Samfélagsmiðlar

Verð á fraktflugi mun lækka á ný

„Nú flytjum við meira magn af fiski til Boston en fyrir Covid. Eftirspurnin hefur líka aukist sem skrifast meðal annars á þá staðreynd að önnur ríki hafa ekki náð að flytja sinn fisk á markaðinn úti í eins miklu magni og áður," segir Gunnar Már Sigurfinnson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.

Fyrstu þrjá mánuði ársins fækkaði farþegum Icelandair um 96 prósent en aftur á móti hafa fraktflutningar félagsins aukist um 12 prósent, í tonnum talið, í ár. Á sama tíma hefur verðskráin fyrir fraktina hækkað um helming. Þessi verðbreyting er þó ekki varanleg segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri, Icelandair Cargo.

„Fraktverð í heiminum hefur hækkað gríðarlega eftir að Covid faraldurinn skall á. Það skrifast meðal annars á mikinn samdrátt í áætlunarflugi. Vöruflutningar með áætlunarflugi eru ódýrari en sérstakt fraktflug. Við þurftum því að grípa til þess að hækka verðið á fraktfluginu til Bandaríkjanna um fimmtíu til sextíu prósent enda var áhættan og kostnaðurinn af fluginu mun meiri en áður. Afkoman af fraktfluginu hefur þó verið betri en við gerðum ráð fyrir því við höfum náð í aukna flutninga á frakt milli Evrópu og Bandaríkjanna,” segir Gunnar Már aðspurður um hvernig verðlagið hefur þróast síðustu misseri.

Hann segir að verðhækkunin sé því tímabundið ráðstöfun og það þekki viðskiptavinirnir Icelandair Cargo. Kostnaðurinn við fraktflutningana muni lækka þegar áætlunarflugið er komið í gang á ný.

Eftirspurn aukist eftir íslenskum fiski

Icelandair hefur haldið úti flugi til Boston allt síðastliðið ár og hefur íslenska ríkið stutt við þær ferðir. Keppinautar íslensks sjávarfangs hafa hins vegar ekki náð að flytja sinn fisk út með sama hætti og þeir því misst viðskipti.

„Það eru þó allir sammála um, bæði við og viðskiptavinir okkar, að megin verkefnið var að tryggja að varan yrði áfram til á mörkuðum ytra. Og það hefur tekist. Nú flytjum við meira magn af fiski til Boston en fyrir Covid. Eftirspurnin hefur líka aukist sem skrifast meðal annars á þá staðreynd að önnur ríki hafa ekki náð að flytja sinn fisk á markaðinn úti í eins miklu magni og áður. Við höfum því verið að vinna markaði í þessu skrýtna árferði og samt eru veitingastaðir að miklu leyti ennþá lokaðir. Sá markaður er því alveg eftir. Þannig að við sjáum fram á mikil tækifæri. Þegar nýi flotinn er kominn í gagnið þá verður kostnaður af fraktfluginu lægri og við getum flutt meira magn,“ útskýrir Gunnar Már.

Stærri hluti af fraktinni með farþegafluginu

Líkt og fjallað hefur verið um hér á síðum Túrista síðustu daga þá er sótspor íslensks fisks, sem fluttur er út í flugi, töluvert lægra en þess norska. Og sérstaklega þegar fiskurinn er fluttur í áætlunarflugi Icelandair. Vægi þess háttar flutninga hefur aukist verulega síðustu ár.

“Við höfum unnið að því bæði leynt og ljóst að byggja upp flutningana í leiðakerfi Icelandair enda er það hagkvæmasta kerfið, bæði fyrir viðskiptavinina, okkur og umhverfið. Og til marks um árangurinn þá fluttum við orðið sjötíu prósent af fraktinni í farþegakerfinu fyrir Covid. Árið 2008 var hlutfallið aðeins 16 prósent. Það er samt þannig að það að hafa bæði kerfin, það er farþega og fraktvéla, sem vinna með hvort öðru, býr til sveigjanleika og setur okkur og viðskiptavini okkar í ótrúlega góða stöðu í harði samkeppni um aðgengi að verðmætum mörkuðum víða um heiminn,“ segir Gunnar Már.

Nýtt efni

„Í apríl fluttum við þrjú hundruð þúsund farþega og það sem af er ári hafa farþegar verið yfir ein milljón talsins. Þetta er heilbrigður vöxtur farþega en fækkun farþega til og frá landinu í mánuðinum skýrist af því að páskarnir voru í mars á þessu ári en í apríl í fyrra," segir Bogi Nils Bogason, …

Isavia fær engar bætur frá eiganda þotunnar sem kyrrsett var í kjölfar gjaldþrots Wow Air í mars 2019. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem birtur var fyrr í dag en Isavia hafði krafist ríflega tveggja milljarða króna í skaðabætur. Íslenska ríkið var jafnframt sýknað í Hæstarétti af kröfum Isavia um bætur vegna úrskurðar dómara …

Búið er að setja upp rafhleðslustöðvar við öll Íslandshótel á landsbyggðinni. Fyrsta stöðin var komið fyrir við Fosshótel Reykholt og hefur síðan verið unnið að uppsetningu slíkra stöðva við önnur hótel keðjunnar á landsbyggðinni. Hraðhleðslustöð er við Fosshótel Mývatn og er í bígerð að setja einnig upp hraðhleðslustöð við Fosshótel Húsavík, samkvæmt því sem segir …

Á sama tíma og útlendingaandúð virðist vaxa í Vestur-Evrópu eykst þörf þar víða á innfluttu vinnuafli. Þetta á m.a. við um Þýskaland, stærsta hagkerfi álfunnar, sem þó hefur þurft að þola samdrátt vegna áhrifa stríðsins í Úkraínu.  Nú hafa þýsk yfirvöld greint frá því að 1. júní næstkomandi verði gefin út tvöfalt fleiri atvinnuleyfi en …

Þegar Wow Air gekk best var félagið eitt um flug héðan til Berlínar, Baltimore og Dublin en árin 2017 og 2018 mætti Icelandair til þessara borga. Á sama tíma hóf flugfélag Skúla Mogensen að skora sinn helsta keppinautinn á hólm á fleiri stöðum. Icelandair hefur ekki kvatt borgirnar sem Wow sat eitt að á sínum …

Brottförum Play fjölgaði um 13 prósent í apríl í samanburði við sama tíma í fyrra. Hjá Icelandair nam aukningin tíund en áætlunarflug erlendra flugfélaga hingað til lands dróst saman um 11 prósent samkvæmt ferðagögnum FF7. Vægi íslenskra flugfélaga eykst því á kostnað þeirra erlendu á milli ára. Helsta skýringin á þessum samdrætti erlendu flugfélaganna liggur …

Nú um mánaðamótin voru 20 ár liðin frá umfangsmestu stækkun á Evrópusambandinu til þessa, þegar aðildarríkjunum fjölgaði úr 15 í 25. Það var 1. maí 2004 að Eistland, Lettland, Litáen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Slóvenía, Kýpur, Malta, urðu fullgildir aðilar að Evrópusambandinu. Að frátaldri Kýpur tilheyra öll þessi ríki Schengen-svæðinu, sem gerir fólki fært að …