Samfélagsmiðlar

Orkuskipti

ForsíðaOrkuskipti

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Rafbílar í hleðslu

Um áramótin féll niður skattafrádráttur til rafbílakaupa sem gat numið allt að 1,3 milljónum króna. Bílaumboðin lögðu mörg hver áherslu á þessa breytingu í auglýsingum sínum undir lok síðasta árs en kaupendur rafknúinna ökutækja geta núna sótt um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun. Rafbílar sem seldust fyrir skattahækkunina hafa margir hverjir komið nýir á …

Í janúar fækkaði nýskráðum bílum um 37 prósent og þessi þróun heldur áfram nú í þessu mánuði. Fyrstu níu dagana í febrúar komu 92 nýir bílar á götuna en þeir voru 220 á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nemur 58 prósentum en hafa ber í huga að íslenski markaðurinn er lítill og sveiflurnar geta því …

Þýski tæknirisinn Bosch er meðal stærstu framleiðenda í heiminum á margskonar búnaði fyrir ökutæki og hefur verið í fremstu röð þeirra sem unnið hafa að ýmsum nýjungum, eins og bílatölvum og sjálfstýringu. Nú vara stjórnendur Bosch við því að niðurskurður á framlögum til opinberra útgjalda á sviði hreintækni og vaxandi popúlismi, eða pólitískt lýðskrum, í …

Sá sem kaupir rafbíl í dag getur óskað eftir 900 þúsund króna styrk frá Orkustofnun í tengslum við viðskiptin. Fram til loka síðasta árs var reglan hins vegar sú að enginn virðisaukaskattur var lagður á fyrstu 5 milljónir kaupverðsins. Þar með gátu kaupendur rafbíla fengið skattaafslátt upp á allt að 1.320.000 krónur. Stuðningur hins opinbera …

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD hefur nú hafið framleiðslu á nýrri tegund rafhlaðna sem þurfa ekki sjaldgæfa málma eins og liþíum eða kóbalt. Þessar rafhlöður nota natríum, sem er meðal algengustu efna í náttúrunni, og er til dæmis uppistaðan í borðsalti og saltinum sem borgarbúar þurfa núna að bera á stéttir sínar. Þetta eru góð og athyglisverð tíðindi fyrir …

Pressan á evrópska rafbílaframleiðendur á þeirri eigin heimavelli er það mikil að ráðamenn í Frakklandi og Ítalíu hafa boðað breytingar til að styðja við eigin framleiðendur. Samkeppnin við kínverskan innflutning heldur nefnilega áfram að aukast og bílar frá Tesla tróna víða efst á listum yfir mest seldu rafbílana. Bandaríski framleiðandinn hefur síðustu misseri komið keppinautum …

Bílaframleiðendur eru undir miklum þrýstingi að auka framboð af rafbílum á tímum þegar stjórnvöld víða um heim eru að herða takmarkanir á sölu bensín- og dísilbíla - með stefnu á bann við bílamengun. BMW smíðar bíla í fínni kantinum en hlutfall rafbíla var aðeins um 15 prósent af heildarsölu síðasta árs. Stefna þýska framleiðandans er …

Í heimsfaraldrinum skrifuðu stjórnendur bílaleigunnar Hertz undir samninga um kaup á gríðarlegum fjölda rafbíla. Með þessum viðskiptum átti Hertz að verða leiðandi í útleigu á rafbílum vestanhafs. Í dag er komið annað hljóð í strokkinn því nú á að selja þriðja hvern rafbíl sem Hertz hefur yfir að ráða. Bílaleigurisinn þarf því að losa sig …

Það er ekki hægt finna ódýrari nýjan rafbíla í dag en fyrir áramót enda njóta þessi ökutæki ekki lengur sérstakrar skattaívilnunar. Verðið á sumum tegundum er þó ennþá það sama ef marka má verðskrár bílaumboðanna. Í flestum tilfellum hefur það þó hækkað umtalsvert eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan sem byggir á …

Alþjóða orkumálastofnunin (The International Energy Agency) segir í nýbirtri ársskýrslu sinni um endurnýjanlega orku að framboð af henni hafi aukist um nærri 50 prósent á árinu 2023 - í um 510 gígavattstundir. Þetta er mesti ársvöxtur í framleiðslu endurnýjanlegrar orku síðustu tvo áratugina. Framleiðsla endurnýjanlegrar orku hefur vaxið jafnt og þétt á því tímabili. Met …

Eftir að nýjar og hertar reglur bandarískra stjórnvalda um reynsluakstur tóku gildi hefur Tesla lækkað útgefin viðmið sín um akstursdrægni bíla sem fyrirtækið framleiðir. Nýju reglurnar eiga einmitt að endurspegla betur en áður drægni rafbíla í raunheimum. Tesla hefur verið staðið að því að gefa upp tölur um drægni sem standast ekki og hafa eigendur …

Vísindasamfélagið sá það ekki beinlínis fyrir að árið 2023 yrði svo heitt sem raun ber vitni.  Loftslagsstofnun Evrópusambandsins, Kóperníkus, hefur nú staðfest að árið 2023 var heitasta ár sögunnar, og líklega það heitasta í yfir hundrað þúsund ár.  Meðalhiti var 1,48 gráðum yfir meðalhita frá því fyrir iðnbyltingu.  Margt forvitnilegt er að finna í samantekt sem Kóperníkus …

Honda er nærst stærsti bílaframleiðandi Japans, næst á eftir Toyota, og hefur til þessa dregið lappirnar í orkuskiptunum. Aðeins hálft prósent af þeim bílum sem fyrirtækið selur á heimsvísu eru rafknúnir. Nánar tiltekið þá framleiddi Honda um 2,8 milljónir bíla á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 en aðeins um 11 þúsund rafbíla, sem flestir voru …

Fyrstu viku þessa árs kom 131 nýr fólksbíll á götuna en þeir voru 198 á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nemur 34 prósentum en níu af hverjum tíu nýskráðu bílum fóru í almenna notkun og tíundi hver til bílaleiga samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. Hlutfall rafbíla var mun hærra núna en fyrstu vikuna í fyrra því þá …

Kjöraðstæður fyrir rafhlöður í rafbílum er 25 stiga hiti en þegar hitastigið fer undir frostmark þá minnkar drægni bílanna um 30 prósent að jafnaði samkvæmt nýrri könnun Recurrent á 18 vinsælum bílategundum. Það er þó töluverður munur á því hversu mikil áhrif frostið hefur. Þannig minnkaði drægni Audi E-tron aðeins um 16 af hundraði í …