Samfélagsmiðlar

Vinsældir Berlínar dvína meðal Íslendinga

Þrátt fyrir fleiri ferðir héðan til höfuðborgar Þýskalands leggja færri leið sína þangað en áður. Almennt fjölgaði ferðamönnum þó í borginni.

Það voru fjögur félög sem flugu milli Keflavíkur og Berlínar í sumar.  Síðustu mánuði hefur Wow air flogið þangað tvisvar í viku en ekkert vetrarflug var í boði til borgarinnar í fyrra. Þrátt fyrir aukið framboð á flugsætum hefur heimsóknum Íslendinga til borgarinnar fækkað úr rúmlega níu þúsund niður í 7.671 samkvæmt tölum frá ferðamálaráði Berlínar. Það jafngildir 18 prósent minnkun. Þess ber þó að geta að árið 2011 fjölgaði komum íslenskra túrista í borginni um tvo þriðju.

Aðeins Grikkir drógu meira úr ferðum sínum en Íslendingar

Dramatísk saga, blómstrandi menning og hagstætt verðlag eru meðal þess sem laðar sífellt fleiri ferðamenn til Berlínar. Í fyrra jókst fjöldi gesta borgarinnar um tíu af hundraði. Á lista þeirra þrjátíu þjóða sem heimsækja Berlín oftast þá voru það aðeins Grikkir sem fækkuðu ferðum sínum til Berlínar meira en Íslendingar. En eins og vitað er þá hefur kanslari Þýskalands ekki verið hátt skrifaður meðal grísks almennings undanfarin misseri.

Banna orlofsíbúðir

Fjölmargir Berlínarbúar hafa leigt út íbúðir til ferðamanna síðustu ár. Það hefur hækkað almennt leiguverð í borginni og yfirvöld í nokkrum hverfum borgarinnar áforma að banna útleigu á almennu íbúðahúsnæði til ferðamanna. Lesendur Túrista geta þó enn fengið afslátt af ódýrum hótelíbúðum í borginni því þær eru staðsettar í Mitte hverfinu og þar verður áfram leyfilegt að leigja út íbúðir.

Fylgstu með Túrista á Facebook

VILTU FRÍTT FREYÐIVÍN UPP Á HERBERGI Í BERLÍN?

TENGDAR GREINAR: Júlía á heimavelli í BerlínFerðafrömuðir í Berlín fíla Bowie

Mynd: Germany.travel

Nýtt efni

Í byrjun apríl tók Einar Örn Ólafsson við sem forstjóri Play eftir að hafa verið stjórnarformaður þess allt frá því að félagið hóf áætlunarflug fyrir bráðum þremur árum síðan. Stuttu eftir að Einar Örn settist á forstjórastólinn réði hann Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og gerði Arnar Má Magnússon að aðstoðarforstjóra. …

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …