Samfélagsmiðlar

Orkuskipti

ForsíðaOrkuskipti

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Kaupendur nýrra rafbíla geta sótt um allt að 900 þúsund króna styrk frá Orkustofnun í tengslum við viðskiptin samkvæmt reglum sem tóku gildi í ársbyrjun. Áður fékkst sjálfkrafa skattaafsláttur upp á rúmar 1,3 milljónir króna við kaup á nýjum rafbíl. Á fyrri helmingi ársins voru 698 styrkir afgreiddir í takt við nýja fyrirkomulagið og samtals …

Olíuframleiðendur heimsins eru fyrirtæki sem hagnast hafa á vinnslu mengandi jarðefnaeldsneytis en neyðst til að taka upp vistvænni stefnu. Þau hagnast enn á sölu á hefðbundnu mengandi jarðefnaeldsneyti, gasi, olíu og bensíni, en hafa boðað aukna vinnslu á sjálfbæru lífefnaeldsneyti til mótvægis. Nú telja olíuframleiðendur hins vegar aðstæður ekki nægilega hvetjandi, gróðavonin óviss til skamms …

Á hverju ári hittast fulltrúar þjóða heimsins á loftslagsráðstefnu, sem sífellt verður stærri og stærri. Þá síðustu, COP28 í Dubai, sóttu um 100 þúsund manns. Næsta ráðstefna, COP29, mun fara fram í Aserbædjan í nóvember.  Það sem færri hins vegar vita, er að árlega fer fram önnur loftslagsráðstefna þjóðanna, á sumri hverju. Það fer minna …

Fluggeirinn leitar leiða til að draga úr þörfinni fyrir jarðefnaeldsneyti enda stefnt að kolefnishlutleysi í greininni árið 2050. Evrópskir ráðamenn hafa einnig aukið álögur á losun frá flugi og sérstök umhverfisgjöld á flugmiða eru komin á dagskrá. Í leit að nýjum orkugjöfum hefur verið horft til vetnis og hefur evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus gefið út að …

Nýskráðum fólksbílum fækkaði um 38 prósent í júní en af þeim 1.599 nýju bílum sem komu á götuna þá voru hreinir rafbílar 13 prósent af heildinni. Á sama tíma í fyrra var vægi rafbílanna mest eða 35 prósent. Núna eru það hins vegar bensínbílar sem hafa mestu hlutdeildina eða 28 prósent. Sala á bílum sem …

Ný aðgerðaráætlun í loftslagsmálum hefur nú verið kynnt og viðbrögðin eru smám saman að koma í ljós. Eftirvæntingin var töluverð. Kvittur hafði verið á sveimi allt frá byrjun árs um að áætlunin yrði kynnt á hverri stundu. Þann 14. júní síðastliðinn kom svo loksins að því.  Samkvæmt lögum á að uppfæra aðgerðaráætlun á fjögurra ára …

Toyota á Beijing-bílasýningunni

Toyota er í samstarfi við kínverska ríkisfyrirtækið Guangzhou Automobile Group í Kína (GAC) og er markmiðið að endurheimta markaðsstöðu japanska risans í Kína. Leiðin að því marki felst í því að nýta einmitt forskot Kínverja á mörgum sviðum bílaframleiðslunnar, einkum í smíði rafhlaðna, blendingstækni og í notkun vitvéla. Toyota bZ3X - MYND: Toyota Global GAC …

Mercedes Benz setur nú meira fjármagn en áætlað var í þróun sprengihreyfla, eða 14 milljarða evra í fólksbíla á þessu ári, og bregst þannig við minni rafbílasölu en áður hafði verið gert ráð fyrir. Ola Källenius, forstjóri Daimler AG, segir þó að fyrirtækið hafi byggt upp verksmiðjur og fjárfest í rannsóknum og þróun til að …

Verulega hefur dregið úr magni ósoneyðandi gastegunda í andrúmsloftinu og þykir núna nokkuð ljóst, samkvæmt nýrri rannsókn, að hið alþjóðlega átak um að bjarga ósonlaginu hafi tekist framar vonum.  Margir sem komnir eru á miðjan aldur muna eftir brúnaþungum sjónvarpsfréttamönnum segja frá válegum tíðindum af ósonlaginu á níunda og tíunda áratugnum, inni á milli lagstúfa …

„Þetta kort er aðallega hugsað fyrir þá sem eru að skipuleggja ferðalagið sitt og skoða áður en þeir leggja af stað hvar er heppilegast að hlaða,“ segir Eyrún Gígja Káradóttir, verkefnastjóri hjá Orkusetri. Orkustofnun hefur núna á heimasíðu sinni birt nýtt kort sem sýnir allar hraðhleðslustöðvar á Íslandi. Stefnt er á að gefa kortið út sem app …

Áhugafólk um loftslagsmál á Íslandi hefur núna um allnokkurt skeið endurhlaðið fréttasíður í eftirvæntingarfullri bið eftir því að nýtt Loftslagsráð verði skipað. Nú er loksins komið að því. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku- og loftslagsráðherra, hefur gengið frá skipan nýs ráðs, eins og tilkynnt hefur verið á heimasíðu Stjórnarráðsins.  Loftslagsráði er ætlað að gegna lykilhlutverki í viðureign Íslendinga …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Hlutur hreinna, endurnýjanlegra orkugjafa í raforkuframleiðslu heimsins er nú í fyrsta skipti kominn yfir 30 prósent. Þetta sýna nýjar tölur um raforkuframleiðslu á heimsvísu, fyrir árið 2023. Það er sjálfstætt alþjóðlegt rannsóknarsetur á sviði loftslags- og orkumála, Ember, sem heldur þessum tölum til haga. Í glóðvolgri skýrslu um málið fullyrða rannsakendur að á síðasta ári hafi …

Að meðaltali losar hver Íslendingur um það bil 12 tonn af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið á ári. Víða á netinu er hægt að kaupa kolefnisjöfnun á 12 tonnum fyrir 20 þúsund krónur eða svo. Þá er eðlilegt að margur spyrji: Ef fólk gerir þetta árlega, er fólk þá ekki bara í góðum málum? Gagnvart svona …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …