Samfélagsmiðlar

Ferðaþjónustan færir viðskiptin frá íslenskum færsluhirðum

Kortaveltutölur Rannsóknarseturs verslunarinnar bera þess merki að íslensk ferðaþjónustfyrirtæki hafa flutt viðskipti sín frá íslenskum færsluhirðum. Fleiri umsvifamikil fyrirtæki eru með til skoðunar að gera slíkt hið sama.

Ferðafólk á leið í hvalaskoðun

Ferðafólk á leið í hvalaskoðun í Reykjavík

Það eru vísbendingar um að ferðamenn hér á landi eyði að jafnaði meiru en þeir sem voru á ferðinni fyrir heimsfaraldur. Erlend kortavelta hjá bílaleigum, hótelum og veitingastöðum eykst en þessi þróun nær ekki til allra fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Ferðaskrifstofur og fyrirtæki sem selja ferðamönnum alls kyns afþreyingu og skoðunarferðir fá sífellt minna í sinn hlut. Þetta er alla vega staðan samkvæmt þeim tölum sem Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir mánaðarlega.

Samkvæmt þeim var kortaveltan í flokknum „ýmis ferðaþjónusta“ rétt um 2,9 milljarðar króna í nýliðnum júní í samanburði við 4,6 milljarða kr. á sama tíma árið 2018 og 4,2 milljarða 2019. Hótel, bílaleigur og veitingastaðir fá aftur á móti mun meira en fyrir heimsfaraldur.

Ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur, bátaleigur og markaðsetningarfyrirtæki heyra undir „ýmsa ferðaþjónustu“ samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Og hlutdeild þessa flokks, í heildarkortaveltunni, hefur fallið úr 17 prósentum niður í 10 prósent þegar horft er til nýliðins júní og júní 2019. Þessi þróun hefur átt sér stað frá því síðastliðinn vetur og af samtölum Túrista við stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja að dæma þá liggur skýringin að hluta til í verðlagningu.

Kortavelta í raun meiri

Hótel og bílaleigur hafa náð að hækka verðið hjá sér en það sama verði ekki sagt um þá sem selja ferðamönnum skoðunarferðir og afþreyingu. Gengi krónunnar hefur líka sín áhrif en þetta tvennt skýrir þó ekki þetta fall í kortaveltu.

Samkvæmt því sem Túristi kemst næst þá er helsta ástæðan fyrir niðursveiflunni einfaldlega sú að umsvifamikil fyrirtæki í sölu og skipulagningu á ýmiskonar ferðum hafa fært viðskipti sín frá íslenskum færsluhirðum til fyrirtækja í útlöndum. Tölur Rannsóknarseturs ferðaþjónustunnar byggja hins vegar eingöngu á upplýsingum frá íslenskum færsluhirðum, þ.e. Valitor, SaltPay, Rapyd og Netgíró.

Kortavelta erlendra ferðamanna er því í raun meiri en tölur Rannsóknarsetursins segja til um og sérstaklega þegar kemur að sölu á afþreyingu.

Þessi skekkja gæti aukist umtalsvert á næstunni því heimildir Túrista herma að stór og smá ferðaþjónustufyrirtæki skoði nú einnig að færa kortaviðskipti til erlendra færsluhirða. Í þessum hópi eru nokkur af umsvifamestu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins.

Ef af þessum breytingum verður þá munu kortaveltutölunnar verða mun takmarkaðri vísbending um stöðu ferðaþjónustunnar en þær eru í dag. Alla vega svo lengi sem þær byggja eingöngu á tölum frá Valitor, SaltPay, Rapyd og Netgíró en samkvæmt svari frá Rannsóknarsetri verslunarinnar þá er unnið að því að fá upplýsingar um kortaveltu hér á landi frá erlendum færsluhirðum.

Greiðslukerfi óáreiðanleg

Lægri kostnaður er ekki helsta ástæða þess að ferðaþjónustufyrirtæki horfa til til útlanda. Óánægja með þjónustu og tæknilausnir vegur þyngra. Þannig benda viðmælendur Túrista á að greiðslukerfi liggi of oft niðri sem valdi fyrirtækjunum fjárhagstjóni og kalli á viðbótarvinnu við bókanir.

Það er líka staðreynd að það fór illa í eigendur og stjórnendur í ferðaþjónustu þegar færsluhirðar frystu inneignir fyrirtækjanna í heimsfaraldrinum. Með þeirri aðgerð voru kortafyrirtækin að tryggja sig fyrir því tjóni sem hugsanlega yrði vegna kröfu neytenda um endurgreiðslur. Það eru nefnilega færsluhirðarnir sem verða að standa skil gagnvart neytendum ef söluaðili verður gjaldþrota.

Þess má geta í lokin að kaup Íslendinga og útlendinga á farmiðum með íslenskum flugfélögum eru ekki hluti af gagngrunni Rannsóknarseturs verslunarinnar. Ástæðan er sú að Icelandair og Play, og þar á undan Wow Air, skipta fyrst og fremst við erlenda færsluhirða.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …