Samfélagsmiðlar

Hallirnar í heimahéraði Jóakims prins

Búseta danska prinsins rétt við þýsku landamærin er hluti af gamalli varnaráætlun dönsku hirðarinnar.

Schackenborgarhöll þar sem Jóakim, sonur Margrét Þórhildar, býr
Við Schackenborg slottið, syðst á Jótlandi, ræktar Jóakim prins kartöflur sem fást í flestum matvöruverslunum í Danmörku. Þessi mikla dreifing segir sína sögu um umfang búskaparins sem prinsinn stundar á jörðunum sem hann fékk til umráða þegar hann gekk að eiga fyrri eiginkonu sína, Alexöndru.

Við skilnað þeirra hélt hann Schackenborg en hún flutti í villu við Svanemøllen lestarstöðina í Kaupmannahöfn. Það hefur sennilega ekki komið til greina að hann flytti lögheimili sitt annað enda er löng hefð fyrir því að fulltrúi konungsfjölskyldunnar búi á þessu landsvæði sem þýskir hertogar hafa girnst svo mjög í gegnum tíðina.

Ófriðasvæði

Schackenborg er aðeins sjö kílómetra frá landamærunum að Þýskalandi og hinir voldugu nágrannar hafa lengi gert tilkall til þessara fínu bújarða sem finna má syðst á Jótlandi. Af þeim sökum voru orustur algengar á þessum slóðum og reistu sigurvegararnir sér þá hallir til að undirstrika sigurinn og um leið efla varnirnar. Sum þessara mannvirkja standa í dag og eru opin almenningi.

Hér eru nokkrar hallir á þessu svæði sem vert er heimsækja:

Koldinghus
Koldinghus

Var upphaflega virki þegar það var byggt fyrri nærri 750 árum síðan en var síðar breytt í höll. Elstu varðveittu hlutar þessa tignarlega mannvirkis eru frá fimmtándu öld.

Schackenborg slot

Það eru ekki margar hallir í dag sem státa af því að vera lögheimili konungsfólks en í nærri 20 ár hefur Jóakim prins, sonur Margrétar Þórhildar drottningar búið þar. Þess vegna er aðeins lítill hluti af hallarbyggingunum opin almenningi. Prinsinn hefur haft það orð á sér að vera mikill gleðimaður og því viðeigandi að við Schackenborgarhöll er krá sem tilheyrir henni og þar er tilvalið að fá sér góðan danskan hádegisverð eigi maður leið um bæinn.

Glyksburg
Glyksborg (Glückburg)

Falleg höll sem byggð var á endurreisnartímabilinu og hýsir í dag menningarsögusafn og marga sögufræga listmuni. Glyksborg stendur við fallegt vatn og í garðinum eru sítrustré.

Þessi grein er skrifuð í samstarfi við:

 

 

Myndir: Denmark Media Center – Bach Fotografi, Dorthe Krogh, Gorm Casper

TENGDAR GREINAR: Fallegasta þorpið í Danmörku
TILBOÐ:
Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …