Samfélagsmiðlar

Ódýrari rútumiðar til og frá Keflavíkurflugvelli

Stjórnendur Gray Line hafa dregið tilbaka hluta af verðhækkuninni í sætaferðir fyrirtækisins til Keflavíkurflugvallar. Ástæðan er úrskurður Samkeppniseftirlitsins vegna bílastæðagjalda Isavia.

airportexpress

Undanfarið ár hefur staðið styr um bílastæðagjöld Isavia fyrir hópferðabíla við Leifsstöð. Málið hófst með útboði Isavia á aðstöðu fyrir sætaferðir til og frá flugstöðinni sem haldið var júlí í fyrra. Þar buðu Kynnisferðir og Hópbílar hæst og fengu séraðgang að stæðunum næst komusalnum. Byrjað var að keyra samkvæmt niðurstöðum útboðsins þann 1. mars síðastliðinn og um leið voru sett á bílastæðagjöld á rútustæðunum sem eru þar skammt frá.

Upphaflega var ætlunin að rukka 19.900 krónur fyrir hverja rútu sem þar lagði en veittur var aðlögunartími og gjaldið lækkað tímabundið út þetta sumar. Forsvarsmenn Gray Line, sem hafa um árabil boðið upp á sætaferðir til Keflavíkurflugvallar, kærðu verðlagninguna. Nú hefur Samkeppnisstofnun kveðið upp bráðabirgðaúrskurð í málinu og var gjaldtaka Isavia stöðvuð í framhaldinu.

Sú niðurstaða mun vera ástæða þess að Gray Line lækkar á ný farmiðaverðið í sætaferðir sínar í tengslum við millilandaflug en hópferðabílar fyrirtækisins halda til á rútustæðinu sem er við einkabílastæðin við komusal Leifsstöðvar. „Eftir langa bið eftir úrskurði Samkeppnisstofnunnar um bílastæðagjöld á Keflavíkurflugvelli og vegna annarra hækkana á rekstrarkostnaði tilkynnti Gray Line í júní sl. 400 kr. hækkun á áætlunarferðum Airport Express til og frá Keflavikurflugvelli. Með bráðabirgðaúrskurði Samkeppniseftirlitsins 17. júlí þar var gjaldtaka Isavia á fjarstæðunum stöðvuð tímabundið, sem fyrir vikið gerir okkur kleift að draga helming þessarar hækkunar til baka,“ segir í tilkynningu Gray Line til söluaðila.

Eftir þessar verðbreytingar kosta ódýrustu farmiðarnir með Gray Line/Airport Express 2.300 krónur en í þær ferðir sem eru í tengslum við flug á háannatíma þá er gjaldið 2.500 kr. Hjá Hópbílum/Airport Direct kosta ódýrustu brottfarirnar 2.390 krónur það á aðeins við um ferðir á minna nýtum tímum. Hefðbundið fargjald hjá fyrirtækinu er 2.900 og hjá Flugrútu Kynnisferða er gjaldið 2.950 krónur. Eins og sjá má á verðsamanburði Túrista þá borgar sig að kaupa farmiða báðar leiðir hjá fyrirtækjunum þremur. Fyrir síðustu verðbreytingar hjá Gray Line þá kostaði rútumiði, báðar leiðir, með Airport Express 3.900 kr. Hann hækkaði svo en hefur nú lækkað að hluta tilbaka.

Nýtt efni

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur verð á flugmiðum frá Íslandi til útlanda verið ódýrara en á sama tímabili í fyrra. Í maí lækkaði verðið um 5,7 prósent samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar en til samanburðar hækkaði verðlag almennt um 6,2 prósent á milli ára. Verðmælingar Hagstofunnar ná til fleiri flugfélaga en þeirra íslensku en þau standa …

Þess hefur verið beðið að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti um refsitolla á innflutning kínverskra rafbíla. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um óeðlilega mikinn ríkisstuðning við innlenda framleiðendur og var þetta meðal umræðuefna í Evrópuferð forseta Kína nýverið. Ný tollheimta myndi þýða milljarða evra aukalegar álögur á kínverska rafbílaframleiðendur.  Xi-Jingping, forseti Kína - MYND: Britta Pedersen/dpa-Zentralbild/dpa/Alamy Nú …

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …