Samfélagsmiðlar

Hristu íslensku flugfélögin af sér eftir eitt sumar

Icelandair og WOW air munu ekki snúa aftur til Dallas í sumar. American Airlines heldur hins vegar Íslandsflugi sínu þaðan áfram. Það eru góð tíðindi fyrir íslenska ferðaþjónustu því í fyrra komu margir ferðamenn hingað frá borginni.

Frá Dallas.

Kapphlaup íslensku flugfélaganna um áætlunarferðir frá Dallas-Fort Worth flugvelli hófst í september 2017. Þá tilkynnti WOW air að félagið setti stefnuna á þessa næstfjölförnustu flughöfn Texas-fylkis og viku síðar boðaði Icelandair komu sína þangað. Flugvöllurinn í Dallas er helsta starfsstöð American Airlines, stærsta flugfélags í heimi, og stjórnendur þess svöruðu þessari samkeppni íslensku flugfélaganna með því að lofa sínu fyrsta Íslandsflugi.

Í byrjun síðasta sumars hófu félögin þrjú svo áætlunarflugið milli Texas og Íslands og stóð það yfir fram í haustlok. 174 sæta þotur American Airlines komu hingað daglega á meðan WOW flaug 345 sæta breiðþotum á milli borganna þrisvar í viku og Icelandir nýtti sínar hefðbundu 183 sæta Boeing flugvélar í fjórar vikulegar ferðir. Frá maí og fram í lok október fór samtals 99.451 farþegi þessa leið samkvæmt svari flugmálayfirvalda í Dallas við fyrirspurn Túrista. Eru farþegar taldir á hverjum legg fyrir sig og því tvítaldir ef þeir eiga miða báðar leiðir.

Þrátt fyrir fjöldann þá hafa stjórnendur íslensku flugfélaganna ákveðið að láta American Airlines eftir flugið. Þotur félaganna tveggja snúa því ekki aftur til Dallas. Í svari til Túrista segir talskona bandaríska flugfélagsins hins vegar að þar á bæ ríki ánægja með fyrstu vertíðina á Íslandi og þráðurinn verði tekinn upp aftur nú í sumar.

Lítill hluti frá Íslandi

Af þessum nærri eitt hundrað þúsund farþegum, sem flugu milli Dallas Fort-Worth og Keflavíkurflugvallar, frá maí og fram í lok október, þá voru 53.430 eingöngu á leiðinni á milli Dallas og Íslands. Hinir 46.201 byrjuðu eða enduðu ferðalagið annars staðar. Flugu til að mynda frá Oklahoma borg eða Phoenix til Dallas og þaðan til Íslands. Eða ferðuðust frá Dublin til Dallas með millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Athygli vekur að 92,2 prósent allra þeirra sem flugu beint á milli borganna hófu ferðalagið í Dallas en aðeins 7,8 prósent flugu héðan samkvæmt svari Dallas flugvallar við fyrirspurn Túrista.

Þotur American Airlines best nýttar

Ekki fást upplýsingar frá Dallas flugvelli um hvernig þessir nærri 100 þúsund farþegar skiptust á milli flugfélagaanna þriggja. Það sést þó í öðrum tölum flugvallarins að Icelandair hefur flutt 21.525 farþegar til og frá Dallas frá maí og fram í október og WOW air flogið með 36.158. Þar með er ljóst að farþegafjöldinn í Íslandsflugi American Airlines var rétt tæplega 42 þúsund. Talning Túrista á flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli leiðir í ljós að farnar voru nákvæmlega 580 áætlunarferðir milli Íslands og Dallas á þessu sex mánaða tímabili. Út frá þessu má sjá að sætanýtingin var hæst hjá American Airlines eða 84 prósent. Hjá WOW var hún 81 prósent en 7 af hverjum 10 sætum í vélum Icelandair voru frátekin.

Fleiri ferðamenn frá Dallas en Sviss

Í ofantöldum upplýsingum leynast áhugaverðar tölur fyrir íslenska ferðaþjónustu sem sýna að frá Dallas hafa komið um 24 þúsund ferðamenn til Íslands á þessu sex mánaða tímabili. Er þá aðeins litið til hlutfalls þeirra sem flaug beint hingað frá Dallas og tekið er tillit til tvítalningarinnar sem áður er nefnd. Ferðamennirnir frá Dallassvæðinu frá maí og fram í október voru þá ögn fleiri en allir þeir sem komu hingað með svissneskt vegabréf á tímabilinu (21 þúsund) og álíka margir og komu hingað frá Finnlandi og Rússlandi samanlagt.

Þess má geta að svona greinargóðar upplýsingar um flugumferð eru ekki opinberar hér á landi. Túristi kærði þennan upplýsingaskort íslenskra flugmálayfirvalda og Isavia til úrskurðarnefndar upplýsingamála í maí í fyrra en niðurstaða í málinu liggur ekki fyrir. Í kæru Túrista var bent á mikilvægi góðra upplýsinga um flugumferð fyrir íslenska ferðaþjónustu. Eins og dæmið hér að ofan sýnir þá hefur hið nýja Dallasflug verið vel nýtt af bandarískum ferðamönnum á leið til Íslands. Nú er hins vegar fyrirséð að bæði Icelandair og WOW air ætla að hætta ferðum sínum þangað og þar með miklar líkur á að ferðafólki frá Dallas og nágrenni fækkar hér á landi í ár.

Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …