Samfélagsmiðlar

Veitingar

ForsíðaVeitingar

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Fyrstu þekktu heimildir um eiginlega viskígerð er að finna í Skotlandi frá árinu 1494. Heitið kemur sömuleiðis úr gelísku, uisge beatha, sem líkt og latínan aqua vitae þýðir „vatn lífsins“. Skotland deilir um 150 kílómetra löngum landamærum að Englandi í suðaustri en er annars umlukt sjó þar sem því tilheyra yfir 790 eyjar og smáeyjar, …

Vínrækt hefur lengi fylgt manninum og nú á tímum eru nokkur þekktustu vínræktarlöndin fjölsótt af ferðafólki. Dugar þar að nefna Frakkland, Ítalíu, Spán, Portúgal og Þýskaland hér í Evrópu. Töluvert veigamikill þáttur í ferðaþjónustu þessara landa er að veita innsýn í vínrækt og víngerð. Þá er vínið auðvitað hluti af máltíð þeirra ferðamanna sem á …

„Ég var svo sem ekki mikil sinnepsmanneskja þar til ég kynntist skánska sinnepinu í Svíþjóð. Við tókum eitthvað af því með okkur þegar að við fluttum heim. Svo var það fyrir ein jólin að ekki var til skánskt sinnep á heimilinu. Sinnepið var alveg ómissandi við að glassera jólaskinkuna, svo bóndinn spurði mig hvort ég …

Vínbúgarðurinn Château Clos de Boüard er í Montagne-Saint-Émilion í Bordeaux, þekktasta vínhéraði heims. Framleiðsla héraðsins er eftirsótt, allir sem kunna á annað borð að meta gott vín vilja gjarnan lyfta glasi af Bordeaux af og til. En hinum fjölgar meira sem kæra sig ekki um vínandann í flöskunni. Coralie De Boüard stýrir vínbúgarði fjölskyldunnar farsællega …

Í lok síðasta árs lést ástralski sjónvarpskokkurinn Bill Granger en hans er ef til vill einna helst minnst sem guðföður morgunverðarins „avókadó á ristuðu brauði“. Sjálfur átti Granger agnarsmátt kaffihús í Melbourne á fyrstu dögum ferilsins þar sem plássleysið gerði það að verkum að ekki var hægt að bjóða upp á flókna matseld. Fljótlega varð …

Í dagblaðinu Palm Beach Post birtist grein árið 1966 þar sem huggulegheitamat (e. comfort food) var lýst sem svo að hann kveikti notalegar minningar úr æsku og hefði þann mátt að hressa og hugga. Það var svo ekki ómerkari manneskja en Liza Minelli sem fjórum árum síðar lét hafa eftir sér í viðtali að “comfort …

„Ég kem úr fjölskyldu þar sem enginn drekkur áfengi, fyrir utan pabba sem fær sér örsjaldan rauðvínsglas. Mamma hefur aldrei drukkið áfengi og af henni lærðum við að velja áfengislausan lífstíl. Sjálf drekk ég hvorki gosdrykki né djúsa, bara vatn og í seinni tíð áfengislausa drykki. Það voru tengdaforeldrar mínir sem færðu okkur einu sinni …

Driffjöðurin á bak við Ostagerðarfélag Önfirðinga er Eyþór Jóvinsson. Félagið á sér langa og merkilega sögu en það var fyrst stofnað árið 1923: „Jón hafði farið út til Frakklands, til Roquefort, að læra ostagerð. Hann kemur svo hingað heim með gerla þaðan og fer að prófa sig áfram. Úr verður hinn íslenski og upprunalegi gráðaostur, …

Úlfar er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann verið í fararbroddi matreiðslumenningar hér á landi árum saman. Auk þess að vera manna fróðastur um villibráð er hann líka Íslandsmeistari í grænmetisréttum og gaf nýverið út bókina Veislumatur Landnámsaldar ásamt Kristbirni Helga Björnssyni sagnfræðingi og Karli Petersson ljósmyndara. Höfundar bókarinnar Veislumatur landnámsaldar: Úlfar, Kristbjörn og …

Eins og flestir þekkja er reyking nú á dögum aðferð til að bragðbæta mat með því að láta hann standa í reyk af glóandi taði, mó eða viði í lokuðu rými. Að reykja kjöt er ein elsta verkunar- og geymsluaðferð í sögu mannkyns og sú leið hefur heldur betur staðist tímans tönn. Elstu menjar um …

Tamarind er tré af ertublómaætt sem er upprunnið í Afríku. Á trénu vaxa belgir með ætum fræjum og trefjakenndu innvolsi. Það er mikið notað í matargerð í afrískri, karabískri, mexíkanskri og asískri menningu en er einnig að sækja í sig veðrið á Vesturlöndum og í matargerð þar sem sæt-súr keimur er vinsæll. Bókstafleg þýðing orðins …

Í lok áttunda áratugarins brá Reade fjölskyldan frá Somerset sér í sumarfrí til eyjunnar Mull. Hjónin Jeff og Christine, kölluð Chris, og synir þeirra fjórir voru svo hrifin að í kjölfarið tóku þau ákvörðun um að flytjast búferlum og koma sér fyrir á eyjunni. Þau voru þá með kúabú í Somerset og tóku ákvörðunina meðal …

Úttekt TIME horfir ekki aðeins til nýrra matartegunda heldur einnig tækjabúnaðar og vinnsluaðferða sem lofa góðu. Hér er stiklað á stóru yfir skemmtilegar, spennandi og líklega nokkuð gagnlegar nýjungar.Sykurskrautpenninn Hér er á ferð 3D tækni sem, ekki ósvipað hefðbundnum 3D penna, gerir notandanum kleift að teikna upp form og fígúrur úr sykurlegi sem harðnar. Penninn …

Vinsældirnar niðursoðna fisksins dvínuðu síst eftir að heimsfaraldrinum lauk og má segja að fólk hafi verið komið á bragðið. Tik Tok-stjörnur tóku ástfóstri við litríkar og fallega hannaðar niðursuðudósir og mörg póstuðu innslögum með einföldum uppskriftum þar sem sjávarfang úr dós lyfti einfaldri máltíð upp á æðra plan. Vídeó um allt sem viðkemur fiski úr …