Samfélagsmiðlar

Orkuskipti

ForsíðaOrkuskipti

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Á fjárlögum sænska ríkissins er gert ráð fyrir að 5 milljarðar sænskra króna, jafnvirði um 75 milljarða íslenskra króna, fari í aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú hefur ríksistjórnin ákveðið að bæta við 100 milljónum sænskra til viðbótar, eða 1,3 milljörðum íslenskra króna, í átak til að fjölga hleðslustöðvum. „Á þessu sviði viljum …

Gert er ráð fyrir því að næstu daga tilkynni danska ríkisstjórnin ákvörðun sína um að leggja 360 kílómetra langa vetnisleiðslu frá bænum Lille Torup á Norður-Jótlandi og suður til Þýskalands, með viðkomu í bæjunum Viborg, Holstebro, Esbjerg, Vejen og  Fredrecia. Þetta þykja stórtíðindi fyrir dönsku þjóðina því vetnisleiðslan hefur lengi verið á teikniborðinu en ekki …

Umhverfisstofnun Evrópu hefur sent frá sér greiningu á þeim áhættum sem felast í loftslagsbreytingum í álfunni, en samkvæmt mælingum er Evrópa sú álfa sem nú hitnar hraðast vegna gróðurhúsaáhrifa. Stofnunin hefur greint alls 36 tegundir af loftslagsógnum sem geta valdið usla í löndunum, þar á meðal á Íslandi. Margar þeirra eru þegar farnar að láta verulega að …

Að halda risastóran alþjóðlegan íþróttaviðburð er gríðarlegt verkefni. Borgir þurfa að geta tekið á móti þúsundum keppenda og milljónum áhorfenda, samgöngur þurfa að vera með besta móti, íþróttamannvirki uppá hið allra besta, og allur aðbúnaður óaðfinnanlegur.  Þegar svona verkefni blasir við er viðbúið að sjónarmið umhverfisverndar, hringrásarhagkerfis og kolefnisspors og þess háttar fjúki út um gluggann. …

Þýski bílaframleiðandinn Mercedes-Benz hefur greint frá því að rafbílnum Vision EQXX hafi á dögunum verið ekið rúmlega 1.000 kílómetra leið frá Riyadh til Dúbæ á einni hleðslu. Meðaleyðslan var 7.4 kílóvattstundir á 100 km. leið. Þetta samsvarar því að bensínbíll eyddi um 0.9 lítrum á 100 km. Ökuleið Vision EQXX lá að sögn framleiðandans um …

Nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar um verndun sjávar hóf vikulanga fundalotu í London í morgun þar sem m.a. verður rætt um aðgerðir til að draga úr losun CO2 frá kaupskipaflota heimsins. Vinnuhópur hefur fjallað um þau mál síðustu daga. IMO er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …

Útblástur gróðurhúsalofttegunda í Bretlandi hefur ekki verið minni síðan 1879, samkvæmt nýrri greiningu Carbon Brief. Bráðabirgðatölur benda til að útblástur í Bretlandi hafi minnkað um 5,7 prósent á síðasta ári frá árinu á undan. Það þýðir að leita þarf allt aftur til tíma Viktoríu drottningar til þess að finna sambærilegar tölur um árslosun.  Árið 1879 var …

„Það sprakk allt út eftir að það birtist grein um okkur í New Scientist um daginn,“ segir Björn Þór Guðmundsson nýbakaður framkvæmdastjóri KMT, eða Krafla Magma Testbed.  KMT er ung sjálfseignarstofnun á sviði orkurannsókna og nýsköpunar, sem vakið hefur verðskuldaða athygli undanfarið á heimsvísu. KMT áformar að bora niður í ólgandi kviku jarðar, meðal annars í leit að …

Nokkurt bakslag hefur orðið í rafbílavæðingunni vegna margskonar erfiðleika á markaði, eins og minni stuðningi stjórnvalda víða við kaupendur, verðlagsþróunar - og líka vegna ákveðinnar mettunar: Þau áhugasömustu um orkuskiptin hafa keypt sér bíl, aðrir eru meira efins - eða hafa hreinlega ekki efni á að kaupa nýjan rafbíl. Rafbílar eru nefnilega almennt dýrari en …

Evrópusambandið hefur á morgun sérstaka skráningu kínverskra rafbíla við tollafgreiðslu, með það í huga að leggja megi á refsitoll frá og með þeim degi - ef rannsókn leiðir síðar í ljós að bílarnir hafi verið framleiddir með óeðlilega miklum niðurgreiðslum frá kínverska alþýðulýðveldinu. Með þessu færist Evrópa nær því að að hefja viðskiptastríð við Alþýðulýðveldið …

Járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartamga

Við höldum áfram að rýna í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Hvernig er Ísland að standa sig? Ný aðgerðaráætlun í loftslagsmálum er að koma út og allir spenntir.  Í fyrri greininni fórum við yfir hvernig losunartölunum er skipt í þrjá flokka, og við skoðuðum fyrsta flokkinn, sem er losun sem telst á beinni ábyrgð Íslands. Þar …

Senn líður að því að ný aðgerðaráætlun í loftslagsmálum verði kynnt á Íslandi, en fjögur ár eru liðin síðan núgildandi aðgerðaráætlun var uppfærð. Búist er við að hin nýja aðgerðaráætlun líti dagsins ljós á allra næstu dögum eða vikum. Áhugafólk um loftslagsmál er því æði spennt þessa dagana.  Það er auðvitað upplagt meðan beðið er, að fara …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …