Orkuskipti

ForsíðaOrkuskipti

Ríkisstjórn Þýskalands hefur samþykkt að leggja fram lagafrumvarp sem miðar að því að setja meiri kraft í uppbyggingu jarðvarmaverkefna og er það liður í þeirri áætlun að hætta húsahitun með jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2045. Áhugi á nýtingu jarðvarma hefur aukist verulega frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022, sem leiddi til mikillar hækkunar á orkuverði. …

„Þetta er gott dæmi um hvernig alþjóðlegt samstarf getur skilað raunverulegum samdrætti í losun. Þessi samningur við Indónesíu er mikilvægt skref í átt að því að útrýma kolum og draga úr losun, á sama tíma og hann skapar störf og laðar að fjárfestingar,“ segir Andreas Bjelland Eriksen, loftslags- og umhverfisráðherra. Hann bendir á að Indónesía …

Eurostar er fyrirtæki sem sinnir hraðlestarferðum í Vestur-Evrópu, tengir Bretland við Belgíu, Frakkland, Holland og Þýskaland, og varð til við samruna samnefnds félags sem stofnað var 1986 utan um lestarferðir um Ermarsundsgöngin, og félagsins Thalys, sem sett var á laggirnar um svipað leyti til að þjóna hraðlestarferðum á milli nokkurra borga á meginlandinu, eins og …

Í þessari viku er haldin í Nice í Frakklandi þriðja hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna (UNOC3). Sú fyrsta var haldin í New York 2017 og nr. 2 var haldin í Lissabon í Portúgal árið 2022. Athygli vakti að í ræðu sinni í Portúgal sagði þáv. forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, að Ísland hefði gengið til liðs við þann hóp …

Gasnotkun í löndum Evrópusambandsins minnkaði um meira en 15 prósent frá apríl í fyrra til mars á þessu ári, samanborið við meðalnotkun áranna 2017–2022, samkvæmt skýrslu frá Institute for Energy Economics and Financial Analysis (IEEFA). Í orkustefnu sem framkvæmdastjórn ESB kynnti fyrr í vor er markmiðið að skipta út 100 milljörðum rúmmetra af gasi með …

Kynnisferðir tóku nýverið í notkun tvo rafmagnsstrætisvagna frá kínverska framleiðandanum Higer og verða vagnarnir nýttir í ferðir Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru fyrstu rafmagnsvagnarnir sem Almenningsvagnar-Kynnisferðir setja í umferð. „Vagnarnir verða til að byrja með prófaðir á mismunandi leiðum þar sem markmiðið er að meta drægni, notendaupplifun farþega og fá endurgjöf frá bílstjórum. Um er …

Danska orkufyrirtækið Ørsted hefur ákveðið að hætta við áform um öflun vindorku á bresku hafsvæði, svonefnt Hornsea 4-verkefni. Fyrirhugað var að framleiða 2,4 GW af vindorku út af strönd Yorkshire en nú hefur verið hætt við það vegna mikils kostnaðar og hættu á töfum, segir Teknisk Ukeblad í Noregi. Vitnað er í fréttatilkynningu um að …

Af þeim 1.447 fólksbílum sem komu nýir á götuna í nýliðnum mánuði þá eru 365 þeirra aðeins knúnir rafmagni. Á sama tíma í fyrra voru nýju rafbílarnir 226 en 516 í apríl 2023 en þá fengu kaupendur rafbíla hærri opinbera styrki en nú er. Af þessum nýju rafbílum í apríl voru 75 frá Tesla. Enginn …

Ítölsku ríkisjárnbrautirnar (Ferrovie dello Stato Italiane eða FS Group) tilkynntu í dag að hafnar yrðu ferðir með hraðlestum á milli London og Parísar árið 2029. Ákveðið hefur verið að verja einum milljarði evra í að undirbúa þennan nýja ferðamöguleika á tímum sem kalla á vistvænni samgöngur. Ítalska tengingin á milli höfuðborga Bretlands og Frakklands er liður …

Framboðið á beislaðri sólarorku hefur aukist um 29 prósent og jókst hlutur hennar tvöfalt meira í orkuframleiðslu heimsins en aðrir orkugjafar, segir í skýrslunni. „Sólarorka er orðin drifkrafturinn í hnattrænum orkuskiptum,“ segir Phil MacDonald, framkvæmdastjóri Ember. Kína leiddi hnattrænan vöxt í sólarorku með 250 teravattstunda aukningu, sem er 53 prósent af heildaraukningunni á heimsvísu - …

Egyptar og Frakkar hafa sammælst um að fjárfesta fyrir sjö milljarða evra í nýrri verksmiðju sem framleiða á grænt vetni Samkomulag um þetta náðist í heimsókn Emmanuel Macron Frakklandsforseta til Egyptalands á mánudag og þriðjudag. Grænt vetni er framleitt með rafgreiningu vatns með endurnýjanlegum orkugjöfum en til að það verði að veruleika þarf miklar fjárfestingar …

Aðildarríki Evrópusambandsins virðast vera á réttri leið í losunarmálum og líkleg til að ná markmiði sínu um 62 prósenta samdrátt í losun fyrir árið 2030. Er þá miðað við losunina eins og hún var árið 2005. Þróunin sýnir að kerfið fyrir viðskipti með losunarheimildir er skilvirkt, að mati framkvæmdastjórnarinnar. Enn getur þó margt komið upp …

„Markmið ríkisstjórnarinnar er að kolefnishlutleysistilskipunin (Net-Zero Industry Act eða NZIA) verði innleidd,“ segir Vegard G. Wennesland, aðstoðarráðherra í viðskiptaráðuneytinu, við NTB. „Flestir í norskum iðnaði styðja þetta og það er mikilvægara en nokkru sinni að við séum í nánu sambandi við ESB. Á sama tíma eru nokkur atriði sem þarf að leysa áður en við …

Þegar viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir var tekið upp árið 2012 stóðu vonir til þess að önnur lönd myndu taka upp álíka fyrirkomulag. Í dag reiknar sennilega enginn með að núverandi forseti Bandaríkjanna muni innleiða hið evrópska kerfi og kínversk stjórnvöld sýna þessu heldur ekki áhuga. Það eru því eingöngu flugfélög innan EES-svæðisins sem borga fyrir …

Nýskráðum Tesla-bílum fjölgaði umtalsvert í síðasta mánuði en þá hóf bandaríski bílaframleiðandinn að afhenda nýjustu útfærsluna af tegundinni Model Y. Í heildina voru 213 eintök af Model Y skráð hjá Samgöngustofu í mars en í heildina komu 505 nýir rafbílar á götuna í síðasta mánuði.  Á sama tíma í fyrra voru nýju rafbílarnir aðeins 172 …

Þessa dagana hugsa ráðamenn hjá Airbus, eins og annarra evrópskra framleiðslufyrirtækja, mest um afleiðingar tollastefnu Trumps. Þeir telja fyrirtækið þó geta lagað sig að hverju því sem Trump ákveður. Meginástæðurnar eru tvær: Mikil spurn er eftir framleiðslunni um allan heim og fyrirtækið er með verksmiðjur í Bandaríkjunum - fyrir innan hugsanlegan tollmúr.  Guillaume Faury, forstjóri …

Í heildina voru 32 terawattstundir (TWst) af raforku fluttar frá Noregi í fyrra, sem er aukning um tvær TWst frá árinu 2023. Frá þessu greinir norska blaðið Klassekampen. Á sama tíma nam raforkuinnflutningur Norðmanna 14 TWst, samkvæmt ársskýrslu Statnett. Til að setja þessar tölur í samhengi þá nam raforkuvinnsla Íslands rúmlega 20 TWst á síðasta …

Uppbygging rannsóknarmiðstöðvar í eldfjalla- og orkurannsóknum í Kröflu, Krafla Magma Testbed, er til umfjöllunar í einum helsta fréttamiðli Svíþjóðar í dag, Svenska dagbladet. Á forsíðu prentútgáfunnar er stór mynd af Birni Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Krafla Magma Testbed. Rætt er við hann og fleiri sem að verkefninu koma í tveggja opnu grein. Blaðamaður Svenska Dagbladet lýsir Krafla …