Ríkisstjórn Þýskalands hefur samþykkt að leggja fram lagafrumvarp sem miðar að því að setja meiri kraft í uppbyggingu jarðvarmaverkefna og er það liður í þeirri áætlun að hætta húsahitun með jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2045. Áhugi á nýtingu jarðvarma hefur aukist verulega frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022, sem leiddi til mikillar hækkunar á orkuverði. …