Samfélagsmiðlar

Innblástur

ForsíðaInnblástur

Þeir sem ætla að vera á ferðinni í vetur geta valið úr reglulega áætlunarflugi til hátt í 60 borga í Evrópu og Norður-Ameríku. Í sumum tilvikum verða ferðirnar fáar á meðan þoturnar fljúga nokkrum sinnum á dag til annarra. Það eru Icelandair og Play sem eru lang umsvifamest í flugi til og frá landinu en …

Það verða á boðstólum reglulegar flugferðir héðan til hátt í 70 erlendra borga í sumar sem er nokkru minna en sumarið 2018 þegar umferðin um Keflavíkurflugvöll náði hámarki. Til viðbótar við áætlunarflugið þá eru stærstu ferðaskrifstofur landsins með tíðar ferðir á vinsæla sólarlandastaði og allir nema einn teljast til Spánar. Með því að slá inn …

Halla, börn og farteski

Eigum við að taka bílstólinn með? Hvernig kerru er best að taka? Eru moskítóflugur á staðnum? Hvað með ferðarúmið og ferðapúðann og ferða-allt-hitt sem við keyptum eða gætum keypt? Að halda á litlu barni er alltaf jafn sérstakt, það gleymist svo hratt hversu lítil börn geta verið á fyrstu vikunum og mánuðunum. Að pakka í …

Tæland - Halla

Þær eru víst að leita að næringarefnum fyrir eggin sín, moskítóflugurnar. Þær bíta mig til að geta fjölgað sér. Eitt andartak fæ ég smá samúð með þeim, en hún víkur fyrir þörfinni til að passa afkvæmin mín. Þá er ég alveg tilbúin að drepa, það er að segja flugur.  Í Tælandi er talsvert afslappaðra viðhorf …

Ég dró djúpt andann áður en ég settist inn í smárútuna. Ég vildi muna lyktina; þetta undarlega sambland af steiktum mat, kryddi og ferskum ávöxtum, útblæstri frá úr sér gengnum mótorhjólum, reykingum og reykelsum og sveittum fötum bakpokaferðlanga. Ég tók líka með mér hávaðann í umferðinni, hrópandann í sölumönnum með „special price for you my …

Siggi og Marianie

Það er alltaf áhugavert að heyra af ferðum landa okkar á fjarlægar slóðir. Um hávetur sækjast æ fleiri eftir því að komast í mildara loftslag og meiri birtu. Flestir láta sér þá duga að fara til Tenerife eða annarra Kanaríeyja en alltaf heyrir maður sögur af einhverjum sem fara miklu lengra – til enn fjarlægari …

Það fyrsta sem gladdi ferðalang eldsnemma þennan mánudagsmorgun var að fylgjast með gömlu Róm nudda stýrurnar úr augunum og vakna rólega. Leigubíll var pantaður á gististað í Trastevere um klukkan hálfsjö og þaðan haldið á Piazza del Popolo. Stundu síðar átti að sjá þar til ferða manns í stuttum jakka og með derhúfu - leiðsögumannsins …

Róm er meðal vinsælustu ferðamannaborga Evrópu en aðeins hálfdrættingur á við París og London. Á sama tíma og Róm fær 9-10 milljónir gesta á venjulegu ári mega þau í París og London vænta þess að fá 19-20 milljónir gesta. En þrátt fyrir þennan mun á fjölda er engu líkara en kransæðastífla sé yfirvofandi þegar ferðamaðurinn …

Þau sem ferðuðust í sumar til Lissabon en höfðu áhuga á að fara líka til Porto gátu auðveldlega gert það með því að hoppa upp í lest á Oriente-stöðinni í Lissabon, halla sér aftur á bak og sjá landslagið líða hjá í um þrjár klukkustundir á leiðinni á Campanhã-stöðina í Porto. Fargjaldið fyrir einn fullorðinn …

Hér áður fyrr var Wow Air eitt um að fljúga fljúga Íslendingum í skíðaferðir til Austurríkis og stjórnendur Play hafa sennilega vonast eftir að fá frið fyrir Icelandair á þessari leið. Svo fór ekki því stuttu eftir að Play hóf sölu á flugmiðum til Salzburg í fyrra þá gerði Icelandair slíkt hið sama. Og nú …

Allir ættu að komast til Frakklands ef hugurinn leitar þangað. París er auðvitað stórkostleg en hún er ekki Frakkland. Innan seilingar frá heimsborginni fögru eru slóðir sem sannarlega er vert að heimsækja. Normandi er eitt þeirra héraða sem áhugavert er að kynnast. Það tekur aðeins rétt rúmar tvær klukkustundir að fara með lest frá Saint-Lazare-stöðinni …

Meðal þess fyrsta sem fólk hugar að við skipulagningu ferðalags er auðvitað gistingin. Hvar eigum við að gista? Fólk skoðar kostina sem eru í boði á bókunarsíðum og byrjar á að ákveða hvort það vilji dvelja á hefðbundnum hótelum eða fara ótroðnari slóðir, bóka gistingu á gistihúsum með persónulegra sniði, jafnvel í heimagistingu. Svo eru …

Þeir sem komast til útlanda með stuttum fyrirvara fá flugmiða til Tenerife fyrir aðeins 9 þúsund krónur á morgun hjá Plúsferðum. Lagt er í hann frá Keflavíkurflugvelli klukkan 8:20 og ef flogið er heim á ný þann 20.júlí þá kosta báðir flugleggirnir á 28 þúsund krónur. Þetta er mun lægra fargjald en er í boði …

Sjónvarpsstöðin N4 mun bjóða upp á tvær nýjar þáttaraðir í sumar þar sem umfjöllunarefnið eru ferðalög innanlands.  Annars vegar er um að ræða ferðaþáttaseríu sem nefnist “Sjá Suðurland”.  Þar ferðast vinkonurnar Ásthildur Ómarsdóttir og María Finnbogadóttir, atvinnuskíðakona, á Go Campers bíl um Suðurland. Ætlunin er að fá adrenalínið til að stíga með því að prófa …

Nú rúmum tveimur vikum fyrir jól þá kostar flugsæti í þotum Norwegian, sem fljúga til Tenerife dagana fyrir jól, rétt um 135 þúsund krónur. Aftur á móti er tíu sinnum ódýrara fyrir íbúa Tenerife að fljúga til Íslands þessa daga. Pakkaferðir ferðaskrifstofanna til spænsku eyjunnar eru hins vegar uppseldar enda löng hefð fyrir jólaferðum Íslendinga …

Frakkland hefur lengi verið það land sem flestir útlendingar heimsækja og Frakkar eru fjölmennir í hópi ferðamanna hér á landi. Engu að síður hefur fókusinn í Frakklandsflugi Icelandair verið á París á meðan WOW hélt úti flugi til bæði höfuðborgarinnar en líka til Lyon á sumarin. Sumarið 2018 nýttu nærri 19 þúsund farþegar sér flug …

Frá Václav Havel flugvelli í Prag fljúga þotur systurfélaganna Czech Airlines og Smartwings títt til borga sem liggja við Miðjarðarhafið. Og stjórnendur félaganna gera sér vonir um að næsta sumar verði fleiri Íslendingar um borð í ferðunum suður á bóginn að sögn Vladimira Dufkova, talskonu Smartwings samsteypunnar. Ástæðan er sú næsta sumar mun Czech Airlines bjóða upp á daglegar …

charleston

Hin ýmsu ferðarit birta reglulega topplista í hinu og þessu sem viðkemur ferðalögum. Og í vikunni birti breski armur Conde Nast Traveller ferðatímaritsins niðurstöður lesendakönnunar ársins. Þar var meðal annars spurt hvaða áfangastaðir heilla mest og hér er svarið. Ferðamannaborgir ársins að mati lesenda Conde Nast Traveller. Charleston í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum Merida í Yucatan …