Samfélagsmiðlar

Hallirnar í heimahéraði Jóakims prins

Búseta danska prinsins rétt við þýsku landamærin er hluti af gamalli varnaráætlun dönsku hirðarinnar.

Schackenborgarhöll þar sem Jóakim, sonur Margrét Þórhildar, býr
Við Schackenborg slottið, syðst á Jótlandi, ræktar Jóakim prins kartöflur sem fást í flestum matvöruverslunum í Danmörku. Þessi mikla dreifing segir sína sögu um umfang búskaparins sem prinsinn stundar á jörðunum sem hann fékk til umráða þegar hann gekk að eiga fyrri eiginkonu sína, Alexöndru.

Við skilnað þeirra hélt hann Schackenborg en hún flutti í villu við Svanemøllen lestarstöðina í Kaupmannahöfn. Það hefur sennilega ekki komið til greina að hann flytti lögheimili sitt annað enda er löng hefð fyrir því að fulltrúi konungsfjölskyldunnar búi á þessu landsvæði sem þýskir hertogar hafa girnst svo mjög í gegnum tíðina.

Ófriðasvæði

Schackenborg er aðeins sjö kílómetra frá landamærunum að Þýskalandi og hinir voldugu nágrannar hafa lengi gert tilkall til þessara fínu bújarða sem finna má syðst á Jótlandi. Af þeim sökum voru orustur algengar á þessum slóðum og reistu sigurvegararnir sér þá hallir til að undirstrika sigurinn og um leið efla varnirnar. Sum þessara mannvirkja standa í dag og eru opin almenningi.

Hér eru nokkrar hallir á þessu svæði sem vert er heimsækja:

Koldinghus
Koldinghus

Var upphaflega virki þegar það var byggt fyrri nærri 750 árum síðan en var síðar breytt í höll. Elstu varðveittu hlutar þessa tignarlega mannvirkis eru frá fimmtándu öld.

Schackenborg slot

Það eru ekki margar hallir í dag sem státa af því að vera lögheimili konungsfólks en í nærri 20 ár hefur Jóakim prins, sonur Margrétar Þórhildar drottningar búið þar. Þess vegna er aðeins lítill hluti af hallarbyggingunum opin almenningi. Prinsinn hefur haft það orð á sér að vera mikill gleðimaður og því viðeigandi að við Schackenborgarhöll er krá sem tilheyrir henni og þar er tilvalið að fá sér góðan danskan hádegisverð eigi maður leið um bæinn.

Glyksburg
Glyksborg (Glückburg)

Falleg höll sem byggð var á endurreisnartímabilinu og hýsir í dag menningarsögusafn og marga sögufræga listmuni. Glyksborg stendur við fallegt vatn og í garðinum eru sítrustré.

Þessi grein er skrifuð í samstarfi við:

 

 

Myndir: Denmark Media Center – Bach Fotografi, Dorthe Krogh, Gorm Casper

TENGDAR GREINAR: Fallegasta þorpið í Danmörku
TILBOÐ:
Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …