Samfélagsmiðlar

Vegabréf er þarfaþing

Við getum ferðast passalaus innan Norðurlandanna og til Schengen svæðisins. Þrátt fyrir það er best að pakka vegabréfinu niður áður en haldið er í hann þó ferðinni sé aðeins heitið til nágrannaríkjanna.

Það eru margir hér á landi sem gleyma að endurnýja vegabréfin sín tímanlega. Síðastliðin júní var til að mynda fjórði hver passi gefinn út í skyndi og vegabréf framlengd rétt fyrir brottför á Keflavíkurflugvelli. Sumir átta sig hins vegar of seint á því að passinn sé útrunninn eða gleyma honum heima og hafa ekki tíma til að snúa við. Það er hægt að komast úr landi passalaus ef ferðinni er heitið til Norðurlandanna eða landa innan Schengen svæðisins. Það er þó alls ekki víst að fólk komist langt án passans því flugfélög geta krafist þess að farþegarnir framvísi vegabréfi sem skilríkjum.

Vegabréf er öruggasti kosturinn

„Við innritun í okkar flug förum við fram á að farþegar sýni gild opinber skilríki með mynd, sem geta verið vegabréf eða ökuskírteini. Þegar flogið er til áfangastaðar utan Schengen er alltaf krafist vegabréfs. Þá er krafa um að börn séu alltaf með vegabréf,“ segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express aðspurður um hvaða reglur gilda hjá fyrirtækinu varðandi passa.

Guðjón Arngrímsson hjá Icelandair ráðleggur fólki að ferðast ekki án vegabréfs. „Flugrekandi ber ábyrgð á því að ganga úr skugga um að viðkomandi farþegi sé í raun sá sem hann segist vera. Til þess þarf örugg skilríki og þar er vegabréf langbesti kosturinn. Þess vegna ráðleggjum við fólki að ferðast ekki milli landa nema hafa vegabréfið með. Önnur opinber skilríki, þ.e. ökuskírteini og nafnskírteini, geta einnig dugað til þess að ferðast í flugi milli landa á Norðurlöndunum og innan Schengen svæðisins, en vegabréfið er öruggasti kosturinn og án þess getur fólk vissulega lent í vandræðum á ferðalögum sínum.“

Það er því ekki nóg að komast um borð í flugvélina án passa. Þegar kormið er á áfangastað getur fólk lent í vanda án passans því þess er krafist að þeir sem ferðast á Schengen svæðinu hafi gild persónuskilríki meðferðis. Samkvæmt vef utanríkisráðuneytisins eru engin önnur raunveruleg persónuskilríki gefin út hér á landi og ráðuneytið segir því mikilvægt að íslenskir ferðamenn hafi ávallt vegabréf sitt meðferðis.

Af ofantöldu má ráða að það ætti enginn að leggja í ferðalag út fyrir landsteinana án vegabréfs.

TENGDAR GREINAR: Fjórða hvert vegabréf afgreitt í skyndi
NÝJAR GREINAR: Á heimavelli: Kristín í ParísBesti veitingastaður Norðurlanda

Mynd: Þjóðskrá

Nýtt efni

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …