Samfélagsmiðlar

Síðasti séns að upplifa Kúbu eins og hún er og var

kuba stefan

Stefán Guðmundsson fararstjóri íslenskra ferðamanna á Kúbu er farinn að sjá miklar breytingar á eyjunni. Bætt samskipti bandarískra og kúbverskra stjórnvalda munu hafa mikil áhrif á lífið á stærstu eyju karabíska hafsins og ekki síður á ferðaþjónustuna eins og Stefán Guðmundsson fararstjóri íslenskra ferðamanna á Kúbu er nú þegar farinn að sjá. Hann vonast til að túrisminn verði fjölbreyttari á Kúbu á næstu árum. Túristi forvitnaðist um gang mála hjá Stefáni sem heldur brátt á ný til Kúbu með hóp íslenskra ferðamanna.

Hafa orðið breytingar síðustu í ferðaþjónustunni á Kúbu síðustu ár?
Helstu breytingarnar sem sjá má á síðustu árum, í raun allt frá því að kalda stríðinu lauk, má finna í sterkri stöðu Spánverja sem hafa fjárfest í ferðaþjónustunni á Kúbu. Spænskar hótelkeðjur á borð við Meliá eru búnar að koma sér fyrir á öllum helstu strand- og ferðamannastöðum á Kúbu – auðvitað alltaf í samvinnu við innlend yfirvöld. Í raun má segja að Spánverjar hafi nýtt sér viðskiptabann Bandaríkjanna mjög vel og eru í mjög góðri stöðu nú þegar við erum að sjá fram á að þessu banni fari að ljúka. Til marks um sterka stöðu Spánverja, má benda á að efnahagsráðsherra þeirra fer í nóvember í sína þriðju ferð til Kúbu á þessu ári. Þeir leggja því augljóslega mikla áherslu á að tryggja stöðu sína áður en Bandaríkjamenn komi aftur til Kúbu.

Er á einhvern hátt að verða síðasti séns að upplifa Kúbu eins og hún er í dag?
Já, engin spurning, þetta er síðasti séns að sjá Kúbu eins og hún er og eins og hún var. Enda hafa Evrópumenn verið að flykkjast þangað á þessu ári, í þeim tilgangi að sjá land og þjóð áður en banninu lýkur. Ferðamönnum frá Bandaríkjunum hefur líka verið að fjölga síðasta árið, bæði þeim sem fara í gegnum þriðja landið eða í gegnum þessar svokallaðar „loopholes“ í viðskiptabanninu, þ.e. að heimsækja Kúbu í menningartengdum verkefnum og ferðum. Ég hef farið til Kúbu með íslenska ferðamenn meira og minna á hverju ári síðan 2000 og í síðustu ferð minni í febrúar síðastliðnum hef ég aldrei hitt jafn marga Bandaríkjamenn í lyftu hótelsins og þá. Það er óneitanlega önnur tilfinning og upplifun en gefur jafnframt til kynna hvað koma skal.

Hvaða vonir gerir þú þér að stefnubreyting Bandaríkjastjórnar hafi á daglegt líf Kúbverja?
Maður vonar auðvitað að hinn almenni Kúbverji muni njóta góðs að því sem fyrst, en það á eftir að koma í ljós. Það er mörgum spurningum enn ósvarað þegar kemur að hvernig yfirvöld á Kúbu ætla að bregðast við þegar viðskiptabanninu lýkur. En þó svo að kerfið sé orðið ansi lúið og úr sér gengið, þá hef ég tröllatrú á mannauðinum – fólkinu í landinu og sjálfsbjargarviðleitni þess. Auk þess er verðugt að nefna að menntunarstigið í landinu er mjög hátt, og þarna er mikið af mjög hæfu fólki sem tilbúið er að skrifa næsta kafla þjóðarinnar.

Hvernig myndir þú vilja sjá ferðaþjónustuna þróast á Kúbu?
Yfir 3 miljónir ferðamanna heimsækja Kúbu á hverju ári. Mest af þessu fólki er í strandferðum og einhver hluti fer einnig til höfuðborgarinnar Havana, sem er ævintýralega skemmtilegur staður að heimsækja. En Kúba hefur uppá margt annað að bjóða fyrir ferðamenn. Ég myndi vilja sjá meira af „útivistaferðamennsku“ þar, þ.e. göngu- og hjólahópa og annað í þeim dúr. Það eru nefnilega mikið af ónýttum tækifærum í þeim málaflokki. Sierra Maestra fjallgarðurinn á austurhluta Kúbu, þar sem Fidel Castro og félagar héldu sig í skæruhernaði fyrir byltingu, er til að mynda mjög spennandi kostur fyrir þesskonar ferðamennsku. En við þetta má bæta að óhjákvæmilega munum við sjá aukin fjölda ferðamanna í Havana og öðrum borgum Kúbu þegar að viðskiptabanninu lýkur, því umferð skemmtiferðaskipa mun aukast til muna.

Nú fara kannski flestir til Kúbu í pakkaferðum. En hversu auðvelt er það fyrir fólk að fara á eigin vegum um landið?
Skipulagðar ferðir eða pakkaferðir hafa verið mjög gott fyrirkomulag fram að þessu. Þar hefur ferðamaðurinn getað búið við ákveðin þægindi sem hann er vanur í hinum vestræna heimi og hinn almenni kúbverji hefur því miður ekki aðgang að, bæði vegna stjórnkerfis og vöruskorts sem er að finna á eyjunni. Þetta er að breytast, aðallega vegna þess að stjórnvöld á Kúbu hafa verið að opna efnahagskerfið, og þetta á eftir að breytast meira á komandi árum með breyttri stefnu bandarískra yfirvalda. En Kúba er mjög öruggt land og gestrisni heimanna með eindæmum.
Stefán leggur í sína næstu reisu til Kúbu í lok nóvember á vegum Vita.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …