagið hefur ekki áhrif á.“ Var þar vísað til hækkunar krónunnar, …

Kauphöll séð frá Suðurlandsbraut

Það fóru fram nærri ellefu þúsund viðskipti á íslenska hlutabréfamarkaðnum í júlí sem er veruleg viðbót frá sama mánuði í fyrra og veltan jókst um 20 milljarða króna milli ára.  Fjöldi viðskipta rúmlega tvöfaldast Greinarhöfundur hefur 20 ára reynslu á fjármálamarkaði, bæði sem sérfræðingur í eignastýringu og verðbréfamiðlari hjá Arion banka, og er nú einn …

Á þessum tíma í fyrra nýtti Play 10 þotur í áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli en núna eru þær sjö. Frá og með haustinu fækkar þeim niður í fjórar og því má segja að niðurskurðurinn í Íslandsflugi Play sé að hálfu kominn til framkvæmda. Félagið leggur nú aukna áherslu á framleigu á þotum í gegnum maltneskt dótturfélag. …

Þotur Icelandair fljúga allt að þrjár ferðir á dag til Seattle en þar hefur félagið verið í nánu samstarfi við Alaska Airlines nær óslitið frá árinu 2008 þegar íslenska félagið hóf flug til bandarísku borgarinnar. Í Seattle er Alaska Airlines umsvifamesta flugfélagið og hingað til hafa umsvif þess takmarkast við ferðir innan Norður-Ameríku. Farþegar félagsins …

Tollaálögur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á innflutning frá Evrópulöndum og tugum annarra um allan heim hafa tekið gildi. Þessir nýju og umdeildu tollar hafa áhrif á innflutning frá um 70 löndum, þar á meðal 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins, Noregi og Íslandi. Um leið og ESB sætti sig við 15 prósenta tollinn var lofað umtalsverðum evrópskum fjárfestingum í …