Samfélagsmiðlar

Verður fyrsta Evrópuflugið frá Kansas City

Þetta er rétti tímapunkturinn til að hefja samstarf um flug milli Kansas City og Keflavíkurflugvallar að mati talsmanns bandarísku flughafnarinnar.

Kansas í haustlitunum.

Þær farþegaþotur sem taka á loft frá flugvellinum við Kansas City taka annað hvort stefnuna á aðrar bandaríska borgir eða fljúga til Kanada eða Mexíkó. Áætlunarflugið frá þessari 39. fjölförnustu flughöfn Bandaríkjanna takmarkast nefnilega við Norður-Ameríku en á því verður breyting þann 25. maí næstkomandi þegar Icelandair fer sína fyrstu ferð til borgarinnar en félagið kynnti áform sín um flug til Kansas City fyrr í dag. „Við höfum aldrei áður haft á boðstólum beint flug yfir Atlantshafið eða til Evrópu,“ segir Joe McBride, yfirmaður markaðs- og samskiptasviðs Kansas City flugvallar, í svari til Túrista. Og aðspurður um hvort koma Icelandair til bandarísku borgarinnar eigi sér langan aðdraganda segir McBride að forsvarsmenn flugvallarins og Icelandair hafi átt í samskiptum um þónokkurn tíma en núna hafi verið rétti tíminn til að hefja samstarf um flugleiðina milli Kansas City og Keflavíkurflugvallar.

Í tilkynningunni sem Icelandair sendi frá sér í dag er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair, að flugvöllurinn í Kansas City sé sá stærsti í Bandaríkjunum þar sem ekkert beint flug til Evrópu er í boði. „Með nágrannaborgum er íbúafjöldi svæðisins um 5 milljónir og Icelandair er því að opna stóran spennandi markað fyrir íslenska ferðaþjónustu og styrkja tengiflug félagsins til og frá Evrópu.“ Kansas City er 21. áfangastaður Icelandair í Norður-Ameríku sem og verður flogið þangað þrisvar í viku yfir sumarið og fram til septemberloka.

Kansas City er staðsett í miðjum Bandaríkjunum á mörkum fylkjanna Kansas og Missouri á sléttunum miklu. Saga borgarinnar tengist gjarnan villta vestrinu og amerískri menningu, til að mynda blómstraði jazzinn þar í borg á fjórða áratugnum og þar fór fremstur Count Basie, einn af risum tónlistargreinarinnar. Er því stundum haldið fram að þó jazzinn hafi fæðst í New Orleans þá hafi hann alist upp í Kansas City. Íslenskir jazzgeggjarar sem ætla að gera sér ferð á þessar slóðir mega gera ráð fyrir að borga að minnsta kosti 64.255 kr. fyrir farið með Icelandair, báðar leiðir, samkvæmt lauslegri athugun Túrista.

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …