Samfélagsmiðlar

Veitingar

ForsíðaVeitingar

Plantefonden er stofnun sem hefur það að markmiði að styðja við rannsóknir, þróun og kynningu á plöntumiðuðum matvælum og landbúnaði. Stofnunin einbeitir sér að því að efla sjálfbæran landbúnað og plöntumiðaða fæðu með því að styðja við nýsköpun og fræðslu innan þessara sviða og vinnur með háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum til að stuðla að þróun …

Hann er önnum kafinn við að búa til smjördeig fyrir bökurnar þegar símaviðtalið hefst en er með hendurnar frjálsar og spjallar á meðan. Smjördeigið á leið yfir botninn með fyllingunni - MYND: © Arctic Pies „Við vorum þrír Ástralir sem stofnuðum þetta fyrirtæki saman og tengdum í gegnum þessa sömu matarupplifun. Það er pínu flókið …

Löngu áður en hið svokallaða „Bulletproof“ kaffi leit dagsins ljós settu Tíbetar smjörklípu út í morgunteið sitt til að byrja daginn á rjúkandi og næringarríkan hátt. Í köldu háfjallalofti Himalaja-fjallanna hefur þessi salti, rjómakenndi og hitaeiningaríki drykkur orðið að daglegri hefð sem er ómissandi í matarmenningu þjóðarinnar.Á máli heimamanna nefnist drykkurinn „po cha,“ sem einfaldlega …

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

René Redzepi og félagar sitja ekki auðum höndum þrátt fyrir að veitingastaðnum Noma verði lokað í núverandi mynd í lok ársins. Matarrannsóknarstofan Noma 3.0 er í bígerð, þar sem veitingahúsastimpillinn verður skilinn eftir og upplifun, uppgötvanir og þróun verða í öndvegi. Rannsóknaverkefnið Noma 3.0 - MYND: Heimasíða NomaMarga rak í rogastans þegar fréttist að Noma …

„Rauðvínsfólkið hefur verið svolítið út undan en við erum afar meðvituð um þá miklu spurn sem er eftir góðu, óáfengu rauðvíni. Að okkar mati hafa hins vegar engir framleiðendur haft til að bera það sem við sækjumst eftir í góðu rauðvíni – fyrr en núna,“ segir Sólrún María Reginsdóttir, framkvæmdastjóri Akkúrat, sem sérhæfir sig í …

Ef einhver hefur dreypt á kampavíni og hugsað sem svo: „Ég myndi njóta þess miklu betur að drekka þetta ef ég vissi nákvæmlega hvað það væru margar loftbólur í þessu glasi“ þá er leitinni hér með lokið. Nýlega hafa vísindamenn sýnt fram á að hægt er að segja nokkuð nákvæmlega til um fjölda búbbla í …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

„Ég er alinn upp á höfuðborgarsvæðinu en var sendur í sveit á sumrin sem unglingur. Eftir stúdentspróf lá leiðin í Bændaskólann á Hvanneyri og síðar í Háskóla Íslands. Ég réði mig í fullt starf til Bændasamtakanna árið 2002 og var þar í 19 ár í útgáfu- og kynningarmálum, stýrði meðal annars útgáfu Bændablaðsins og vann …

Erla Þóra útskrifaðist sem kokkur árið 2017 og matreiðslumeistari þremur árum síðar. Hún er 27 ára, uppalin í Laugardalnum og var snemma harðákveðin í að verða kokkur. „Ég byrjaði að vinna á veitingastöðum þegar ég var bara unglingur. Fyrst á Tapasbarnum þegar ég var 13 ára og svo í mörg ár í þeirri keðju, Apótekinu …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …