Samfélagsmiðlar

Hættir hjá Íslandsstofu

Sem forstöðumaður hjá Íslandsstofu hefur Inga Hlín Pálsdóttir farið fyrir stórum verkefnum í íslenskri ferðaþjónustu síðastliðinn áratug.

Inga Hlín Pálsdóttir.

Inga Hlín Pálsdóttir sem verið hefur forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu um langt árabil hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta kemur fram í færslu frá henni á Facebook fyrr í dag. Þar segir Inga Hlín að hún hafi ákveðið að hætta hjá Íslandsstofu eftir 10 ára starf en áður hafði hún unnið hjá útflutningsráði, forvera Íslandsstofu.

Inga Hlín hefur síðustu ár stýrt samræmdu kynningar- og markaðsstarfi fyrir Ísland, þar á meðal Inspired by Iceland frá upphafi. Hún hefur einnig verið talsmaður ferðaþjónustunnar á erlendum vettvangi og tekið þátt í ýmsum verkefnum er snúa að mörkun þjóða þar á meðal sameiginlegu mörkunarverkefni Norðurlandanna.

Í fyrrnefndri Facebook færslu segir Inga Hlín að það hafi verið heiður að kynna land og þjóð á erlendum vettvangi með frábæru samstarfsfólki og samstarfsaðilum. „Verkefnin hafa verið mörg og skemmtileg, hvort sem er erlendis eða innanlands; í ferðaþjónustu, skapandi greinum og/eða öðrum atvinnugreinum. Inspired by Iceland hefur vaxið og dafnað. Við höfum nýtt tækifærin og byggt upp orðspor Íslands sem áfangastaðar en líka tekist á við nokkur eldgos og mikla umbreytingatíma í íslenskri ferðaþjónustu. Við getum verið stolt af þeim árangri. Ímynd lands og þjóðar verður mér ávallt hugleikin. Ég veit að við verðum öll innblásin af Íslandi „Inspired by Iceland“ til framtíðar. Takk kæru samstarfsfélagar og félagar í ferðaþjónustu og öðrum greinum fyrir gott samstarf! Þið munið svo að samstarf eykur slagkraft,“ segir Inga Hlín að lokum.

Ekki kemur fram hvaða verkefni taka við henni eftir að tímanum hjá Íslandsstofu lýkur formlega.

Nýtt efni

Árið 1970 barst Pattie Boyd nafnlaust og dularfullt ástarbréf frá einhverjum sem þráði hana afar heitt. Vandinn var bara sá að Pattie var þegar gift öðrum manni og ekki ófrægum; hún og George Harrison gítarleikari The Beatles höfðu búið saman í sex ár þegar bréfið barst Pattie.  „Ég skrifa þér þessa orðsendingu í þeim megintilgangi …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …