Samfélagsmiðlar

Þurfa ekki að mæta eins snemma í flugið

Það er þéttbókað í flug Niceair til Tenerife í sumar en færri komast með í hverri ferð þangað en til Kaupmannahafnar og London.

Flugvöllurinn á Akureyri

Frá og með sumarbyrjun verður hægt að fljúga beint frá Akureyri til Kaupmannahafnar, London og Tenerife.

Þegar umferðin eykst um Keflavíkurflugvöll þá eru farþegar reglulega beðnir að mæta í Leifsstöð þremur klukkutímum fyrir brottför. Það ætti hins vegar að duga þeim sem nýta sér ferðir Niceair frá Akureyrflugvelli í sumar að mæta 90 mínútum fyrir flugtak. Og sá tími gæti styst enn frekar þegar afköstin í vopnaleitinni og innritun aukast að sögn Þorvaldar Lúðvíks Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra Niceair.

Morgunferð félagsins frá Akureyrarflugvelli er á dagskrá korter í átta morgnana og farþegar þurfa því á fætur árla dags líkt og þeir sem fljúga með Play og Icelandair í morgunsárið.

Aftur á móti sleppa Norðlendingar við að fara suður daginn fyrir flug og samkvæmt útreikningum Niceair þá spara það farþegunum ekki bara tíma heldur líka pening. Kostnaður við akstur til Keflavíkurflugvallar og heim aftur getur þannig numið ríflega fimmtíu þúsund krónum og svo bætast við bílastæðagjöld við Leifsstöð og jafnvel gisting á hóteli við flugvöllinn. Þeir sem reikna dæmið alveg til enda taka svo aukið vinnutap með í reikninginn því ferðalagið verður lengra þegar leggja þarf í hann út á flugvöll daginn fyrir brottför.

Færri sæti til Tenerife

Spurður um bókunarstöðuna hjá hinu nýja félagi þá segir Þorvaldur hana góða. Pantanir komi inn jafnt og þétt og sumarið sé farið að líta vel út, sérstaklega þegar kemur að áætlunarfluginu til Kaupmannahafnar og Tenerife. Nú þegar eru flestar brottfarir til spænsku eyjunnar vel bókaðar í sumar og kominn biðlisti í aðrar. En í fluginu til Tenerife verður tuttugu sætum haldið auðum og því bara pláss fyrir 130 farþega.

Ástæðan fyrir þessu er sú að drægni þotunnar, sem Niceair hefur til umráða, er ekki nægjanleg til að fljúga fullri þotu alla leiðina frá höfuðstað Norðurlands og til flugvallarins við suðurströnd Tenerife.

Vetrarferðir frá Bretlandi

Sala á áætlunarferðum Niceair til London gengur hægar og segir Þorvaldur að það hafi verið viðbúið. Vertíðin í Bretlandi hefjist í raun ekki fyrr en í október og er félagið að vinna í því að koma á samstarfi við breskar ferðaskrifstofur fyrir veturinn.

Þar með myndi Bretum á ný gefast tækifæri á að fljúga beint til Akureyrar líkt og var á boðstólum í ársbyrjun 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Superbreak seldi Norðurljósaferðir til Akureyrar. Þær ferðir gengur reyndar út á að fljúga farþegunum norður frá hinum ýmsu breskum flugvöllum og ferðirnar frá London voru fáar.

Þessi grein er öllum opin en stór hluti þeirra frétta sem Túristi birtir er aðeins fyrir áskrifendur. Ef þú vilt bætast í þann hóp þá kaupir þú áskriftina hér.

Nýtt efni

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …

Velta í ferðaþjónustu í nóvember og desember í fyrra var nærri óbreytt miðað við sama tíma árið 2022 eða rúmlega 121 milljarður króna. Ef veltan hefði verið í takt við verðbólgu og fjölgun gistinátta ferðamanna þá hefði hún verið um 13 milljörðum kr. hærri. Af undirgreinum ferðaþjónustunnar þá var veitingareksturinn sá eini sem hélt í …

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital Credit varð langstærsti hluthafinn í Icelandair í júní 2021 og á nú 17,2 prósenta hlut. Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir 10,4 milljarða króna í flugfélaginu en fengi rétt 7,5 milljarða fyrir hlutinn í dag. Mismunurinn nemur nærri 3 milljörðum króna en gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um 18 prósent frá því …

Tölur sem Kóperníkus, lofthjúpsvöktunaþjónusta Evrópusambandsins, og ítölsku umhverfisverndarsamtökin Legambiente kynntu nýlega sýna að í Mílanó mælist svifryk og önnur loftmengun áfram hvað mest í allri Evrópu. Nú er loks rætt um það af yfirvöldum í Mílanó og nærliggjandi borgum og bæjum á Langabarðalandi að grípa einhverra aðgerða - eins og að takmarka notkun á mest …

Þátttaka hins opinbera í rafbílakaupum landsmanna er nú með breyttu sniði. Í stað skattaafsláttar upp á 1,3 milljónir króna, sem dreginn var frá söluverði nýrra rafbíla, þá verða kaupendur bílanna að greiða fullt verð í umboðinu og sækja svo um 900 þúsund króna styrk hjá Orkustofnun í framhaldinu. Þessi breyting var gerð um síðustu áramóti …

Sá sem kaupir ódýrasta fargjaldið hjá Icelandair, Economy Light, þarf að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. Áður var töskugjaldið 5.280 krónur en nú þarf að borga allt að 6.600 krónur undir farangurinn aðra leið. Hækkunin nemur 25 prósentum og svo mikil eru hún líka ef innrita á skíði. Flutningur á þeim kostar núna allt að …