Samfélagsmiðlar

Þurfa ekki að mæta eins snemma í flugið

Það er þéttbókað í flug Niceair til Tenerife í sumar en færri komast með í hverri ferð þangað en til Kaupmannahafnar og London.

Flugvöllurinn á Akureyri

Frá og með sumarbyrjun verður hægt að fljúga beint frá Akureyri til Kaupmannahafnar, London og Tenerife.

Þegar umferðin eykst um Keflavíkurflugvöll þá eru farþegar reglulega beðnir að mæta í Leifsstöð þremur klukkutímum fyrir brottför. Það ætti hins vegar að duga þeim sem nýta sér ferðir Niceair frá Akureyrflugvelli í sumar að mæta 90 mínútum fyrir flugtak. Og sá tími gæti styst enn frekar þegar afköstin í vopnaleitinni og innritun aukast að sögn Þorvaldar Lúðvíks Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra Niceair.

Morgunferð félagsins frá Akureyrarflugvelli er á dagskrá korter í átta morgnana og farþegar þurfa því á fætur árla dags líkt og þeir sem fljúga með Play og Icelandair í morgunsárið.

Aftur á móti sleppa Norðlendingar við að fara suður daginn fyrir flug og samkvæmt útreikningum Niceair þá spara það farþegunum ekki bara tíma heldur líka pening. Kostnaður við akstur til Keflavíkurflugvallar og heim aftur getur þannig numið ríflega fimmtíu þúsund krónum og svo bætast við bílastæðagjöld við Leifsstöð og jafnvel gisting á hóteli við flugvöllinn. Þeir sem reikna dæmið alveg til enda taka svo aukið vinnutap með í reikninginn því ferðalagið verður lengra þegar leggja þarf í hann út á flugvöll daginn fyrir brottför.

Færri sæti til Tenerife

Spurður um bókunarstöðuna hjá hinu nýja félagi þá segir Þorvaldur hana góða. Pantanir komi inn jafnt og þétt og sumarið sé farið að líta vel út, sérstaklega þegar kemur að áætlunarfluginu til Kaupmannahafnar og Tenerife. Nú þegar eru flestar brottfarir til spænsku eyjunnar vel bókaðar í sumar og kominn biðlisti í aðrar. En í fluginu til Tenerife verður tuttugu sætum haldið auðum og því bara pláss fyrir 130 farþega.

Ástæðan fyrir þessu er sú að drægni þotunnar, sem Niceair hefur til umráða, er ekki nægjanleg til að fljúga fullri þotu alla leiðina frá höfuðstað Norðurlands og til flugvallarins við suðurströnd Tenerife.

Vetrarferðir frá Bretlandi

Sala á áætlunarferðum Niceair til London gengur hægar og segir Þorvaldur að það hafi verið viðbúið. Vertíðin í Bretlandi hefjist í raun ekki fyrr en í október og er félagið að vinna í því að koma á samstarfi við breskar ferðaskrifstofur fyrir veturinn.

Þar með myndi Bretum á ný gefast tækifæri á að fljúga beint til Akureyrar líkt og var á boðstólum í ársbyrjun 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Superbreak seldi Norðurljósaferðir til Akureyrar. Þær ferðir gengur reyndar út á að fljúga farþegunum norður frá hinum ýmsu breskum flugvöllum og ferðirnar frá London voru fáar.

Þessi grein er öllum opin en stór hluti þeirra frétta sem Túristi birtir er aðeins fyrir áskrifendur. Ef þú vilt bætast í þann hóp þá kaupir þú áskriftina hér.

Nýtt efni

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …

Hann er önnum kafinn við að búa til smjördeig fyrir bökurnar þegar símaviðtalið hefst en er með hendurnar frjálsar og spjallar á meðan. Smjördeigið á leið yfir botninn með fyllingunni - MYND: © Arctic Pies „Við vorum þrír Ástralir sem stofnuðum þetta fyrirtæki saman og tengdum í gegnum þessa sömu matarupplifun. Það er pínu flókið …