Samfélagsmiðlar

Demantshringurinn fjölgi ferðamönnum á Norðurlandi

Bundið slitlag á Dettifossvegi veitir ferðaþjónustunni fyrir norðan ný tækifæri.

Demantshringurinn er vegur sem liggur frá Húsavík að Ásbyrgi og þaðan að Dettifossi. Frá fossinum liggur leiðin að Mývatni svo niður Reykjadal og Aðaldal aftur til Húsavíkur.

Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa hafa gert með sér samstarfssamning um notkun á heitinu Diamond Circle sem er í eigu Húsavíkurstofu. Markaðsstofan vinnur nú að þróun ferðamannaleiða á Norðurlandi, en á grundvelli þessa samnings verður hægt að þróa vörumerki og efla markaðssetningu fyrir Diamond Circle eða Demantshringinn samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu. Þar segir jafnframt að í sumar sé áætlað að klára vinnu við lagningu á bundnu slitlagi á Dettifossvegi og þar með skapast betra tækifæri fyrir markaðssetningu og þróun ferðaþjónustu við hringleiðina.

Aðspurð um hvaða lærdóm megi draga af markaðssetningu Gullna hringsins við þróun Demantshringsins þá segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar, að upp að vissu marki megi segja verkefnin sambærileg. „Við erum með heiti sem nær yfir ákveðna ferðaleið sem inniheldur ákveðna afþreyingu, þjónustu og sérstæða náttúru. Við ætlum að nýta aðferðafræði við þróun ferðamannaleiða til þess að skilgreina sérstöðuna og það framboð þjónustu sem þarf að vera til staðar. Á þessu svæði eru hins vegar færri fyrirtæki og einnig eru þau flest minni en á suðvesturhorninu svo að nauðsynlegt er að nota aðrar leiðir til markaðssetningar heldur en það sem gert hefur verið með Gullna hringinn sem er nálægt aðal innkomustaðnum inn í landið og aðdráttarafl sem mjög mörg öflug fyrirtæki eru að selja.“

Að mati Arnheiðar þá má gera ráð fyrir breyttri ferðahegðun þegar bundið slitlag verður komið allan Dettifossveg þar sem ferðamenn keyra í dag gjarnan að fossinum frá Mývatnssveit og snúa svo við aftur þangað. „Breytingin verður því mikil fyrir það svæði sem nú opnast bætt aðgengi að, það er Norðurhjarasvæðið (Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn), Ásbyrgi og auðvitað Húsavík sem verður nú hluti af aðgengilegum hring. Í dag eru aðeins um 36 þúsund erlendir ferðamenn á Norðurhjara svæðinu á hverju ári en fimm til sex hundruð þúsund erlendir ferðamenn í Mývatnssveit.“

Arnheiður segir erfitt að segja til um hversu margir munu keyra þessa leið en markmiðið er að ná til meirihluta ferðamanna á þessu svæði auk þess sem Demantshringurinn verði öflugur segull sem mun fjölga ferðamönnum á Norðurlandi.

Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …