Samfélagsmiðlar

Orkuskipti

ForsíðaOrkuskipti

Verulega hefur dregið úr magni ósoneyðandi gastegunda í andrúmsloftinu og þykir núna nokkuð ljóst, samkvæmt nýrri rannsókn, að hið alþjóðlega átak um að bjarga ósonlaginu hafi tekist framar vonum.  Margir sem komnir eru á miðjan aldur muna eftir brúnaþungum sjónvarpsfréttamönnum segja frá válegum tíðindum af ósonlaginu á níunda og tíunda áratugnum, inni á milli lagstúfa …

„Þetta kort er aðallega hugsað fyrir þá sem eru að skipuleggja ferðalagið sitt og skoða áður en þeir leggja af stað hvar er heppilegast að hlaða,“ segir Eyrún Gígja Káradóttir, verkefnastjóri hjá Orkusetri. Orkustofnun hefur núna á heimasíðu sinni birt nýtt kort sem sýnir allar hraðhleðslustöðvar á Íslandi. Stefnt er á að gefa kortið út sem app …

Áhugafólk um loftslagsmál á Íslandi hefur núna um allnokkurt skeið endurhlaðið fréttasíður í eftirvæntingarfullri bið eftir því að nýtt Loftslagsráð verði skipað. Nú er loksins komið að því. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku- og loftslagsráðherra, hefur gengið frá skipan nýs ráðs, eins og tilkynnt hefur verið á heimasíðu Stjórnarráðsins.  Loftslagsráði er ætlað að gegna lykilhlutverki í viðureign Íslendinga …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Hlutur hreinna, endurnýjanlegra orkugjafa í raforkuframleiðslu heimsins er nú í fyrsta skipti kominn yfir 30 prósent. Þetta sýna nýjar tölur um raforkuframleiðslu á heimsvísu, fyrir árið 2023. Það er sjálfstætt alþjóðlegt rannsóknarsetur á sviði loftslags- og orkumála, Ember, sem heldur þessum tölum til haga. Í glóðvolgri skýrslu um málið fullyrða rannsakendur að á síðasta ári hafi …

Að meðaltali losar hver Íslendingur um það bil 12 tonn af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið á ári. Víða á netinu er hægt að kaupa kolefnisjöfnun á 12 tonnum fyrir 20 þúsund krónur eða svo. Þá er eðlilegt að margur spyrji: Ef fólk gerir þetta árlega, er fólk þá ekki bara í góðum málum? Gagnvart svona …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Á fjárlögum sænska ríkissins er gert ráð fyrir að 5 milljarðar sænskra króna, jafnvirði um 75 milljarða íslenskra króna, fari í aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú hefur ríksistjórnin ákveðið að bæta við 100 milljónum sænskra til viðbótar, eða 1,3 milljörðum íslenskra króna, í átak til að fjölga hleðslustöðvum. „Á þessu sviði viljum …

Gert er ráð fyrir því að næstu daga tilkynni danska ríkisstjórnin ákvörðun sína um að leggja 360 kílómetra langa vetnisleiðslu frá bænum Lille Torup á Norður-Jótlandi og suður til Þýskalands, með viðkomu í bæjunum Viborg, Holstebro, Esbjerg, Vejen og  Fredrecia. Þetta þykja stórtíðindi fyrir dönsku þjóðina því vetnisleiðslan hefur lengi verið á teikniborðinu en ekki …

Umhverfisstofnun Evrópu hefur sent frá sér greiningu á þeim áhættum sem felast í loftslagsbreytingum í álfunni, en samkvæmt mælingum er Evrópa sú álfa sem nú hitnar hraðast vegna gróðurhúsaáhrifa. Stofnunin hefur greint alls 36 tegundir af loftslagsógnum sem geta valdið usla í löndunum, þar á meðal á Íslandi. Margar þeirra eru þegar farnar að láta verulega að …

Að halda risastóran alþjóðlegan íþróttaviðburð er gríðarlegt verkefni. Borgir þurfa að geta tekið á móti þúsundum keppenda og milljónum áhorfenda, samgöngur þurfa að vera með besta móti, íþróttamannvirki uppá hið allra besta, og allur aðbúnaður óaðfinnanlegur.  Þegar svona verkefni blasir við er viðbúið að sjónarmið umhverfisverndar, hringrásarhagkerfis og kolefnisspors og þess háttar fjúki út um gluggann. …

Þýski bílaframleiðandinn Mercedes-Benz hefur greint frá því að rafbílnum Vision EQXX hafi á dögunum verið ekið rúmlega 1.000 kílómetra leið frá Riyadh til Dúbæ á einni hleðslu. Meðaleyðslan var 7.4 kílóvattstundir á 100 km. leið. Þetta samsvarar því að bensínbíll eyddi um 0.9 lítrum á 100 km. Ökuleið Vision EQXX lá að sögn framleiðandans um …

Nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar um verndun sjávar hóf vikulanga fundalotu í London í morgun þar sem m.a. verður rætt um aðgerðir til að draga úr losun CO2 frá kaupskipaflota heimsins. Vinnuhópur hefur fjallað um þau mál síðustu daga. IMO er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …