Samfélagsmiðlar

Sætanýting flugfélaganna ólík

icelandair radir

Í apríl voru farþegarýmin hjá Icelandair, easyJet og Norwegian betur nýtt en á sama tíma í fyrra. Sömu sögu er ekki að segja um SAS. Í apríl voru farþegarýmin hjá Icelandair, easyJet og Norwegian betur nýtt en á sama tíma í fyrra. Sömu sögu er ekki að segja um SAS. Ekki fengu upplýsingar frá WOW air um sætanýtingu í apríl.
Þau flugfélög sem eru á hlutabréfamarkaði þurfa að reglulega að gefa upplýsingar um hversu hátt hlutfall sætanna um borð í vélunum eru skipuð í hverjum mánuði fyrir sig. Hlutfallið kallast sætanýting og er það meðal annars reiknað út frá flognum kílómetrum. Vél sem flýgur í 5 tíma til Bandaríkjanna vegur því tvöfalt þyngra, þegar nýtingin er reiknuð út, en til að mynda þota sem flýgur í tvo og hálfan tíma til Skotlands. 

Mikil lækkun hjá SAS

Í apríl voru flugfélögin Icelandair, WOW air, easyJet, SAS og Norwegian umsvifamest hér á landi samkvæmt talningu Túrista. Öll eru þau á hlutabréfamarkaði nema WOW air. Skráðu félögin hafa síðustu daga birt upplýsingar um sætanýtingu eins og þeim bera að gera og hér fyrir neðan má sjá hver nýting félaganna var í apríl.
Í töfluna vantar sætanýtingu WOW air en síðustu mánuði hafa forsvarsmenn flugfélagsins deilt þessum upplýsingum með lesendum Túrista en ekki að þessu sinni.
Hafa skal í huga að sætanýting erlendu flugfélaganna á við um allt flugfélaganna, ekki bara ferðir til og frá Íslandi.

Sætanýting flugfélaganna í apríl.

 
FlugfélagSætanýting í apríl 2015Breyting frá apríl 2014
easyJet90,8%Hækkun um 1 prósentustig
Icelandair82,2%Hækkun um 3 prósentustig
Norwegian82,4%Hækkun um 2,6 prósentustig
SAS70,1%Lækkun um 9,2 prósentustig
Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …