Samfélagsmiðlar

Alvöru hætta á að íslensk ferðaþjónusta falli eins og spilaborg

Stjórnvöld verða að styðja við ferðaþjónustuna í gegnum núverandi krísu að mati framkvæmdastjóra Nordic Visitor. Hann segir að þó staðan sé þung í dag þá eigi áfangastaðurinn Íslands sér bjarta framtíð.

„Bankarnir voru of stórir til að hægt væri að bjarga þeim en það er ferðaþjónustan ekki,” segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor.

Það hefur dregið umtalsvert úr ferðalögum fólks síðustu vikur í takt við aukna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar. Hið boðaða þrjátíu daga bann bandarískra yfirvalda á farþegaflugi frá Evrópu mun svo gera illt verra og viðbúið að það muni draga snögglega úr fjölda ferðamanna hér strax í næstu viku. Bandaríkjamenn hafa nefnilega verið fjölmennastir í hópi ferðamanna á Íslandi.

Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri og eigandi Nordic Visitor, sem er ein stærsta ferðaskrifstofa landsins, segir stöðuna í greininni þunga. „Það er alvöru hætta á að íslensk ferðaþjónusta falli eins og spilaborg ef stjórnvöld sýna ekki stuðning sinn í verki.”

Þar vísar Ásberg meðal annars til þess að formenn stjórnarflokkana boðuðu á mánudag mótvægisaðgerðir vegna þess skaða sem dreifing kórónaveirunnar hefur nú þegar valdið. Hann segist fagna því að þar sé horft sérstaklega til ferðaþjónustunnar en nú sé mikilvægt að ráðamenn útskýri betur hvað felist í þessum aðgerðum.

Sjálfur bindur Ásberg vonir við að veittur verði frestur á greiðslu opinberra gjalda og útsvari. Einnig þurfi Vinnumálastofnun að veita heimild fyrir lægra starfshlutfalli starfsfólks svo ekki þurfi að koma til uppsagna. „Þetta væru aðgerðir sem myndu virka strax.”

Máli sínu til stuðnings bendir Ásberg á að uppsagnir séu oft líklegasta aðgerðin sem fyrirtæki í lausafjárkrísu grípi til. Hann telur það þó ljóst að ekki munu öll ferðaþjónustufyrirtæki lifa af þessa niðursveiflu sem nú er að hefjast.

En þrátt fyrir að óveðurskýin hafi hrannast upp síðustu vikur þá segir Ásberg að ennþá berist bókanir frá ferðafólki. Nokkrar hafi komið inn í morgun og gærdagurinn hafi verið yfir væntingum. „Heilt yfir er mikill samdráttur í fjölda nýrra bókanna hjá okkur. Það sem ég heyri svo í kringum mig er fækkun um 30 til 70 prósent og á það á varla eftir að batna á næstu vikum.”

„Ef ég hefði fengið að velja tímabil fyrir svona flugbann þá hefði það verið núna enda lágannatími í ferðaþjónustu um þessar mundir. Janúar og apríl eru lélegir mánuðir því þá koma rétt um sex prósent ferðamanna til landsins,” segir Ásberg.

Starfsmenn Nordic Visitor vinna núna að því að hafa samband við alla þá sem áttu að koma til Íslands í mars og í apríl og bjóða þeim að seinka ferðunum. „Sú vinna gengur vel og okkur hefur tekist að róa þá viðskiptavini okkar sem eiga bókað í sumar með því að bjóða þeim hagstæða afbókunarskilmála.“

Ásberg undirstrikar að það sé töluverður munur á núverandi krísu og efnahagshruninu. „Bankarnir voru of stórir til að hægt væri að bjarga þeim en það er ferðaþjónustan ekki,” segir Ásberg og er þess fullviss að Ísland verði áfram vinsæll áfangastaður.

„Ferðaþjónustan verður fljót að ná sér og þar mun veikari króna hjálpa. Það er líka gott að hafa í huga að þetta ástand er ekki bundið við Ísland. Neikvæð umræða um aðra áfangastaði og jafnvel ferðamáta, til dæmis skemmtiferðaskip gæti því jafnvel komið okkur til góða. Hið boðaða markaðsátak í samstarfi við stjórnvöld verður líka þýðingarmikið.”

Nordic Visitor keypti nýverið ferðaskrifstofuna Terra Nova sem áður tilheyrði Primera Travel samsteypunni. Aðspurður um hvort hann sjái eftir þeim viðskiptum í ljósi stöðunnar þá segir Ásberg svo alls ekki vera.

„Ég hef verið í þessum geira í 20 ár og búinn að fara í gegnum margt. Sú reynsla kennir manni að það er ekki spurning hvort heldur hvenær erfiðar aðstæður koma upp. Hvenær gýs til að mynda Katla? Við pössum því upp á lausafjárstöðuna og það var líka gert í kaupunum á Terra Nova. Sú viðbót við reksturinn gerir fyrirtækið líka sveigjanlegri og til dæmis þá gæti það komið til góðs að söluaðilar, eins og Terra Nova, höfðu gengið frá samningum í evrum við erlendar ferðaskrifstofur og sjá því fram á gengishagnað nú þegar krónan gefur eftir.

Árið 2019 kom vel út hjá okkur og við höfum mikla reynslu af því að takast á við áskoranir þannig að munum komast í gegnum þetta ástand og hverja aðra hindrun.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …