Samfélagsmiðlar

Ekki öruggt að afköst ferðaþjónustunnar haldi í við áform flugfélaganna

Gisting út á land í sumar er víða af skornum skammti og hætt við að margir ferðamenn borgi of mikið miðað við gæði. Hærra verð á bílaleigubílum fælir ekki frá.

Ferðamenn við Námaskarð.

Það stefnir í að framboð á flug um Keflavíkurflugvöll í sumar verði á pari við það sem var sumarið 2019. Þetta sýna talningar Túrista sem byggja á þeim flugferðum sem eru í sölu í dag og hins vegar raunverulegum fjölda áætlunarferða yfir sumarvertíðina fyrir þremur árum síðan.

Þá voru ferðamennirnir í heildina 678 þúsund yfir sumarmánuðina þrjá.

Hvort álíka margir skili sér í þotunum í sumar á eftir að koma í ljós en nú þegar eru merki um það verði áskorun að taka á móti svo mörgum ferðamönnum. Alla vega ef stór hluti þeirra vill gista annars staðar en í Reykjavík.

„Staðan í dag er sú að víða út á landi er gisting af mjög skornum skammti eða svo til uppseld yfir hásumarið. Þetta á til mynda við á Suðurlandi og Vestfjörðum. Þeir sem eru að skipuleggja hringferð um landið í sumar eiga því erfiðleikum með að finna hentuga gistingu. Verðlagið er líka hátt í mörgum tilfellum og því hætt við að margir borgi of mikið miðað við gæði. Ísland er þó hvergi nærri uppselt í sumar. Það er til að mynda næga gistingu að fá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ásberg Jónsson, forstjóri Travel Connect, móðurfélags ferðaskrifstofanna Iceland Travel, Nordic Visitor og Terra Nova.

Gæti orðið erfitt að veita öllum þjónustu

Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Bændaferða og Hey Iceland, tekur í sama streng og segir það alveg ljóst að víða sér fari að þrengja að. Þannig sé útlit fyrir að erfitt verði að bóka gistingu fyrir samfellt ferðalag um landið í sumar. Sævar segist hafa áhyggjur af því að ekki verði hægt að þjónusta alla þá flugfarþega sem komast til landsins í sumar. Alla vega miðað við núverandi framboð á flugi.

Verðlag fælir ekki frá

Almenningssamgöngur hér á landi eru takmarkaðri en víða þekkist og sérstaða Keflavíkurflugvallar er sú að þar er ekkert innanlandsflug í boði. Öfugt við það sem tíðkast á alþjóðaflugvöllum í löndunum í kringum okkur.

Þessar takmarkanir eru líklega ein skýring á því afhverju stór hluti ferðamanna hér á landi leigir sér bíl. Niðurstöður könnunar Ferðamálastofu árið 2019 sýndu til að mynda að sex af hverjum tíu ferðamönnum ferðuðust um á bílaleigubíl.

Verðlagið á bílaleigunum við Keflavíkurflugvöll er aftur á móti nokkru hærra í dag en það var fyrir þremur árum síðan. Hækkunin skrifast meðal annars á skort á bílum, ekki bara hér á Íslandi heldur víða um heim.

Verðlagið er þó ekki farið að hafa neikvæð áhrif á bókanir að mati Sigfúsar Sigfússonar, forstjóra Hertz á Íslandi. Hann segir bókanir vera mjög margar nú í vor, sumar og haust og hætt sé við því að uppselt verði á einhverjum tímum í júlí og ágúst. „Við hefðum viljað hafa fleiri bíla en þeir fást bara ekki,“ bæti Sigfús við.

Hjá Bílaleigu Akureyrar er ennþá til nóg af bílum í flestum flokkum í sumar og gengið hefur bærilega að fá nýja þó það mætti ganga betur að sögn Steingríms Birgissonar, forstjóra. Hann segir leiguverð alls ekki fæla neinn frá og bendir á að nú komi inn fleiri bókanir á dag en árið 2019.

Líklega offjárfesting ef aldrei er uppselt

„Ég er ekkert viss um að Ísland verði „ uppselt“ í svo langan tíma og ef það gerist þá vænti ég þess að það verði með stuttum fyrirvara. Það er í raun er ekkert að því að verða uppbókuð í smá tíma. Það væri óeðlilegt ef gisting, bílar eða önnur fjárfrek starfsemi verði ekki uppseld yfir stutt tímabil. Ef það gerist ekki þá er líklega um offjárfestingu í viðkomandi grein að ræða,“ útskýrir Steingrímur

Sem fyrr segir þá komu tæplega sjö hundruð þúsund ferðamenn til Íslands yfir sumarmánuðina þrjá árið 2019. Sumarið áður voru þeir um 800 þúsund enda hélt Wow Air þá úti víðtæku leiðakerfi en rekstur þess stöðvaðist í mars 2019.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …