Samfélagsmiðlar

MAX þoturnar skapa margvíslegan vanda hjá Icelandair

Endurskoðuð flugáætlun Icelandair fyrir næstu tvo mánuði gerir ráð fyrir um 100 færri flugferðum. Þó sætaframboð dragist ekki saman þá hefur breytingin áhrif á fjölda farþega sem nú fá nýja brottfarartíma. Boeing hefur hægt á framleiðslu á MAX þotunum og þar með eru líkur á að afhending á fleiri þotum til Icelandair dragist. Á sama tíma er ljóst að traust margra farþega á þotunum er lítið.

Í sumar munu þotur Icelandair ekki eingöngu fljúga til Evrópu og Norður-Ameríku í morgunsárið og seinnipartinn því til viðbótar verða í boði brottfarir um miðjan morgun og stuttu eftir kvöldmat. Þegar þessar breytingar voru kynntar síðastliðið haust var gert ráð fyrir að Icelandair hefði níu Boeing MAX þotur til umráða enda byggir nýja áætlunin, að hluta til, á þeirri staðreynd að þessar þotur taka færri farþega og eru sparneyttari. Þar með er mögulegt að bjóða á upp á tíðari ferðir en núverandi flugfloti leyfir. Að frátöldum nýju MAX þotunum þá er flugvélar Icelandair eyðslufrekar enda flestar framleiddar skömmu fyrir aldamótin.

Nú þegar rúmur mánuður er í að nýja leiðakerfið fer í loftið er ekki vitað hvenær kyrrsetningu á MAX þotum verður aflétt en samkvæmt tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér nú í morgun þá verður framboð félagsins skorið niður um 3,6 prósent fram til 15. júní. Það samsvarar um eitt hundrað ferðum á tímabilinu. „Í flestum tilfellum er um að ræða flug til áfangastaða þar sem fleiri en eitt flug eru í boði sama dag. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir helst sætaframboð félagsins nánast óbreytt þar sem notast verður við Boeing 767 flugvélar sem eru stærri en Boeing 737 MAX vélarnar. Af þeim sökum er gert ráð fyrir óverulegum áhrifum á heildarfjölda fluttra farþega á tímabilinu,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að auk breiðþotanna tveggja sem leigðar voru um daginn hefur félagið einnig fengið 184 sæta Boeing vél út september.

Sem fyrr segir var MAX þotunum ætlað stórt hlutverk í áætlun Icelandair í sumar og sem dæmi má taka flugáætlunina fimmtudaginn 6. júní. Þá var ætlunin að fljúga MAX 8 eða MAX 9 þotum til þrettán ólíkra borga og af þeim 21 þúsund sætum sem félagið hafði til sölu þann dag þá voru nærri sex þúsund þeirra í MAX þotum. Leiguvélarnar þrjár fylla aðeins hluta af þessu skarði en í færri ferðum. Þar með má telja líklegt að brottfarir til borga eins og Zurich, Toronto, Óslóar, Helsinki, Brussel og New York verði ekki eins margar eins og búið er að selja miða í. Farþegar á leið til Zurich eða Hamborg klukkan 11 verða kannski færðir í morgunvélina sem fer nærri fjórum tímum fyrr. Og þeir sem eiga sæti í vélinni til Washington borgar klukkan 20:20 þurfa að fara með vélinni í eftirmiðdaginn. Svona breytingar munu raska ferðaplönum margra.

MAX krísan hjá Icelandair skapar þó ekki aðeins vandamál nú í sumarbyrjun því Boeing flugvélaframleiðandinn hefur hægt á framleiðslu á vélunum. Þar með gæti afhending á þotunum sem Icelandair átti að fá síðar í ár og á því næsta seinkað. Ef það verður raunin þá hefur það áhrif á áætlun flugfélagsins næstu misseri og ár. Það er heldur ekki hægt að framhjá því að tvö flugslys hafa dregið úr áhuga margra farþega á að fljúga með MAX þotunum. Sú staða er til umfjöllunar í nýrri grein á vef USA Today og viðmælendur blaðsins halda því fram að yfirlýsingar frá Boeing muni ekki duga til að fá efasemdafólk um borð. Það sama megi segja um auglýsingar eða fréttamyndir af forstjórum flugfélaga um borð í MAX þotu. Meira máli skiptir að farþegarnir leggi traust sitt á að flugmenn muni ekki fljúga þotunum nema vera þess fullvissir að þær séu öruggar.

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …