Samfélagsmiðlar

Veitingar

ForsíðaVeitingar

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Hátíðirnar eiga það sameiginlegt að bjóða bæði upp á mat sem er einstakur fyrir svæðið og tengdur því á einhvern hátt, en einnig rétti frá öllum heimshornum enda rekja Bandaríkjamenn rætur sínar víða. Hér eru nokkrar af helstu matarhátíðum vestanhafs á næstu misserum.Austin Food + Wine FestivalHátíðin fer fram í byrjun nóvember og er þekkt …

Það styttist í frumsýningu heimildarþáttanna Alætan, eða Omnivore, þar sem danski listakokkurinn René Redzepi á Noma í Kaupmannahöfn leiðir áhorfendur um undraveröld matarins. Í þáttunum er farið vítt um heiminn, m.a. til Danmerkur, Serbíu, Tælands, Spánar, Japans, Djibútí, Perú, Suður-Kóreu, Frakklands, Kólombíu, Indlands, Balí, Rúanda, Mexíkó og Bandaríkjanna. Meðal þess sem verður kannað er hvernig …

Fæstir hafa tæki og tól til að ná stórkostlegum náttúrulífsmyndum eða norðurljósum í fullum skrúða. En nokkuð sem oftar en ekki má finna í miklu magni á myndavélum og símum okkar flestra eru myndir af mat. Þær myndir eru þó líklega ekki í sama gæðaflokki og ljósmyndir sem Pink Lady Food Photographer of the Year …

Róbert Aron Magnússon er maðurinn á bak við Götubitahátíðina sem hann setti á fót eftir að hafa kynnst viðlíka matarviðburðum og hátíðum í London: „Ég var búsettur þar úti í 11 ár og þegar ég kem heim er ekkert svona í gangi hér. Svo ég sló til og setti þetta í loftið. Götubitahátíðin byrjaði af …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Plantefonden er stofnun sem hefur það að markmiði að styðja við rannsóknir, þróun og kynningu á plöntumiðuðum matvælum og landbúnaði. Stofnunin einbeitir sér að því að efla sjálfbæran landbúnað og plöntumiðaða fæðu með því að styðja við nýsköpun og fræðslu innan þessara sviða og vinnur með háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum til að stuðla að þróun …

Hann er önnum kafinn við að búa til smjördeig fyrir bökurnar þegar símaviðtalið hefst en er með hendurnar frjálsar og spjallar á meðan. Smjördeigið á leið yfir botninn með fyllingunni - MYND: © Arctic Pies „Við vorum þrír Ástralir sem stofnuðum þetta fyrirtæki saman og tengdum í gegnum þessa sömu matarupplifun. Það er pínu flókið …

Löngu áður en hið svokallaða „Bulletproof“ kaffi leit dagsins ljós settu Tíbetar smjörklípu út í morgunteið sitt til að byrja daginn á rjúkandi og næringarríkan hátt. Í köldu háfjallalofti Himalaja-fjallanna hefur þessi salti, rjómakenndi og hitaeiningaríki drykkur orðið að daglegri hefð sem er ómissandi í matarmenningu þjóðarinnar.Á máli heimamanna nefnist drykkurinn „po cha,“ sem einfaldlega …

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

René Redzepi og félagar sitja ekki auðum höndum þrátt fyrir að veitingastaðnum Noma verði lokað í núverandi mynd í lok ársins. Matarrannsóknarstofan Noma 3.0 er í bígerð, þar sem veitingahúsastimpillinn verður skilinn eftir og upplifun, uppgötvanir og þróun verða í öndvegi. Rannsóknaverkefnið Noma 3.0 - MYND: Heimasíða NomaMarga rak í rogastans þegar fréttist að Noma …

„Rauðvínsfólkið hefur verið svolítið út undan en við erum afar meðvituð um þá miklu spurn sem er eftir góðu, óáfengu rauðvíni. Að okkar mati hafa hins vegar engir framleiðendur haft til að bera það sem við sækjumst eftir í góðu rauðvíni – fyrr en núna,“ segir Sólrún María Reginsdóttir, framkvæmdastjóri Akkúrat, sem sérhæfir sig í …

Ef einhver hefur dreypt á kampavíni og hugsað sem svo: „Ég myndi njóta þess miklu betur að drekka þetta ef ég vissi nákvæmlega hvað það væru margar loftbólur í þessu glasi“ þá er leitinni hér með lokið. Nýlega hafa vísindamenn sýnt fram á að hægt er að segja nokkuð nákvæmlega til um fjölda búbbla í …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …