Samfélagsmiðlar

Íslendingar við konunglegt brúðkaup í Bútan

Það verður hátíð í bæ þegar íslenskt ferðafólk mætir til Bútan í október.

Þeir eru örfáir hér á landi sem heimsótt hafa smáríkið Bútan í Himanlæjafjöllum. Ekki er það bara fjarlægðinni um að kenna því landið hefur verið nánast lokað fyrir útlendingum og heimsóknir ferðamanna eru ennþá takmarkaðar. Í október gefst Íslendingum einstakt færi á að heimsækja landið því þá efnir ferðaskrifstofan Óríental til fyrstu hópferðar Íslendinga þangað. Það vill svo skemmtilega til að á sama tíma mun hin ungi konungur þeirra í Bútan, Jigme Khesar Namgyel Wangchuck, ganga í hjónaband og má búast við töluverðum hátíðarhöldum í landinu á þeim tíma.

Mælanleg hamingja

Íbúar Bútan eru strangtrúaðir búddistar og þar hafa trúarbrögðin varðveist vel enda hefur áreitið utan frá verið lítið þó landið sé mitt á milli tveggja fjölmennustu ríkja heims, Kína og Indlands. Og öfugt við nágrannaríkin þá eru yfirvöld í Bútan ekki svo upptekin af hagtölum og mæla heldur hversu hátt hlutfall íbúanna er hamingjusamur. Samkvæmt nýjustu tölum þá er það hvorki meira né minna en 97 prósent.

Hvort sjónvarps- og internetleysið hafi þar áhrif skal ósagt látið en það eru ekki meira en tíu ár síðan að þessir tímaþjófar voru fyrst settir í samband í Bútan. Sígarettur spilla heldur ekki heilsu þjóðarinnar því þær eru ólöglegar í landinu.

Landkönnunarleiðangur Óríental um fjallasali þessa dularfulla konungsríkis hefst 11. október og kostar 687.000 á mann. Á heimasíðu ferðaskrifstofunnar má finna lýsingu á þessari einstöku reisu.

NÝJAR GREINAR: 5 bestu ódýru veitingastaðirnir í Kaupmannahöfn
Hotels.com: Sumarútsala – bókaðu gistingu með 40% afslætti

Myndir: Wikicommons og Konunglega skrifstofan í Bútan

Nýtt efni

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur verð á flugmiðum frá Íslandi til útlanda verið ódýrara en á sama tímabili í fyrra. Í maí lækkaði verðið um 5,7 prósent samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar en til samanburðar hækkaði verðlag almennt um 6,2 prósent á milli ára. Verðmælingar Hagstofunnar ná til fleiri flugfélaga en þeirra íslensku en þau standa …

Þess hefur verið beðið að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti um refsitolla á innflutning kínverskra rafbíla. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um óeðlilega mikinn ríkisstuðning við innlenda framleiðendur og var þetta meðal umræðuefna í Evrópuferð forseta Kína nýverið. Ný tollheimta myndi þýða milljarða evra aukalegar álögur á kínverska rafbílaframleiðendur.  Xi-Jingping, forseti Kína - MYND: Britta Pedersen/dpa-Zentralbild/dpa/Alamy Nú …

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …