Samfélagsmiðlar

MAX þoturnar skapa margvíslegan vanda hjá Icelandair

Endurskoðuð flugáætlun Icelandair fyrir næstu tvo mánuði gerir ráð fyrir um 100 færri flugferðum. Þó sætaframboð dragist ekki saman þá hefur breytingin áhrif á fjölda farþega sem nú fá nýja brottfarartíma. Boeing hefur hægt á framleiðslu á MAX þotunum og þar með eru líkur á að afhending á fleiri þotum til Icelandair dragist. Á sama tíma er ljóst að traust margra farþega á þotunum er lítið.

Í sumar munu þotur Icelandair ekki eingöngu fljúga til Evrópu og Norður-Ameríku í morgunsárið og seinnipartinn því til viðbótar verða í boði brottfarir um miðjan morgun og stuttu eftir kvöldmat. Þegar þessar breytingar voru kynntar síðastliðið haust var gert ráð fyrir að Icelandair hefði níu Boeing MAX þotur til umráða enda byggir nýja áætlunin, að hluta til, á þeirri staðreynd að þessar þotur taka færri farþega og eru sparneyttari. Þar með er mögulegt að bjóða á upp á tíðari ferðir en núverandi flugfloti leyfir. Að frátöldum nýju MAX þotunum þá er flugvélar Icelandair eyðslufrekar enda flestar framleiddar skömmu fyrir aldamótin.

Nú þegar rúmur mánuður er í að nýja leiðakerfið fer í loftið er ekki vitað hvenær kyrrsetningu á MAX þotum verður aflétt en samkvæmt tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér nú í morgun þá verður framboð félagsins skorið niður um 3,6 prósent fram til 15. júní. Það samsvarar um eitt hundrað ferðum á tímabilinu. „Í flestum tilfellum er um að ræða flug til áfangastaða þar sem fleiri en eitt flug eru í boði sama dag. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir helst sætaframboð félagsins nánast óbreytt þar sem notast verður við Boeing 767 flugvélar sem eru stærri en Boeing 737 MAX vélarnar. Af þeim sökum er gert ráð fyrir óverulegum áhrifum á heildarfjölda fluttra farþega á tímabilinu,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að auk breiðþotanna tveggja sem leigðar voru um daginn hefur félagið einnig fengið 184 sæta Boeing vél út september.

Sem fyrr segir var MAX þotunum ætlað stórt hlutverk í áætlun Icelandair í sumar og sem dæmi má taka flugáætlunina fimmtudaginn 6. júní. Þá var ætlunin að fljúga MAX 8 eða MAX 9 þotum til þrettán ólíkra borga og af þeim 21 þúsund sætum sem félagið hafði til sölu þann dag þá voru nærri sex þúsund þeirra í MAX þotum. Leiguvélarnar þrjár fylla aðeins hluta af þessu skarði en í færri ferðum. Þar með má telja líklegt að brottfarir til borga eins og Zurich, Toronto, Óslóar, Helsinki, Brussel og New York verði ekki eins margar eins og búið er að selja miða í. Farþegar á leið til Zurich eða Hamborg klukkan 11 verða kannski færðir í morgunvélina sem fer nærri fjórum tímum fyrr. Og þeir sem eiga sæti í vélinni til Washington borgar klukkan 20:20 þurfa að fara með vélinni í eftirmiðdaginn. Svona breytingar munu raska ferðaplönum margra.

MAX krísan hjá Icelandair skapar þó ekki aðeins vandamál nú í sumarbyrjun því Boeing flugvélaframleiðandinn hefur hægt á framleiðslu á vélunum. Þar með gæti afhending á þotunum sem Icelandair átti að fá síðar í ár og á því næsta seinkað. Ef það verður raunin þá hefur það áhrif á áætlun flugfélagsins næstu misseri og ár. Það er heldur ekki hægt að framhjá því að tvö flugslys hafa dregið úr áhuga margra farþega á að fljúga með MAX þotunum. Sú staða er til umfjöllunar í nýrri grein á vef USA Today og viðmælendur blaðsins halda því fram að yfirlýsingar frá Boeing muni ekki duga til að fá efasemdafólk um borð. Það sama megi segja um auglýsingar eða fréttamyndir af forstjórum flugfélaga um borð í MAX þotu. Meira máli skiptir að farþegarnir leggi traust sitt á að flugmenn muni ekki fljúga þotunum nema vera þess fullvissir að þær séu öruggar.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …